Fréttablaðið - 04.05.2022, Síða 10

Fréttablaðið - 04.05.2022, Síða 10
Allt dregur þetta úr líkum á að alþjóðleg fyrirtæki … kjósi að starfa hér á landi. Þar með renna eftirsóknar- verðustu og arðbær- ustu störfin okkur úr greipum. MARKAÐURINN FRÉTTABLAÐIÐ 4. maí 2022 MIÐVIKUDAGUR Björn Jón Bragason bjb @frettabladid.is Hætta er á að Ísland dragist aftur úr nágrannaríkjum í lífskjörum verði ekki ráðist í ærlega tiltekt í rekstri ríkis og sveitarfélaga. Í fyrri pistlum hér á þessum vett­ vangi hefur verið bent á að það er nánast sama hvar borið er niður: alls staðar eykst umfang hins opin­ bera og skattbyrðin að sama skapi. Og hvað sem líður fyrirheitum um einföldun regluverks og eftirlits­ kerfis hins opinbera hefur lítið verið aðhafst. Kerfið jafnvel þvælt og það gert umfangsmeira eins og sjá má af fjölgun stofnana og nýlegri upp­ stokkun Stjórnarráðsins þegar bætt var við nýjum ráðuneytum. Ríkisstjórnin sem sat á árunum 2013–2017 hafði nokkurn vilja til að taka til hendinni í ríkisrekstr­ inum og kom á laggirnar hagræð­ ingarhópi sem skilaði tillögum í 111 liðum. Sárafáar þeirra urðu að veruleika. Guðlaugur Þór Þórðarson sem sat í hópnum var inntur álits á því tveimur árum síðar hvers vegna svo illa hefði gengið að hrinda hug­ myndunum í framkvæmd. Hann gaf við því stutt og laggott svar: „Kerfið ver sig.“ Eitt sinn ríkti aðhaldsandi Ekki er óeðlilegt að spyrja í fram­ Útþensla hins opinbera er ekki náttúrulögmál Það þurfti mikinn pólitískan kjark til að ráðast í einkavæðingu ríkisfyrirtækja á sínum tíma. Áburðarverk- smiðja ríkisins var eitt þessara fyrirtækja. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI haldinu hvort útþensla hins opin­ bera sé þá jafnvel einhvers konar náttúrulögmál – óhjákvæmileg þróun sem ekkert fær unnið gegn? Hér er vitaskuld við ramman reip að draga: eyðslusamur stjórnmála­ maður getur sýnt fram á hverju hann kom í verk; hinn aðhaldssami hefur engar framkvæmdir til að benda á og tjónið sem samfélagið bíður af óhóf legri skattbyrði er ekki hægt að reikna til þrautar. Öll glötuðu tækifærin, öll sú fjárfesting sem fór forgörðum og þannig mætti áfram telja – tjónið er að stærstum hluta ósýnilegt. Til að snúa frá stefnu sem markast af óhófi í ríkis­ útgjöldum þarf því óvenjulega og kjarkmikla stjórnmálamenn, menn sem sjaldan koma fram. Á tíunda áratug síðustu aldar var þó unnið í þessum anda – enda metnaður uppi um að færa sem flest í samfélags­ háttum nær því sem tíðkaðist meðal grannþjóðanna, meðal annars með opnun fjármagnsmarkaða samfara gildistöku samningsins um Evr­ ópska efnahagssvæðið. Þá var gert mikið átak í sölu ríkisfyrirtækja og fjöldi þeirra einkavæddur, þar á meðal Ríkisprentsmiðjan Guten­ berg, Ferðaskrifstofa ríkisins, Jarð­ boranir, Síldarverksmiðjur ríkisins, framleiðsludeild ÁTVR, Lyfjaversl­ un Íslands, Áburðarverksmiðjan, Skýrr og þannig mætti áfram telja. Og þá var sum óarðbær starfsemi aflögð, líkt og Skipaútgerð ríkisins. Aðhaldsandi ríkti á þessum árum og ríkisútgjöld drógust saman en um leið var sett fram metnaðarfull áætlun um skilvirkari og hagkvæm­ ari stjórnsýslu þar sem þjónusta við fólk og fyrirtæki yrði í forgrunni til að skapa íslenskum fyrirtækjum forskot í vaxandi alþjóðlegri sam­ keppni. Sett voru stjórnsýslulög og upplýsingalög og unnið heilmikið efni sem miðaði að bættum sam­ skiptum ríkisins við borgarana. Horfum til nágrannalandanna Því miður erum við nú á öðrum og verri stað en þau lönd sem við helst berum okkur saman við. Ég hef vikið að því í fyrri greinum að flest nágrannaríki okkar hafa markað sér skýra og skilgreinda stefnu um hvernig létta megi óþarfa reglubyrði af atvinnulífi og einstaklingum – og fylgt þeim eftir. Efnahags­ og fram­ farastofnunin (OECD) hefur gefið út leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja í opinberri eigu. Þar kemur meðal annars fram að rök­ styðja þurfi hvers vegna tiltekinn rekstur eigi að vera í höndum hins opinbera og þetta mat þurfi að yfir­ fara reglulega. Þá gat ég einnig í fyrri pistli skýrslu OECD þar sem greint var frá könnun á því hversu íþyngj­ andi regluverk aðildarríkjanna er í þjónustuviðskiptum