Ægir

Årgang

Ægir - 2021, Side 36

Ægir - 2021, Side 36
„Það er mikið í gangi hjá okkur og má þar meðal annars nefna 500 milljóna króna framkvæmd við enn frekari rafvæðingu hafnarinnar. Við erum að setja upp nýjar tengingar á báða hafnarbakkana og fáum ríflega eitt megavatt til viðbótar á hvorn bakka. Við erum nýbúnir að gera samning við fyrirtæki í Noregi um kaup á bún- aði fyrir straumbreyti og riðabreyti í færanlegum gámalausnum. Við sjáum þá fyrir okkur að geta tengt allt að tvö skip á hvorum bakka. Við erum þar í samvinnu við franskt fyrirtæki sem siglir hingað með farþegaskip og munum líklega byrja á að tengja þau strax næsta sumar,“ segir Lúðvík Geirsson, hafnarstjóri Hafnarfjarðar. Mun stærri smábátahöfn í farvatninu „Það sem annars hefur verið stærsta málið hjá okkur síðustu tvö ár eru tölu- verðar skipulagsbreytingar sem er fyrir- hugaðar í suðurhöfninni á nýja hafnar- svæðinu. Nú er búið að samþykkja rammaskipulag og verið að vinna í aðal- og deiliskipulagi fyrir breytingu á svæð- inu við Flensborgarhöfn og ofan við Fornubúðir þar sem fiskmarkaðshúsið stóð. Þar er annars vegar um að ræða umbyltingu í smábátahöfninni og nýja smábátahöfn, sem mun teygja sig alveg út undir Fjörukrá og tengjast miðbæjar- svæðinu betur. Þar er verið að horfa á rými fyrir 80- 100 smábáta og skútur. Það er mikil aðsókn í þessa hafnarað- stöðu fyrir minni báta, enda er svæðið mjög skjólgott en við erum búin að sprengja af okkur allt það rými sem við höfum í dag,“ segir Lúðvík. Framtíðarsetur Tækniskólans? Fyrir ofan hafnarsvæðið er verið að þróa á gömlum hafnarlóðum nýtt íbúða- svæði og til viðbótar segir Lúðvík standa yfir viðræður milli Hafnarfjarðarbæjar, Tækniskólans og stjórnvalda um framtíð- araðsetur fyrir skólann á hluta af hafn- arsvæðinu ofan við hafnarbakkann, þar sem fiskmarkaðurinn stóð áður og að- eins suður og vestur úr. „Á sama tíma er hins vegar þunginn í starfseminni dálítið að færast út svæðið nær Hvaleyri. Þar er í raun og veru búið að úthluta öllum lóðum. Trefjar hafa ver- ið að stækka við sig og eru að bæta við nýju húsi og Víking Sómabátar eru að koma á nýja lóð þar líka. Við erum líka að fá aðstöðu við hafnarbakkann þar sem Löndun og þeir sem reka þá starfsemi eru að fara byggja upp útibú frá Fisk- markaði Norðurlands og ísframleiðslu og auka þjónustu við landanir. Það er að styrkjast starfsemin á hafnarsvæðinu á sama tíma að það er að byggjast upp svæði í kringum okkur með íbúðabyggð og almannaþjónustu. Þetta er að verða svolítið bland í poka,“ segir Lúðvík. Hafnarfjarðarhöfn eykur raftengingarmöguleika  Stækkun smábátahafnarinnar er eitt af forgangsmálum Hafnarfjarðarhafnar. Hafnaþjónusta  Lúðvík Geirsson, hafnarstjóri Hafnar- fjarðar, segir miklar breytingar framundan og meðal annars verði íbúðabyggð á svæðinu. 36

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.