Ægir

Árgangur

Ægir - 2021, Blaðsíða 28

Ægir - 2021, Blaðsíða 28
28 verri málum hlutfallslega en við. Sam- drátturinn þar var 20% en 13% hjá okk- ur. Þetta er ekki sagt til þess að benda á einhverja sem eru verri heldur aðeins til að vekja athygli á að það er bara eðli gagnanna sem gerir þetta að verkum.“ Þokkalegar væntingar um loðnuvertíð Þá snúum við okkur að loðnunni, þeirri tegund af fiski sem er svo erfitt að henda reiður á af ýmsum ástæðum. Ým- ist gífurlegur afli eða veiðibann. Hver er staðan núna? „Miðað við þær rannsóknir, sem gerð- ar voru fyrir ári síðan á ungloðnu, eru þokkalegar væntingar um veiðina í vet- ur. Upphafsráðgjöfin er 400.000 tonn sem er mjög varfærin ráðgjöf miðað við þau gögn sem sögulega eru til. Við förum því mjög björt inn í haustið. Það hefur staðið yfir leiðangur tveggja skipa sem munu skoða stöðuna við Austur-Grænland og síðan kemur að vanda lokamat í janúar og eða febrúar. Ég leyfi mér að vera mjög bjartsýnn þetta árið en auðvitað er loðnustofninn sem slíkur búinn að vera í krísu. Það hafa verið miklar breytingar á útbreiðslunni og nýliðunin hefur verið slök. Við erum að tala um veiði að meðal- tali um 270.000 tonn alla þessa öld. Á síð- ustu tveimur áratugum síðustu aldar var meðalveiðin hins vegar upp á tæpa milljón tonna. Við erum því að veiða inn- an við þriðjung þess. Það skrifast ekki á nýja aflareglu.“ Þorsteinn segir vandkvæði í fram- leiðslugetu loðnustofnsins sem tengist þeim hitabreytingum sem hafi orðið. „Þó eru jákvæðar fréttir víða að norðan og vestan um loðnu á svæðinu. Það styrkir okkur í trúnni um jákvæða næstu vertíð. Það er ekki bara jákvætt fyrir veiðina því loðnan er langmikilvægasta fæðu- tegund svo margra fisktegunda og færir því mikla orku inn í lífkerfið. Orku sem er flutt af öðrum hafsvæðum inn á okkar því loðnan hrygnir og drepst hér við landið að stærstum hluta. Þannig er hún óendanleg uppspretta fyrir þær fiskiteg- undir sem éta hana. Það er í raun miklu stærra dæmi en það hvort hvort veiði- kvóti loðnu verði 50.000 tonn eða 200.000 tonn. Við þurfum að horfa á þetta frá báðum þessum hliðum,“ segir Þorsteinn. Spurður hvort það geti hamlað loðnu- göngum hingað til lands að þegar loðnan er komin jafnlangt norður og raun ber vitni þá hafi hún ekki orku til að komast alla leið inn á landgrunnið. Það telur Þorsteinn ólíklegt. „Við sjáum að sú loðna sem kemur er í góðu ástandi. Það er ekkert sem bendir til þess að sú loðna sem lifir hafi það slæmt. Loðnan er komin allt norður á 74. gráðu við austurströnd Grænlands og því er leiðin löng hingað suður fyrir land. Það geta orðið einhver afföll á leið- inni og eitthvað af loðnunni hættir hreinlega við hrygningu hafi hún ekki nægan fituforða enda þekkt í öllum fiski- stofnum að fiskar hætti við hrygningu hafi þeir ekki orku. Þá frestar fiskurinn hrygningunni um eitt ár. Þetta sést í mörgum tegundum sjávarlífvera. Humar er dæmi um sjávardýr sem er ekki að framleiða afkvæmi nema annað hvert ár hér við land en á hverju ári þar sem skil- yrði eru betri og hitastig hærra. Við höf- um einnig séð í gegnum tíðina hjá karfa- stofnum við landið að hann hættir við hrygningu,“ segir Þorsteinn Sigurðsson. Ströggl að ná hagræðingarkröfunni „Fjármögnunin er alltaf ströggl og þessi regla um 2% hagræðingu á ári er okkur erfið. Við erum í þannig starfsemi að það er erfitt að draga saman. Við gerum út tvö rannsóknaskip og hægt að fækka úthaldsdög- um en þá verða hinir dagarnir dýrari vegna fastakostnaðar. Við erum að fá þrjá milljarða af fjárlögum af ríflega fjórum milljörðum sem við spilum úr. Við erum með sértekjur upp á um einn milljarð. Það er líka erfitt að draga saman í vöktun fiskistofna og fyrir vikið dregur krafan um sparnað úr allri nýsköpun í rannsóknum. Til að reyna að snúa vörn í sókn liggur lausnin í þeirri von og trú að stjórnvöld sjá mikilvægi þess að sinna þessum málaflokki enn betur. Við reynum einnig að auka rannsóknagetu okkar með margskonar samstarfi við aðrar stofnanir og sókn í styrki frá Evrópusambandinu og norræna styrki. Þó það séu ekki miklir peningar þá duga þeir kannski til þess að við getum haldið áfram að leita svara við áleitnum spurningum.“  Humarmerking. Myndin var tekin í leiðangri á Bjarna Sæmundssyni þar sem tilraunir voru gerðar með að setja senda á humar til að fylgjast með ferðum hans. Þarna er verið að sleppa merktum humrum. Ljósmynd Svalhildur Egilsdóttir.  Trollið tekið, mynd tekin í marsralli 2020. Ljósmynd Svalhildur Egilsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.