Fréttablaðið - 04.05.2022, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 04.05.2022, Blaðsíða 14
Augnhvílan sefar kláða og hjálpar við augnóþægindi Augnhvíla er líka góð viðbót við vörur sem geta sefað kláða og hjálpað við augnóþægindi vegna frjókornaof- næmis að sögn Tinnu. „Þá er augn- hvílan sett í kæli og síðan sett á augun. Dry eyes augnhvílan er margnota og einnig hægt að hita og er góð til að við- halda augnheilsu og til að róa augun.“ Þótt marga hlakki til vorsins og sumarsins fylgir því oft frjó- kornaofnæmi sem hrjáir marga landsmenn. Frjókornaofnæmi er eitt af algengustu ofnæmunum en það getur stafað af til dæmis grasi eða frjókornum frá gróðri, segir Tinna Björt Guðjónsdóttir, sölu- og markaðsstjóri Provision. „Fyrstu einkennin er oft kláði eða óþægindi í augum en einnig getur komið rennsli úr augum og verða augun þá rauðsprengd og þrútin.“ En hvað er til ráða við þessum óþægindum? „Við hjá Provision erum með frábærar vörur sem fást í f lestum apótekum sem eru góð lausn og geta aðstoðað við þessi hvimleiðu einkenni.“ ■ Augnháramítil er ekki hægt að sjá með berum augum. Þetta eru agnarsmáar verur sem geta orsakað óþægindi í augum, að sögn Tinnu. „Demodex-mítlar eða augnhára- mítlar geta valdið slíkri vanstarf- semi en þeir eru oft vangreind ástæða hvarmabólgu og þar með augnþurrks. Þeir eru almennt taldir vera saklausar samlífslífverur húðarinnar en við mikinn fjölda þeirra geta þeir orsakað hvarma- bólgu og ýmsa húðsjúkdóma.“ Algeng einkenni geta verið kláði, sviði og augnþurrkur, roði í augum og augnlokum. „Blephadex blautklútar eru sérhannaðir til að hreinsa augnsvæðið og vinna gegn augnháramítlum. Með því að nota blautklútana sem part af daglegu hreinlæti augna má vinna á ein- kennum.“ Allar þessar vörur fást í flestum apótekum og verslunum Eyesland. Blephadex gegn augnháramítlum Klútarnir innihalda rakagefandi og róandi efni sem draga úr bólgum og þrota á augn- svæði án þess að erta augu eða húð. Dry eyes augn- hvílan er margnota og einnig hægt að hita og er góð til að viðhalda augnheilsu og til að róa augun. Blephaclean blautklútarnir eru frábær lausn Tinna mælir með Blephaclean blaut- klútunum. „Þetta eru hágæða blautklútar til að hreinsa mjúklega slím og húðskorpu af augnhvörmum og augnhárum. Þeir vinna vel á frjókornaofnæmi, hvarmabólgu og vog- rís. Klútarnir inni- halda rakagefandi og róandi efni sem draga úr bólgum og þrota á augnsvæði án þess að erta augu eða húð.“ Klútarnir eru líka sniðugir í ferðalagið og henta vel í útivistina. „Þeir eru sniðugir í ferðapakkann fyrir sumarið. Mikilvægt er að hugsa vel um augun okkar en útivera, kuldi og vindur geta haft mikil áhrif á augun okkar. Snjór og sól spila líka inn í.“ Augndropar eru góðir við frjókornaofnæmi Augndropar geta líka slegið á einkennin, segir Tinna. „Við mælum með Thealoz Duo augndrop- unum en þeir innihalda trehalósa, sem kemur á jafnvægi og verndar frumur, og hýalúron- sýru sem veitir raka og minnkar óþægindi.“ Blephaclean blautklútar eru einnota, dauðhreinsaðir, án rotvarnarefna, ilmefna og sápu. Má nota fyrir ungbörn frá þriggja mánaða aldri. Gott að hafa í leikskólatöskunni. Notið Dry Eyes augnhvíluna kalda. Thealoz Duo er með tvöfaldri virkni og er án rotvarnarefna. Passar vel í töskuna og hægt að nota með linsum. Fæst í öllum helstu apótekum og Eyesland gleraugnaverslun Flott þrenna við frjókorna- ofnæmi 2 kynningarblað A L LT 4. maí 2022 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.