Fréttablaðið - 04.05.2022, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 04.05.2022, Blaðsíða 12
n Halldór n Frá degi til dags ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@ frettabladid.is , Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is . Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Konur sem missa réttinn til að ráða örlögum sínum tapa mættinum, verða ófrjálsar og hverfa. Þegar ráðherra Sjálfstæðis- flokksins fer ekki að lögum – þá skal lögunum breytt. Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur @frettabladid.is Þið verðið öll að læra af þessu. Þannig voru skilaboð Bankasýslunnar og fjármálaráðherra á opnum fundi með fjárlaganefnd um daginn. Fólk hafi einfaldlega ekki skilið útboðið. Almenningur skildi þetta samt alveg enda gamal- kunnir taktar hér á ferð frá því fyrir hrun. Og kannanir sýna að fólk hefur þegar dregið sinn lærdóm af banka- söluhneykslinu og hann er þessi: Sjálfstæðismönnum er ekki treystandi til að fara með eignir og fjármál almennings. Þegar Sjálfstæðismenn stýra för eru reglurnar sveigðar svo að þær henti útkomunni. Reglur sem miðast við fáa langtímafjárfesta leiða til þess að margir skammtímafjárfestar stinga í vasann vænum hagnaði af bréfum sem þeir fengu að kaupa með afslætti af fimm sérvöldum söluaðilum, á meðan aðrir „fagfjárfestar“ sátu hjá. Fyrir utan stendur svo almenningur og horfir á í forundran. Og er svo sagt að hann skilji ekki snilldina. Margt bendir til þess að lög hafi verið brotin í ferlinu, enda ráðherrar farnir að tala um að „breyta þurfi umgjörðinni“. Með öðrum orðum: Þegar ráðherra Sjálf- stæðisflokksins fer ekki að lögum – þá skal lögunum breytt. Nú þegar við göngum senn til kosninga er ágætt að hafa þennan lærdóm í huga. Og muna að Sjálfstæðis- menn þurfa ekkert að standa við stjórnvölinn til að hygla sér og sínum, sveigja reglur og hafa neitunarvald um raunveruleg velferðarmál. Og stjórna með biðlistum og afsláttum. Biðlistum fyrir almenning þegar hann þarf eðlilega og nauðsynlega þjónustu vegna sjúkdóma eða elli, afsláttum fyrir auðmenn. Víða um land sjáum við aðra flokka en Sjálfstæðis- menn taka höndum saman um stjórn sinna sveitar- félaga með almannahag að leiðarljósi og það gengur bara býsna vel. Þessir staðir eiga það sammerkt að Samfylkingin er þar sterk og getur myndað trúverðugan valkost við Sjálfstæðisflokkinn og vinavelferð hans. Við þurfum að fjölga þessum stöðum og þar vantar lítið upp á víða. Þá er Samfylkingin raunhæfur kostur. Að sjálfsögðu. ■ Þið verðið öll að læra af þessu Logi Einarsson formaður Sam- fylkingarinnar PRESSAN FIMMTUDAGA KL. 20.00 OG AFTUR KL. 22.00 ser@frettabladid.is Þrýstingur Líklegt þykir að þrýstingur aukist á formann Sjálfstæðisflokksins, fari svo að flokkur hans tapi miklu fylgi í borgarstjórnarkosningunum annan laugardag, ofan í Íslands- bankaraunirnar. Fylgiskannanir eru hvorki uppörvandi fyrir hann né nokkurn annan Sjálfstæðis- mann, enda sýna þær flokkinn undir tuttugu prósentum sem myndi merkja að þrír fulltrúar töpuðust – og að flokkurinn yrði ekki lengur stærsta stjórnmálaaflið í borginni. Það mun vera af þessum sökum sem innanbúðarmenn í flokknum krunka nú saman og horfa til mögulegs arftaka Bjarna, en þar er raunar úr vöndu að ráða … Arftakinn Arftakinn