Fréttablaðið - 04.05.2022, Blaðsíða 6
Landhelgisgæslan segir
brunamál heyra undir
innviðaráðuneytið.
benediktboas@frettabladid.is
BRUNAVARNIR Bilun kom upp í
slökkviskjólu Landhelgisgæslunnar.
Er beðið eftir varahlut sem væntan-
legur er síðar í vikunni, jafnvel í dag.
Eftir það verður skjólan tilbúin til
notkunar. Til að tryggja flugöryggi
þurfa allir varahlutir að vera vott-
aðir og framleiddir eftir ákveðnum
stöðlum og því þarf að panta vara-
hlutinn að utan.
Slökkvistarf á landi er ekki lög-
bundið hlutverk Landhelgisgæsl-
unnar. Hins vegar er Gæslan tilbúin
að aðstoða við slökkvistörf með
þyrlum sínum eins og kostur er.
Stutt er síðan Fréttablaðið
fjallaði um að mikil uppgræðsla
landsins og hlýrra veðurfar ylli
meiri hættu á gróðureldum en
áður.
Eldri sumarhúsabyggðir þar
sem áður voru móar og melar eru
nú þéttgróið kjarrlendi og skipulag
f lóttaleiða ekki gott.
Gæslan fékk slökkviskjólu árið
2007 frá Brunamálastofnun Íslands.
Undanfarin ár hefur búnaðurinn
þurft æ meira viðhald og í fyrra var
ljóst að slökkviskjólan væri ónýt.
„Þá var ráðist í að kaupa nýja
slökkviskjólu en Landhelgisgæslan
benti á nauðsyn þess að keyptar
væru allt að þrjár slökkviskjólur
og útbúnaður tengdur þeim til að
nota við slökkvistörf með þyrlu þar
sem um viðhaldsfrekan búnað er að
ræða. Slökkviskjólan sem keypt var
í fyrra var fjármögnuð af rekstrarfé
Landhelgisgæslunnar,“ segir í svari
Gæslunnar til Fréttablaðsins.
Þar er bent á að Gæslan hafi
vakið athygli á því við Húsnæðis-
og mannvirkjastofnun á undan-
förnum árum að nauðsynlegt sé að
tryggja framtíðarfyrirkomulag og
fjármögnun slíks búnaðar.
„Landhelgisgæslan geti ekki séð
um rekstur slökkviskjólu enda
ekki gert ráð fyrir slíku í fjárfram-
lögum til stofnunarinnar. Í fyrra
áætlaði Landhelgisgæslan að tvær
slökkviskjólur til viðbótar ásamt
viðeigandi búnaði til að sinna
slökkvistörfum með þyrlu kostaði
á bilinu 80-90 milljónir. Brunamál
falla undir Húsnæðis- og mann-
virkjastofnun sem heyrir undir inn-
viðaráðuneyti.“ n
Slökkviskjóla biluð ári eftir stórbruna
Heiðmörk brann fyrir ári er gríðarmiklir gróðureldar kviknuðu og skildu eftir
sig slóð eyðileggingar. Skjólan kom þá að góðum notum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
PORTÚGAL
9 DAGA FERÐ, FLUG, GISTING OG FARARSTJÓRN
ÚRVAL ÚTSÝN | HLÍÐASMÁRA 19 | 201 KÓPAVOGUR | 585 4000 | UU.IS
29. MAÍ - 07. JÚNÍ
CLUBE ALBUFEIRA 3*
SUPERIOR ÍBÚÐ
VERÐ FRÁ 87.900 KR
Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN
VERÐ FRÁ 124.900 KR. FYRIR 2 FULLORÐNA
29. MAÍ - 07. JÚNÍ
GRAND MUTHU FORTE 4*
ÍBÚÐ MEÐ 1 SVEFNHERBERGI
VERÐ FRÁ 89.900 KR
Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN
VERÐ FRÁ 195.900 KR. FYRIR 2 FULLORÐNA
INNIFALIÐ: FLUG, GISTING, INNRITAÐUR FARANGUR OG HANDFARANGUR
BEINT
FLUG
Ég get ekki breytt
skoðunum fólks sem
er á móti þessu.
Ragnar Jónsson, framkvæmda
aðili Hnútuvirkjunar
Fagstofnanir eru gagnrýnar á
virkjun í Hverfisfljóti. Fram-
kvæmdaaðili segist ekki geta
haft áhrif á skoðanir annarra.
bth@frettabladid.is
SKAFTÁRHREPPUR Hnútuvirkjun
í Hverfisf ljóti í Skaftárhreppi er
afrakstur áratuga fyrirætlunar Ragn-
ars Jónssonar, framkvæmdaaðila á
Dalshöfða, um að framleiða rafmagn
með því að beisla fallvatn í héraði.
„Ég hef verið með þetta mál í far-
vegi yfir 20 ár,“ segir Ragnar en hann
er landeigandi að virkjunarsvæðinu
og framkvæmdaaðili á Dalshöfða.
