Fréttablaðið - 04.05.2022, Blaðsíða 4
Það hefur ekki verið
tekin ákvörðun um
hvort húsnæðið verður
selt eða rifið.
Þórdís Sif
Sigurðardóttir,
sveitarstjóri
Borgarbyggðar
FRÉTTAVAKTIN
KL. 18.30 ALLA VIRKA DAGA
Fréttavaktin er fjölbreytt frétta-umfjöllun í opinni
dagskrá fyrir fólkið í landinu. Úrvalslið fjölmiðlafólks fer
yfir fréttayfirlit dagsins ásamt því að fá til sín góða gesti
að ræða helstu mál líðandi stundar.
Þátturinn er sýndur á Hringbraut og frettabladid.is
bth@frettabladid.is
ORKUMÁL Halla Hrund Loga
dóttir orkumálastjóri sagði á degi
umhverfisins í gær að þótt orku
skipti væru lykilmarkmið stjórn
valda væri ekki sjálfgefið að orka
rataði í orkuskiptiverkefnin vegna
samkeppni um orkuna. Með vax
andi eftirspurn eftir orku í Evrópu
breyttist staða íslenskrar orku. n
Orkan þurfi að
rata í orkuskiptin
ser@frettabladid.is
FASTEIGNIR Húsnæðisverð á höfuð
borgarsvæðinu hækkar áfram að
því er fram kemur í nýjum hag
tölum. Hækkunin var 3,1 prósent í
mars, nær fjórföld hækkun miðað
við meðalmánuð undanfarin sjö ár.
Halldór Kári Sigurðarson, hag
fræðingur Húsaskjóls, segir á fast
eignavef Fréttablaðsins tíðindin
áminningu um hve lengi seljenda
markaður hefur varað hér á landi. n
Verð á húsnæði
hækkar áfram
Eigandi frumkvöðlasetursins
sem missti húsnæðið eftir
lokun Borgarbyggðar telur að
málið endi fyrir dómstólum.
Margar stjórnsýslukærur hafa
verið sendar inn.
kristinnhaukur@frettabladid.is
BORGARBYGGÐ Félagið Ikan ehf. í
Borgarbyggð hefur ekki enn fengið
gögn frá Borgarbyggð sem félaginu
ber samkvæmt úrskurði Úrskurðar
nefndar um upplýsingamál frá 31.
mars. Eigandi félagsins, sem hafði
starfsemi við Brákarbraut í Borgar
nesi, segir kærumálin halda áfram.
Líklega endi málið fyrir dómstólum.
Ikan er frumkvöðlasetur og
bátasmiðja sem leigði aðstöðu
hjá Fornbílafjelagi Borgarfjarðar
við Brákarbraut 25 til 27 í Brákar
ey. Snemma árs 2021 var öllum
félögunum fjórtán sem höfðu þar
aðstöðu gert að stöðva starfsemi
vegna ónógra brunavarna. Þar á
meðal Skotfélagi Vesturlands, Golf
klúbbi Borgarness og Bifhjólafélag
inu Röftum.
Samkvæmt úrskurðinum átti
Ikan að fá yfirlit úr málaskrá yfir
öll erindi varðandi Brákarbraut 25
til 27 frá 1. nóvember árið 2020 til 2.
apríl árið 2021, kauptilboð og tölvu
pósta vegna kaupa.
Þorsteinn Máni Árnason, eigandi
Ikan, segir að síðan málið hófst hafi
hann margsinnis sent inn stjórn
sýslukærur og ekki sjái fyrir endann
á þessu ferli. Málið muni án vafa
enda fyrir dómstólum. Hann telur
framkvæmd lokunarinnar og úttekt
hafa verið bágborna.
Ikan er ekki tómstunda eða
frístundafélag og á því ekki rétt á
aðstoð Borgarbyggðar við að finna
nýtt húsnæði og styrk samkvæmt
nýjum reglum sveitarfélagsins.