er nefnilega ekki augljós. Einhverjir munu nefna Guðlaug Þór Þórðarson, en sagan segir að Bjarni hafi einmitt verið jafn þaulsætinn og raun ber vitni svo Guðlaugur komist ekki til frekari metorða innan flokksins. Þá er varafor- maðurinn vitaskuld nefndur, en þar er komið babb í bátinn. Bróðir Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, Ásgeir að nafni, hefur risið til mikilla metorða innan Skeljar sem merkir að hann vinnur við að hámarka auðæfi aðaleigand- ans, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Slíkt er eitur í beinum Davíðsarms- ins. Krummarnir segja því sem svo að best sé bara að velja Áslaugu Örnu. ■ Sjálfsákvörðunarréttur kvenna yfir eigin líkama hefur um áratugaskeið notið verndar fjórtánda viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna. Fjölmiðlar vestanhafs greina nú frá því að Hæstiréttur lands- ins muni á næstunni kveða upp dóm sem fellir þessa vernd úr gildi. Afleiðingin verður lakari lagavernd fyrir konur og minna félagslegt öryggi. Fátækar fjöl- skyldur verða enn fátækari, fólki í minnihluta- hópum verður ýtt lengra út á jaðarinn. Mörg stærstu vandamál hvers samfélags eiga sameiginlegan snertiflöt í ójöfnuði. Hann er ýmist orsökin eða afleiðingin, nema hvort tveggja sé. Við erum hins vegar ekki alltaf að horfa á þessa breytu þegar ákvarðanir eru teknar, ekki síst þegar ákvarðanir eiga rætur í siðferðisskoðunum og jafnvel trúarsann- færingu. Þetta kemur hvergi eins skýrt fram og í umræðunni um sjálfsákvörðunarrétt kvenna yfir eigin líkama. Þeim sem efast um bein tengsl ójöfnuðar í samfélaginu og ófrelsis kvenna er bent á sögu getnaðarvarnarpillunnar sem kom á markað um miðja tuttugustu öld. Það er órjúfanlegur fylgikvilli ójöfnuðar að manneskjurnar sem fyrir honum verða missa röddina. Konur sem missa réttinn til að ráða örlögum sínum verða ófrjálsar og hverfa. Þótt Ísland standi framarlega á mörgum sviðum kvenréttinda hefur annað fólk horfið unnvörpum á Íslandi. Í síðustu viku skilaði Ríkisendurskoðun skýrslu um stöðu geðheil- brigðismála í landinu. Skýrslan er svört. Mis- munun sé innbyggð í geðheilbrigðiskerfið, ekki sitji allir við sama borð og aðgengi að þjónustu ráðist gjarnan af efnahag, tegund geðvanda og búsetu. Ástæður fyrir þessu eru sagðar margar en meginvandinn kemur í ljós á síðu 81 þar sem fjallað er um aðgerðir gegn fordómum í garð fólks með geðraskanir. Þar segir meðal annars: „Heilbrigðisráðherra skipaði starfshóp í október 2018. Hópurinn vann drög að skýrslu með til- lögum um aðgerðir til að minnka fordóma í garð fólks með geðraskanir. Skýrslan er ókláruð.“ Rétt eins og ójöfnuðurinn sem hljótast mun af þeirri afturför sem Hæstiréttur Bandaríkjanna boðar nú sínum borgurum munu örlög þeirra sem við höfum bæði týnt og gleymt í ranghölum úrræðaleysis, verða lóð á vogarskálar þess mikla ójöfnuðar í heiminum sem hefur ýmist stuðlað að eða beinlínis skapað stærstu vandamál heimsbyggðarinnar í dag. Loftslagsvá, stríð, fátækt og hungur, skipulögð glæpastarfsemi, mansal, vímuefna- og lyfjafíkn. Öll þessi vanda- mál eiga uppruna sinn í ójöfnuði. Við leysum þau ekki án þess að horfast í augu við það. ■ Ófrelsisvá SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 4. maí 2022 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.