Fréttablaðið - 04.05.2022, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 04.05.2022, Blaðsíða 22
Grunnverð: 1.090.000 kr. Hestöfl: 9 Tog: 11 Nm Sætishæð: 776 mm Þurrvikt: 107 kg Bensíntankur: 5,6 lítrar Eyðsla: 1,6 l/100 km Honda Monkey 125 KOSTIR n Lipur n Lítil eyðsla GALLAR n Lítið afl n Mælaborð Reynsluakstur Njáll Gunnlaugsson njall @frettabladid.is Hver kannast ekki við stytturnar þrjár, þar sem aparnir halda fyrir munn eyru og augu? Það gæti verið nákvæmlega það sem maður hugsar þegar sest er á þetta litla og krúttlega mótorhjól. Þetta mun ekki geta gert neitt af sér, er það nokkuð? Honda Monkey hjólið kom fyrst fram á sjónarsviðið sem mótorhjól fyrir notkun í skemmtigörðum árið 1961, en með smá breytingum kom það á almennan markað árið 1967 með 50 rúmsentimetra vél. Það kom svo á markað í núverandi gerð árið 2018 með 125 rúmsenti- metra vél. Í 2022 árgerðinni voru gerðar veigamiklar breytingar eins og að kominn er nýr, fimm gíra kassi og vélin stenst nú Euro5 mengunarreglugerðina. Bílapróf- ara Fréttablaðsins bauðst að prófa slíkan grip á dögunum og lét hann ekki segja sér það tvisvar. Monkey-nafnið er tilkomið vegna þess hvernig ökumaður lítur út þegar hann er á hjólinu, sem er hjólbeinóttur, með olnboga út í loftið og oftar en ekki með bros á vörunum. Svo auðvelt er þetta hjól í meðförum að nánast hver sem er getur keyrt það. Það er kannski ekki að fara að reykspóla af stað á ljósum en það er samt fljótara af stað en margir fólksbílar. Kúpl- ingin er létt og auðveld og passað er upp á að gjöfin sé ekki snögg upp á lagið svo að óvanir eigi auðveldara með að höndla hjólið. Þegar komið er af stað þarf varla að hugsa um beygjuna og þá er hjólið búið að taka hana. Minnsta hreyfing í stýri kemur því í hallann og samt er það svo öruggt að það kemur manni á óvart í hvert skipti. Gripið er líka eitthvað til að tala um því þótt dekkin séu ekki nema 12 tommur eru þau breið og gefa góða festu. Annar kostur við belg- mikil dekkin er að þau skemma ekki gróður, kjósi einhver að nota hjólin á einkalandi. Monkey-hjólið er svo sem ekki ætlað til neinna ferðalaga þótt hægt sé að kaupa á það böggla- bera sem aukahlut. Krafturinn er ekki mikill, eða 9 hestöfl, og togið aðeins 11 Newtonmetrar, svo hætt er við að það missi aðeins dampinn í brekkum. Í venju- legum borgarakstri er það hins vegar einstaklega þægilegt og þar sem sætishæðin er ekki mikið lægri en á f lestum venjulegum mótorhjólum sér ökumaður vel yfir bílþökin. Hjólið er búið sam- tengdum bremsum sem þýðir að það bremsar einnig að hluta til að framan þegar stigið er á aftur- bremsuna. Frambremsan er búin ABS-hemlalæsivörn svo að ekki sé hætta á að það læsi framdekki. Þótt fjöðrunin sé í styttra lagi ræður hún þó við f lest það sem henni er boðið upp á. Ef setja á út á eitthvað í þessu annars skemmtilega hjóli er mæla- borðið of einfalt, en um leið frekar ólæsilegt. Auk þess er það nálægt ökumanni svo taka þarf augun af veginum og horfa dálítið niður fyrir sig, svo að maður reynir að gera sem minnst af því og sem styst í einu. Einnig er ekki beint hægt að segja að maður flytji mikið með sér á þessu hjóli þó að bögglaberi myndi kannski ráða við eina litla og létta tösku. Hjól eins og þetta á sér fáa keppinauta, nema ef vera skyldi Suzuki VanVan til að mynda. Askja hefur þegar selt sex eintök á aðeins nokkrum vikum sem gerir þetta hjól að vinsælasta mótorhjólinu á Íslandi í dag. Geri aðrir betur. ■ Sannkallað apaspil Það er enginn að fara að prjóna yfir sig á Monkey þó að framdekkið hafi óvart losað sig við götuna á hraðahindrun. MYNDIR/TRYGGVI ÞORMÓÐSSON Beygjur eru einstaklega auðveldar og belgmikil dekkin gefa gott grip.Mælaborðið er einfalt og mætti sýna meira og erfitt að sjá á það. ABS-hemlalæsivörn er á framdekki og sportleg framfjöðrun. Hjólið upp- fyllir kröfur um Euro5-meng- unarstaðalinn enda púst- kerfið stór hluti hjólins. 8 BÍ L A BL A ÐI Ð 4. maí 2022 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.