Eftir að hafa verið úthýst úr hús
inu hafi Ikan haft minni háttar
framleiðslu í tjaldi í Brákarey. Flest
tæki, tól og stór fiskibátur, sem hafi
verið lengi í smíðum, sé inni í hús
inu.
„Þarna inni eru innilokaðar allar
okkar eigur,“ segir Þorsteinn. Verð
mætið áætlar hann á bilinu 140 til
150 milljónir króna. „Ef ég myndi
rjúfa innsiglið þýðir það fjögur ár í
fangelsi.“
Fornbílafjélagið var með leigu
samning við Borgarbyggð til árs
ins 2035 en honum hefur nú verið
rift. Ikan er með leigusamning við
Fornbílafjélagið til ársins 2025. Ikan
hefur verið í húsinu í um 15 ár.
Þann 11. febrúar árið 2021 var
félögunum gert að stöðva starfsemi
eftir úttekt eldvarnareftirlitsins og
byggingarfulltrúa. Nokkrum vikum
seinna var húsið innsiglað og eru
munir ennþá þar inni.
Þórdís Sif Sigurðardóttir, sveitar
stjóri Borgarbyggðar, segir að félög
geti nálgast hluti þó að húsnæðið sé
innsiglað.
„Félögin eru mörg að fara út úr
húsnæðinu þessa dagana. Þau þurfa
að hafa samband við tengilið hjá
bænum þegar þau vilja sækja hluti,“
segir Þórdís.
Samkvæmt verkfræðiskýrslu
kostar meira en 650 milljónir króna
að lagfæra húsið. Þórdís segir hluta
af því ónýtan en annan hluta hægt
að laga. Ekki liggur þó fyrir hvort
það verði gert.
„Sveitarfélagið er ekki að fara í
uppbyggingu á húsnæðinu. Það
hefur ekki verið tekin ákvörðun
um hvort húsnæðið verður selt eða
rifið,“ segir Þórdís. n
Hafa ekki enn fengið gögn sem þeim
ber um Brákarey og dómstólar bíða
Fiskibáturinn
sem er í inn-
sigluðu húsinu í
Brákarey.
FRÉTTABLAÐIÐ/
JÓN SIGURÐUR
kristinnhaukur@frettabladid.is
KANADA Gríðarleg f lóð eru í Íslend
ingabyggðunum í Manitoba í
Kanada núna og tvær ár f læða yfir
bakka sína, Fisheráin og Íslenska
áin. Samkvæmt viðbragðsaðilum í
fylkinu er ekki óhætt að ferðast á
sumum stöðum.
Manitobabúar eru ekki óvanir
f lóðum á vorin og sum árin hafa
komið stórflóð með miklu tjóni.
Flóðin er u veg na mik il lar
úrkomu og snjóbráðar. Enn hafa
svæði ekki verið rýmd en íbúar
hafa verið hvattir til að fylgjast vel
með og vera viðbúnir ef þurfi.
Alls hafa yfirvöld í átján bæjum
lýst yfir neyðarástandi vegna f lóð
anna. Einnig hafa yfirvöld á fjórum
frumbyggjasvæðum gert það sama.
Einkum eru það svæði norð
austan við Winnipegborg sem eru
í hættu. Í bæjunum Árborg og Bif
röst hafa viðbragðsaðilar gripið til
þess að setja sandpoka við heimili
fólks.
Á þessum svæðum eru vegir víða
ófærir vegna vatnselgs. Þó að f lóðin
séu verst norðan við Winnipeg eru
einnig f lóð sunnan og vestan við
borgina.
Í bænum Fischer Branch báðu
yfirvöld íbúa að pakka helstu
nauðsynjum og gera sig reiðubúna
að yfirgefa heimili sín. n
Ár flæða yfir bakka og valda flóðum í Íslendingabyggðum
Viðbragðsaðilar vinna myrkranna á milli í Manitoba. MYND/ST. LAURENT BÆR
Halldór Kári
Sigurðarson,
hagfræðingur
Húsaskjóls
Halla Hrund
Logadóttir,
orkumálastjóri
4 Fréttir 4. maí 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