Fréttablaðið - 04.05.2022, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 04.05.2022, Blaðsíða 2
Kröfurnar eru orðnar meiri og við erum að gera okkar með þess- um framkvæmdum. Guðmundur Þór Birgisson, framkvæmdastjóri Jarðbaðanna Kjöraðstæður í Holtagörðum Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á vegum Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu vegna komandi sveitarstjórnarkosninga fer nú fram í verslunarmiðstöðinni Holtagörðum. Er ljósmyndari Fréttablaðsins leit þar við um tvöleytið í gær var fátt um manninn fyrir utan starfsfólk sem fylgdist vel með öllu og tryggði að allt færi fram eftir settum reglum. Opið er frá 10 til 22 en á kjördag er lokað fyrir utankjörfundaratkvæðagreiðsluna klukkan 17. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNI Búið er að taka fyrstu skóflu- stunguna að nýrri aðstöðu Jarðbaðanna í Mývatnssveit en framkvæmdir munu kosta um tvo milljarða. Gamla nátt- úrulega gufubaðið verður þó áfram á sínum stað. benediktboas@frettabladid.is MÝVATN Fyrsta skóf lustunga að nýrri aðstöðu Jarðbaðanna við Mývatn var tekin í byrjun vikunnar en undirbúningur hófst 2016. Byggingin verður um 2.300 fer- metrar með veitingarými, aðstöðu til fundarhalda, inni- og útiklefa, slökunarrými og nuddaðstöðu, svo fátt eitt sé nefnt. Byggingin verður á einni hæð og lónið lagað að henni þannig að gestir geti farið beint ofan í, ásamt því að upplifunarsvæðum í lóninu verður fjölgað. „Það er verið að nútímavæða staðinn. Uppfylla kröfur og vænt- ingar viðskiptavina. Kröfurnar eru orðnar meiri og við erum að gera okkar með þessum fram- kvæmdum,“ segir Guðmundur Þór Birgisson, framkvæmdastjóri Jarð- baðanna. Jarðböðin voru opnuð árið 2004 en á staðnum hafa verið stunduð heit jarðböð til heilsubótar allt frá landnámsöld. Snemma á 13. öld vígði Guðmundur góði biskup gufu- holu við Jarðbaðshóla sem notuð var til gufubaða. Hún mun standa á sínum stað þrátt fyrir breyting- arnar. „Gamla gufubaðið er auðvitað eitt af kennileitum lónsins. Það fer ekki neitt. Það er alls konar óskalisti um hvað maður vill gera og bæta upplifun gestanna eins og til dæmis köld laug. Það spyrja margir hvar kalda laugin sé,“ segir Guðmundur. Hann segir að hugmyndir um að uppfæra núverandi aðstöðu hafi fæðst árið 2015 og farið af Jarðböðin í Mývatnssveit fá veglega andlitslyftingu Ný aðstaða Jarðbaðanna á að kosta um tvo milljarða króna. MYND/JARÐBÖÐIN Fyrsta skóflu- stungan var tekin að nýrri byggingu sem verður á einni hæð og geta gestir farið beint ofan í lónið. FOSSBERG tilboðsblaðið fylgir Fréttablaðinu í dag stað ári síðar. Hönnuðir eru Basalt arkitektar, Design Group Italia og Efla verkfræðistofa, sem allir hafa komið að hönnun fjölda baðstaða og því mikil þekking og reynsla í hönnunarhópnum. Vegna Covid hafi hugmyndirnar farið á ís en nú eigi að láta hendur standa fram úr ermum. „Það þarf allt að ganga upp auð- vitað en við erum bjartsýn á að geta opnað eftir tvö ár nýtt og glæsilegt lón,“ segir Guðmundur. n elin@frettabladid.is SAMFÉLAG Men nt u na r sjóðu r Mæðrastyrksnefndar sem hefur stutt hundruð tekjulágra kvenna til náms fagnaði tíu ára afmæli sínu í gær. Velunnarar Menntunarsjóðsins, Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti, Nína Dögg Filippusdóttir leikkona, Kristín Ingólfsdóttir fyrr- verandi háskólarektor, Birna Einars- dóttir bankastjóri Íslandsbanka og Katrín Tanja Davíðsdóttir heims- meistari í CrossFit, fögnuðu deg- inum ásamt gestum í Háskólanum í Reykjavík. Menntunarsjóðnum er ætlað að styrkja tekjulágar konur og mæður til menntunar svo að þær eigi betri möguleika á góðu framtíðarstarfi. n Fögnuðu tíu árum menntunarsjóðsins Frú Vígdís Finnbogadóttir var meðal viðstaddra í HR í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI. gar@frettabladid.is SKÓLAMÁL Alls barst 21 umsókn um þrjár stöður skólameistara. Um starf rektors MR sóttu Ágústa Elín Ingþórsdóttir, fyrrverandi skólameistari, Einar Hreinsson kon- rektor, Grégory D. Ferdinand Catt- aneo, Kolfinna Jóhannesdóttir og Sólveig Guðrún Hannesdóttir. Umsækjendur um starf skóla- meistara Kvennaskólans eru Alma Oddgeirsdóttir, Anna María Gunn- arsdóttir, Ágústa Elín Ingþórsdóttir, fyrrverandi skólameistari, Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir skólameist- ari, Einar Hreinsson konrektor, Hulda B. Kjærnested Baldursdóttir, Kolfinna Jóhannesdóttir og Þorkell Hjálmarsson Diego yfirkennari. Um starf skólameistara MA sóttu Alma Oddgeirsdóttir, Ásta Fönn Flosadóttir skólastjóri, Karl Frí- mannsson, Kristín Elva Viðarsdótt- ir, Ómar Örn Magnússon, Sigurlaug A. Gunnarsdóttir aðstoðarskóla- meistari og Þuríður Helga Krist- jánsdóttir. n Mörg vilja stýra framhaldsskólum Ásmundur Einar Daða- son, mennta- og barna- málaráðherra, skipar í embættin frá 1. ágúst. 2 Fréttir 4. maí 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.