en Ísland kemur verst út úr þeim samanburði og stendur langt að baki öðrum Norðurlöndum. Eiginlega er alveg sama hvar borið er niður í samanburði hvað þessi mál áhrærir – Ísland kemur illa út á flesta mælikvarða. Skattbyrðin er til að mynda sú næstmesta hér meðal ríkja OECD, reglubyrði er meiri en í nágrannalöndunum og eftirlits­ kerfi hins opinbera umfangsmikið og þungt í vöfum. Allt dregur þetta úr líkum á að alþjóðleg fyrirtæki (meðtalin innlend fyrirtæki með fjölþjóðlega starfsemi) kjósi að starfa hér á landi. Þar með renna eftirsóknarverðustu og arðbærustu störfin okkur úr greipum. „ St jór nmálastét t in“ rennu r saman við embættismannakerfið. Vandinn er að einhverju marki fólg­ inn í ríkisvæðingu stjórnmálanna. En styrkur til f lokkanna af fjár­ lögum hefur verið stórhækkaður á undanförnum árum. Stærsta breyt­ ingin varð milli áranna 2017 og 2018 þegar framlögin voru hækkuð um 127% en í fyrra nam ríkisstyrkurinn til f lokkanna rúmum 728 millj­ ónum króna. Í ofanálag hafa þing­ flokkarnir á að skipa 27 pólitískum aðstoðarmönnum að meðtöldum aðstoða r mönnu m for ma nna . Ráðningar í þessar stöður eru með miklum bitlingasvip líkt og ráðn­ ingar til aðstoðarmanna ráðherra og „aðstoðarmanna ríkisstjórnar“ en pólitískir aðstoðarmenn ráð­ herra og þingmanna eru samtals á sjötta tuginn – eða nærri jafnmargir og alþingismenn. Sú var tíð að fyrr­ verandi ráðherrar voru gerðir að sendiherrum og ríkisbankastjórum. Nú er þeim komið fyrir hjá alþjóða­ stofnunum sem Ísland er aðili að, seinast fékk einn stöðu hjá stofnun Sameinuðu þjóðanna um svokall­ aðan eyðimerkursáttmála. Sístækkandi „stjórnmálastétt“ sér um sína og flokkarnir eru orðnir hluti hins opinbera í ljósi þess að starfsemi þeirra er að nær öllu leyti kostuð af skattborgurum. Í reynd gengur þetta ekki upp. Hlutverk stjórnmálahreyfinga í lýðræðisríki er að vinna að framgangi tiltekinna hugsjóna og hafa áhrif til breytinga. Pólitíkin á okkar tímum er aftur á móti orðin samdauna kerfinu. Því fer fjarri að f lokkarnir séu lengur grasrótarhreyfingar. Rödd hins almenna flokksmanns má sín lítils í kerfi ríkisreknu flokkanna. Á sama tíma verður sífellt minna vart við ígrundaða hugmyndafræði í pólitíkinni. Stjórnmálamenn virð­ ast æ oftar nálgast viðfangsefnin eins og embættismenn og jafnvel forðast erfiðar ákvarðanir. Þetta sást vel á tímum farsóttarinnar þegar tilhneigingar gætti hjá stjórn­ málamönnum til að færa sérfræð­ ingum de facto ákvörðunarvald um mjög íþyngjandi aðgerðir. Að hafa metnað fyrir hönd lands og þjóðar Svigrúm til aukinna útgjalda hins opinbera verður lítið sem ekkert á næstu árum og verkefni dagsins því að vinda ofan af rekstri ríkis og sveitarfélaga, sameina stofnanir og leita annarra leiða til hagræðingar – og um leið bæta samkeppnisstöðu íslensks atvinnulífs. Á sama tíma þarf að skilgreina betur hlutverk hins opinbera og stuðla að aukinni virðingu fyrir fjármunum skatt­ greiðenda. Ég ætla að leyfa mér að trúa því að til séu alþjóðlega sinnaðir stjórn­ málamenn sem hafa metnað fyrir hönd lands og þjóðar til að taka til hendinni í ríkisrekstrinum, leita leiða til sparnaðar, sameina stofn­ anir, hætta rekstri sem betur er kominn í höndum einkaaðila, lækka skatta og setja sér skýr markmið um að hér á landi verði til rekstrarum­ hverfi sem geri Ísland fýsileg heim­ kynni fjölþjóðlegra fyrirtækja. Hér með er lýst eftir þessum stjórnmála­ mönnum. ■ Ársfundur LSR Dagskrá: • Skýrsla stjórnar LSR • Ársreikningur 2021 • Fjárfestingarstefna • Tryggingafræðilegar úttektir • Önnur mál Ársfundur LSR verður haldinn fimmtudaginn 19. maí 2022 á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, kl. 15:00. Ársfundurinn er opinn öllum sjóðfélögum og launagreiðendum. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins Engjateigi 11, 105 Reykjavík / Sími 510 6100 www.lsr.is AÐALFUNDUR FARFUGLA Aðalfundur Bandalags íslenskra Farfugla verður haldinn þriðjudaginn 17. maí n.k. kl. 19.15 í Farfuglaheimilinu Dal í Laugardal, Sundlaugavegi 34. Aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins Stjórnin.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.