Ægir

Árgangur

Ægir - 2021, Blaðsíða 15

Ægir - 2021, Blaðsíða 15
15 Óvenju slæmt á Austfjarðamiðum í sumar Kaldbakur EA fór í slipp í ágúst og er ný- farinn til veiða á ný. Skipið var talsvert að veiðum fyrir austan land í sumar og þar segir Sigtryggur að lítið sem ekkert hafi verið að hafa af þorski. „Á því svæði hefur þorskveiðin oft glæðst seinni hluta sumars þegar síld er á svæðinu en við urðum ekki varir við hana nú í byrjun ágúst eins og oft áður. Hvaða skýringar eru á því að þorskveið- in er svona dræm á Austfjarðamiðum ekki gott að setja til um. Mögulega má skýra það með því að kaldi sjórinn var óvenju vestarlega í sumar miðað við síð- ustu ár. Hitaskilin voru við Papagrunnið og þar var mikið af ýsu og ufsa en að sama skapi lítið um þorsk,“ segir Sig- tryggur. Þorskurinn að éta undan sjálfum sér Nærtækt er að skýra almennt minni þorskgengd með þróun í æti og segist Sigtryggur hræddur um að það vanti æti fyrir þorskinn, sér í lagi loðnuna. Hann segir að skipstjórnarmenn hafi lítið orðið varir við hana í sumar. „Það sýnir sig að þorskurinn er far- inn að éta undan sjálfum sér því við sjáum þorskseiði í maga þorsksins sem segir ákveðna sögu um stöðuna í æti fyrir stofninn,“ segir Sigtryggur. Að hans mati mætti gera fleira til að bregð- ast við en draga saman seglin í úthlutun aflaheimilda. „Mín skoðun er sú að það ætti að lengja það tímabil sem bannað er að veiða á hrygningarslóðinni fyrir sunnan land á vorin. Hrygningarstoppið er hálf- ur mánuður í dag en þyrfti að mínu mati að vera fjórar vikur að lágmarki. Það er svo mikilvægt að vernda hrygningar- fiskinn á þessum tíma.“ Ýsuheimildir komu á óvart Hvað varðar samdrátt í ráðlögðum afla- heimildum í ýsu segir Sigtryggur að sú ákvörðun hafi komið verulega á óvart. „Ekki síst í ljósi þess að það var bætt við ýsukvótann á miðju síðasta fisk- veiðiári og við sjáum ótrúlega mikið af henni á miðunum, t.d. fyrir austan land í sumar. Þetta er umtalsverð breyting í ýsustofninum frá því sem var fyrir nokkrum árum þannig að stofninn hefur náð að rétta verulega úr kútnum. Þess vegna komu minni heimildir í ýsu á óvart á sama tíma og skipin hafa víða þurft að forðast svæði þar sem svo mikið hefur verið af henni,“ segir Sigtryggur Gíslason, skipstjóri á Kaldbaki EA-1. Fiskveiðar  Kaldbakur EA-1 er einn af aflahæstu togurum flotans í þorski.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.