Fréttablaðið - 04.05.2022, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 04.05.2022, Blaðsíða 20
Að innan er helsta breytingin í mæla- borðinu sem er núna komið með margmiðl- unarskjá allt að níu tommur að stærð. Grunnverð: 3.090.000 kr. Hestöfl: 71 Tog: 93 Nm Hröðun 0-100 km: 14,9 sek. Hámarkshraði: 160 km CO2: 114 g/km L/B/H: 3.700/1.740/1.525 mm Hjólhaf: 2.430 mm Farangursrými: 231 lítri Eigin þyngd: 940 kg Toyota Aygo X KOSTIR n Vel búinn n Aksturseiginleikar GALLAR n Fótapláss aftur í n Ekki fjórhjóladrif Reynsluakstur Njáll Gunnlaugsson njall @frettabladid.is Borgarbíllinn Toyota Aygo er nú kominn í nýrri útgáfu með jepplingsútliti ásamt meiri sætishæð og mun með tímanum leysa Aygo-smá- bílinn af hólmi. Síðan Toyota Aygo kom á markað árið 2005 hefur bíllinn verið fyrsti bíll margra. Hann var framleiddur í samstarfi við Citroen og Peugeot sem framleiddu sínar útgáfur en frönsku samstarfsaðilarnir hafa nú hætt framleiðslu og Toyota tekið yfir verksmiðjuna í Tékklandi sem framleiddi bílana. Framleiðsla á þessum nýja Aygo X (borið fram Cross) er einnig þar þó að nýi bíllinn sé byggður á grunni Yaris. Merkilegt nokk verður Aygo X aðeins boðinn með bensínvél og án neinnar rafvæðingar, en Toyota getur leyft sér það þar sem merkið selur svo mikið af tvinnbílum í Evrópu. En hvað er öðruvísi við hinn nýja Aygo X? Jú, hann er lengri og er nú 3.700 mm að lengd en aðal- lega hefur hann hækkað eða um 11 mm. Einnig er byggingarlagið þannig að sætishæð hans hækkar um 55 mm. Bíllinn er breiðari og hjólhafið 90 mm lengra sem aðal- lega nýtist farþegum í framsætum. Útlitslega er ýmislegt gert til að hann líkist meira stærri jepp- lingum, en tekið skal fram að Aygo X er ekki jepplingur enda aðeins boðinn með framdrifi. Við sjáum stóra hjólaboga úr plasti kringum dekkin, sem hafa stækkað upp í 18 tommur. Framendinn er líka hærri en áður og díóðuljós gefa honum nýtískulegan svip. Að aftan má sjá kunnugleg einkenni eins og hliðar- rúður sem opnast út, afturhlera úr gleri og hástæð afturljósin. Að innan er helsta breytingin í mælaborðinu sem er núna komið með margmiðlunarskjá allt að níu tommur að stærð. Með stærri skjánum kemur bíllinn með leið- sögukerfi ásamt Andoid Auto og Apple CarPlay. Sjá má eins og áður lit bílsins í hurðum og mælaborði en hljóðeinangrun bílsins er betri en áður. Margt í mælaborði, eins og stýri og miðstöðvarstjórnbúnaður, kemur úr hinum náskylda Yaris. Eins og áður sagði er plássið best í framsætum og þess vegna eru sætin stærri en áður og eru bara nokkuð þægileg fyrir bíl í þessum flokki. Plássið í aftursætum er hins vegar það sama og fótaplássið alls ekki neitt til að hrópa húrra fyrir. Skottið er þó sæmilegt en það rúmar 231 lítra sem er með því betra í f lokknum. Vélin í bílnum er að grunni til sama þriggja strokka, eins lítra bensínvél og áður. Hún er ekki sú öflugasta enda skilar hún aðeins 71 hestafli og þar af leiðandi er bíllinn næstum 15 sekúndur í hundraðið. Hún nær þó ágætlega að halda sínu þegar hún er komin á ferðina og er ekki hávær, nema kannski aðeins þegar henni er snúið nokkuð. Í sjálfskiptu CVT-útgáfunni gerist það vanalega í upptakinu. Bein- skipting er eitthvað sem maður prófar sjaldnar og sjaldnar en hún er fáanleg í þessum bíl og búast má við að eitthvað af sölu bílsins verði í beinskiptum. Eins og í bíl af þessari stærð er alvanalegt að kúp- lingin taki frekar hátt í, en fetillinn er léttur og skiptingar auðveldar, sem veitir ekki af því að oft þarf að skipta bílnum. Miðað við bíl af þessari stærðargráðu liggur bíllinn mjög vel í akstri og munar þar eflaust um stærri dekk og þá staðreynd að hjólin eru utar en áður. Eru aksturseiginleikar líkari því sem gerast í bílum í stærðar- flokki eins og Hyundai Kona til að mynda. Samt hefur hann alla eiginleika smábíls eins og lítinn snúningsradíus sem er aðeins 4,7 metrar. Enginn beinn samkeppnisaðili er við Toyota Aygo X hérlendis og aðeins tveir aðrir bílar eru boðnir á Íslandi í þessum stærðarflokki. Hyundai i10 kostar frá 2.350.000 kr. en dýrasta útfærsla hans er á 2.990.000 kr. Fiat 500 er hins vegar mun dýrari en hann kostar frá 3.990.000 kr. enda er hann aðeins boðinn rafdrifinn hér á landi. ■ Smábíll sér á parti Aygo X er hugsaður sem borgarbíll fyrst og fremst þótt útlitið bendi kannski til annars. MYND/TOYOTA Farangursrými er einfalt og aðgengilegt með sama gler- hleranum og áður en það rúmar 231 lítra. Aðeins ein vél er í boði en það er eins lítra þriggja strokka vél sem skilar 71 hestafli. Mælaborðið með níu tommu skjánum er alveg nýtt en í grunninn það sama og í Yaris. Útlitslega er bíllinn verklegur að sjá með stórum plastbogum við hjólin og stærri 18 tommu felgum sem eru hafðar utar en áður. 6 BÍ L A BL A ÐI Ð 4. maí 2022 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.