Fréttablaðið - 04.05.2022, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 04.05.2022, Blaðsíða 36
Tískuvísustu stjörnur skemmtanabransans vestra komu saman á MET-ballinu í New York um helgina. ninarichter@frettabladid.is Bandaríska Vogue talar um veislu ársins, Óskarsverðlaun austur- strandarinnar og stærsta tískukvöld ársins. MET gala, eða Met-ballið, er kennt við Metropolitan Museum of Art í New York, sem er stærsta lista- safn á Vesturlöndum. Stjörnur úr listum, íþróttum, við- skiptalífinu og fjölmiðlum kepp- ast um boð á viðburðinn. Miðinn á ballið er ekki ókeypis, en hann kostar um 300.000 Bandaríkjadali sem umreiknast í kringum fjörutíu milljónir íslenskra króna. Ballið hverfist um þema á hverju ári, sem þetta árið var: Gilded glamour, sem útleggst á íslensku sem glys og glamúr. Kim Kardash- ian vakti mikla athygli í kjól sem upphaf lega var saumaður fyrir Marilyn Monroe. Monroe klæddist kjólnum þegar hún flutti afmælis- sönginn fyrir Kennedy Bandaríkja- forseta. Kjóllinn er almennt talinn einn sá dýrasti í heimi. ■ Stjörnurnar blómstra í glysi og glamúr á MET gala Söngkonan Lizzo vakti athygli í hönnun Thom Browne. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Tískufróðir gagnrýnendur voru lítið hrifnir af kjól Awkwafina . Lila Grace Moss Hack, dóttir ofur­ fyrirsætunnar Kate Moss. Tónlistarkvárið Janelle Monae í hönnun eftir Ralph Lauren. Fyrirsætan Winnie Harlow í hönnun eftir Iris Van Herpen. Kim Kardash­ ian klæddist kjól af Marilyn Monroe, einum dýrasta kjól heims. *Taxfree tilboðið jafngildir 19,35% afslætti og gildir á öllum vörum. Gildir ekki ofan á önnur tilboð eða af sérpöntunum. Að sjálfsögðu fær ríkissjóður virðisaukaskatt af söluverði. Afslátturinn er alfarið á kostnað Dorma. AF ÖLLUM VÖRUM* LÝKUR Á LAUGARDAG www.dorma.is VEFVERSLUN ALLTAF OPIN EKKI MISSA AF ÞESSU REYKJAVÍK | AKUREYRI | ÍSAFJÖRÐUR Holtagörðum, Reykjavík Smáratorgi, Kópavogi Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafirði ninarichter@frettabladid.is Í dag eru tíu dagar í úrslitakvöld Eurov ision-keppninnar. Með- limir FÁSES, Félags áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarps- stöðva, eru í startholunum og er hópur félagsmanna staddur í Tórínó þegar þessi orð eru rituð. Ritari FÁSES, Andrés Jakob Guð- jónsson, ætlar að fylgjast með keppninni frá Íslandi þetta árið. Hann er bjartsýnn á gengi íslenska framlagsins í keppninni. „Í ár eru mörg lög sem eru þannig að þó það séu ballöður er takturinn hraður,“ segir Andrés Jakob og bætir því við að hann hafi frá upphafi haft trú á að Með hækkandi sól í f lutn- ingi Systra, komist í úrslit. „Þær eru með þetta karisma og þessa útgeislun,“ segir hann og bætir við að systurnar Beta, Sigga og Elín séu mjög samrýmdar á sviðinu. „Það geislar af þeim fagmennskan og gleðin.“ Andrés Jakob bætir því við að hluti af styrkleika íslenska fram- lagsins felist í því hvar þau eru stödd í riðlinum. Mikill hraði sé í lögunum sem koma rétt á undan, sem geri íslenska lagið eftirtektarverðara. Hann spáir Svíþjóð sigri í ár með laginu Hold me Closer í f lutningi Corneliu Jakobs. Hann reiknar með því að TikTok-stjarnan Sam Ryder lendi öðru sæti og Kalush Orchestra frá Úkraínu með lagið Stefania taki það þriðja. Íslandi spáir hann fjórða sæti. ■ Ritari FÁSES spáir Íslendingum fjórða sæti Andrés Jakob Guðjónsson, ritari FÁSES MYND/AÐSEND 20 Lífið 4. maí 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 4. maí 2022 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.