Meirihluti sveitarstjórnar Skaftár-
hrepps samþykkti tillögu um skipu-
lag virkjunarinnar í síðustu viku
þrátt fyrir hörð mótmæli minni-
hlutans.
Tveir af fimm sveitarstjórnarfull-
trúum telja óafturkræf spjöll hljótast
af virkjuninni sem fyrirhugað er að
verði rennslisvirkjun.
Ragnar stefndi fyrst að 40 mega-
vatta virkjun en Hnútuvirkjun
verður undir 10 megavöttum sem
þýðir að hún er undanþegin ramma-
áætlun. Hann segir að virkjunin hafi
nú gengið í gegnum umhverfismat
og deiliskipulag. Endapunkturinn
hafi orðið með jákvæðri samþykkt
sveitarstjórnar Skaftáhrepps í síð-
ustu viku og líti hann svo á að málið
sé í höfn.
„Ég get ekki breytt skoðunum
fólks sem er á móti þessu,“ segir
Ragnar, spurður um viðbrögð við
stórum orðum sem fallið hafa.
Hann segir að eftir því sem raf-
magn berist víðar inn í orkukerfið
batni afhendingaröryggi. Að öðru
leyti vilji hann ekki tjá sig frekar.
Minnihlutinn í Skaftárhreppi
gagnrýndi í bókun að fagstofnanir
hefðu ekki úrslitaáhrif í svo við-
kvæmu máli heldur sveitarfélagið. Í
umsögn Skipulagsstofnunar segir að
Lambhagafossar séu staðsettir milli
inntaks virkjunar og stöðvarhúss.
„Virkjun Hverfisfljóts mun skerða
rennsli fossanna í flestum mánuðum
ársins,“ segir Skipulagsstofnun og
nefnir fleiri neikvæð umhverfisáhrif
til sögunnar.
Í umsögn Náttúrufræðistofnunar
segir að virkjunin valdi óafturkræfu
raski á Skaftáreldahrauni sem hafi
alþjóðlegt verndargildi og sé að
mestu óröskuð heild.
„Náttúrufræðistofnun Íslands
telur að ef að skipulagsáform þessi
verða samþykkt og Hnútuvirkjun í
Hverfisfljóti verði að veruleika, þá
muni umtalsverðum einstökum
náttúruverðmætum verða raskað,
að stórum hluta til á óafturkræfan
hátt. Sú ákvörðun yrði einnig á skjön
við álit Skipulagsstofnunar um mat á
umhverfisáhrifum virkjunarinnar.“
Í áliti Umhverfisstofnunar segir
að mosinn í Skaftáreldahrauni dragi
fram form jarðmyndunarinnar og
hafi að mati stofnunarinnar mikið
verndargildi.
Allar líkur eru á, samkvæmt full-
trúum minnihlutans í Skaftáhreppi,
að samþykkt meirihluta Skaftár-
hrepps um virkjunina verði kærð. n
Landeigandinn lítur svo á
að Hnútuvirkjun sé í höfn
Eldhraun, mosi og fossar skaðast að mati fagstofnana sem gert hafa athuga
semdir við Hnútuvirkjun. Myndin er af Lambhagafossum. MYND/AÐSEND
gar@frettabladid.is
SKIPULAGSMÁL Byg g ingarley f i
sem veitt var vegna færanlegrar
kennslustofu við Réttarholtsskóla
hefur verið fellt úr gildi eftir kæru
frá íbúa í næstu götu.
Kennslustofunni var komið fyrir í
fyrrasumar. Íbúi í Langagerði hreyfði
strax andmælum en borgin vísaði
þeim á bug. Sneri íbúinn sér þá til
úrskurðarnefndar umhverfis- og
auðlindamála.
Sagði íbúinn kennslustofuna ekki
færanlega, talsvert stóra og mjög
nærri lóðarmörkum hans. Húsið
væri í engu samræmi við aðrar
byggingar Réttarholts skóla og að
það truflaði útsýni hans verulega.
Grenndarkynna hefði átt málið.
Reykjavíkurborg sagði stofuna,
hafa verið setta upp er miklar raka-
skemmdir komu upp í einni álmu
Réttarholtsskóla. Mikilvægt hafi
verið að tryggja skólastarfið, ekki
síst vegna þeirrar röskunar sem þá
hafi þegar orðið vegna kóróna veiru-
faraldursins.
Úrskurðarnefndin sagði að líta
yrði til þess að kennslu stofan væri
einungis í rúmlega tuttugu metra
fjarlægð frá húsi þess sem kærði.
„Er og ljóst að hún hefur grennd-
aráhrif gagnvart umræddri fasteign
kæranda vegna útsýnis og nálægð-
ar,“ sagði nefndin. Því hafi átt að
grenndarkynna framkvæmdina
fyrir nágrannanum. Það hafi ekki
verið gert og því óhjákvæmilegt að
fella byggingarleyfið úr gildi. n
Kennslustofa með ógilt byggingarleyfi
Kennslustofan á lóð Réttarholtsskóla ofan Langagerðis. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
6 Fréttir 4. maí 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