Fréttablaðið - 04.05.2022, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 04.05.2022, Blaðsíða 1
Það vantar tengingu við kjörna fulltrúa og upplýsingar um hversu mikilvægar kosning- arnar eru. Nichole Leigh Mosty, forstöðu- maður Fjölmenningarseturs 8 6 . T Ö L U B L A Ð 2 2 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s M I Ð V I K U D A G U R 4 . M A Í 2 0 2 2 Dauður hestur og náttúra Spáir Systrum fjórða sætinu Menning ➤ 18 Lífið ➤ 20 2-3 DAGA AFHENDING sinfonia.is Hljómsveitarstjóri John Adams Einleikari Víkingur Heiðar Ólafsson VÍKINGUR OG JOHN ADAMS KL. 19:30 05 |05 Í Mýrdalshreppi er helmingur íbúa innflytjendur og með nýjum lögum hafa þeir fjór- faldast á kjörskrá. Mikið vantar enn upp á kjörsókn. bth@frettabladid.is kristinnhaukur@frettabladid.is KOSNINGAR Dæmi er um að fjöldi innf lytjenda á kjörskrá sveitar- félaga hafi fjórfaldast með nýjum kosningalögum frá því um áramót. Einar Freyr Elínarson, oddviti Mýrdalshrepps, segir að með breyt- ingu á kosningalögum um áramót- in hafi fjöldi kjósenda af erlendum uppruna þar farið úr 56 manns í 211. Eru það 42 prósent þeirra sem eru á kjörskrá þar að þessu sinni. Helstu breytingar á lögum eru að skemmri tíma þarf nú til að fá kosningarétt og Norðurlandabúar fá réttinn er þeir f lytja lögheimili. Kosið verður til sveitarstjórna um aðra helgi. Fréttablaðið sagði frá því nýlega að sumir íbúar af erlendum uppruna í Breiðholtinu vissu ekki af eigin kosningarétti. Einar Freyr segir sömu sögu á Suðurlandi. Gríðarleg breyting hafi orðið á samfélagsgerðinni. Nefnir oddvitinn sem dæmi að kosninga- fundur Framsóknarmanna í Mýr- dalshreppi hafi farið fram á ensku. „Áskorunin er að ná til allra, virkja alla,“ segir Einar Freyr. Mýrdalshreppur hefur hæsta hlutfall innflytjenda, 47,3 prósent. Í Skaftárhreppi og Súðavíkurhreppi er hlutfallið um þriðjungur og fjórðungur í Reykjanesbæ. Í Reykja- vík er hlutfallið 13,6 prósent, sem er nærri landsmeðaltali. Sjálfstæðisf lokkurinn í Fjarða- byggð er eitt þeirra framboða sem leggja áherslu á að ná til innflytj- enda. Hefur efni verið birt á ensku og pólsku. Framboðsfundir um grunnatriði voru haldnir á pólsku. Ragnar Sigurðsson, oddviti í Fjarðabyggð, segir að með því að tala til þessa hóps á hans móður- máli finnist fólki það meira vel- komið og sé líklegra til að kjósa. Í Fjarðabyggð eru um 350 Pól- verjar á kjörskrá af rúmlega 800 innflytjendum. Þar hefur innflytj- endum fjölgað mikið á kjörskrá líka. „Við bindum vonir við að kjör- sókn meðal innflytjenda rjúki upp í þessum kosningum,“ segir Ragnar. Samkvæmt rannsókn Háskólans á Akureyri frá 2019 var þátttaka innflytjenda í sveitarstjórnarkosn- ingunum árið 2018 aðeins 30,3 pró- sent. „Það vantar tengingu við kjörna fulltrúa og upplýsingar um hversu mikilvægar kosningarnar eru,“ segir Nichole Leigh Mosty, for- stöðumaður Fjölmenningarseturs. Mikilvægt sé að fólk fái upplýsingar um hvar sé kosið, hvernig og um hvað. n Fjörutíu prósent á kjörskrá í Vík innflytjendur SÁA hefur nú hafið árlega álfasölu sína til að fjármagna starfsemi samtakanna sem bjóða upp á meðferð við áfengisfíkn og annarri fíkn. Willum Þór Þórsson ýtti átakinu úr vör með því að kaupa fyrsta álfinn sem að þessu sinni er töfraálfur. Fulltrúar SÁÁ munu næstu fjóra daga fara út á meðal fólks og bjóða töfraálfinn til kaups. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.