Fréttablaðið - 04.05.2022, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 04.05.2022, Blaðsíða 34
Von er á verkum Ragn- ars Jónassonar, Evu Bjargar Ægisdóttur, Lilju Sigurðardóttur og Sólveigar Pálsdóttur á ensku á komandi mánuðum. Verk Hreins einkenn- ast af áhrifaríkri og endurtekinni tjáningu. Sýningin Harmljóð um hest stendur yfir í Svavarssafni á Höfn í Hornafirði. Á sýning­ unni eru 27 ljósmyndir eftir Hlyn Pálmason sem sýna rotnunarferli hests í náttúru Íslands. Sýningin stendur til 15. maí. Sýningarstjóri er Ástríður Magnúsdóttir. „Þetta er ljósmyndasería sem ég var nokkur ár að vinna þar sem ég ljós­ myndaði hest frá því hann drapst þar til hann var orðinn að mold,“ segir Hynur sem er myndlistarmað­ ur og kvikmyndaleikstjóri. Spurður hvernig hugmyndin um seríuna hafi kviknað segir hann: „Hestar hafa alltaf verið í kringum mig. Pabbi á marga hesta og dóttir mín er mikil hestakona. Pabbi átti hest sem hét Dropi og drapst úti í náttúrunni og hafði þá búið til hálfgert mót af sjálf­ um sér í grasinu. Þá fór ég að hugsa hvernig hann, jörðin og umhverfið hefðu litið út ef við hefðum leyft honum að rotna þarna.“ Þriggja ára ferli Þegar kom að því að fella varð halt­ an reiðhest ákveð Hlynur að gera myndaseríu um ferlið. „Hesturinn var felldur við hól hjá nágranna Fegurðin og lífið í dauðanum Myndirnar sýna rotnunarferli hests. MYND/HLYNUR PÁLMASON Hlynur vann að sýningunni í þrjú ár. MYND/AÐSEND föður míns. Nágranninn smíðaði fyrir mig járngrind, fjóra metra fyrir ofan jörðu, þar sem ég gat verið, horft á flötinn og myndað allt árið um kring. Ofan frá séð er hests­ formið afar fallegt og þannig vildi ég mynda hestinn. Ég byrjaði á að mynda flötinn áður en hesturinn var felldur og ljósmyndaði í ákveð­ inn tíma og myndaði síðan hestinn eftir að hann hafði verið felldur og þar til hann var orðinn að jörðu. Þetta ferli tók þrjú ár.“ Fjarlægur dauði Hlynur segir verkið vera virðingar­ vott til íslenska hestsins. „Mér fannst fallegt að hann skyldi fá að verða að jörðu en um leið og hann hafði verið felldur kom krummi til að plokka út augað og fljótlega fór maðkur á stjá við hræið og fnykur gaus upp. Þá fór ég að efast og kom ekki auga á neina fegurð. En þegar hesturinn byrjaði að verða að beinagrind og grasið í kringum hann tók að fá líf og fuglar fóru að borða maðkinn og drituðu síðan út um allt þá byrjuðu blóm og jurtir að vaxa. Ég sá hversu jörðin nærðist mikið á hestinum og hversu mikið líf er í hestinum. Í upp­ hafi hafði ég fyrst og fremst verið að hugsa um það hvernig ég gæti fangað árstíðirnar jafnframt rotnuninni. Það sem kom mér á óvart var feg­ urðin og lífið í dauðanum.“ Myndirnar á sýningunni hafa vakið mikla athygli sýningargesta. „Fólk sér einhverja fegurð í dauð­ anum. Dauðinn er orðinn fjarlægur í lífi okkar nútímamanna og þess vegna finnst mér að ég hafi haft gott af því að því að sökkva mér ofan í þetta verkefni,“ segir Hlynur. ■ Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb @frettabladid.is kolbrunb@frettabladid.is Einkasýning Hreins Friðfinnssonar, Hegðun 10, stendur yfir í i8 galleríi. Á sýningunni má líta verk allt frá árinu 1974 til dagsins í dag, skúlp­ túra, innsetningar, ljósmyndir og verk á pappír. Þessi sýning er fimmta einkasýning Hreins í galleríinu en árið 1995 var opnunarsýning i8 einmitt á verkum Hreins Friðfinns­ sonar. Samhliða sýningunni Hegðun 10 stendur fyrsta safnasýning Hreins á bandarískri grundu yfir í Museum of Art and Design (MOAD) við Miami Dade College í Miami í Flórída og er hún opin til 22. maí. Hreinn nýtir sér hversdags­ legan efnivið til þess að halda áfram stöðugri rannsókn sinni á tíma, umhverfi, frásögn, minni og skilningi. Verk Hreins einkenn­ ast af áhrifaríkri og endurtekinni tjáningu, nokkurs konar ramma sem er kemur aftur og aftur fyrir í verkum hans. Sýningarstjórinn og listfræðingurinn Hans Ulrich Obrist hefur gefið þessari tjáningu Hreins heitið „tilfinningarík konseptlist“ en Hreinn hefur þann háttinn á í sköpun sinni að draga frekar úr en að bæta við og sækir hann efnivið og vísanir í eigin lífsreynslu. Hann notast oft við efni sem eru í eðli sínu mjög brothætt, svo sem gler, lauf, fjaðrir og spegla, sem undirstrikar enn frekar hið skáldlega og hverfula eðli verkanna. Hreinn Friðfinnsson fæddist á Bæ í Dölum árið 1943 en hefur búið í Amsterdam allt frá árinu 1971. Hann var fulltrúi Íslands á Feneyja­ tvíæringnum árið 1993 og árið 2000 hlaut hann hin mikilvægu verðlaun Ars Fennica. ■ Hverfult eðli verkanna Verk eftir Hrein Friðfinnsson eru á sýningu í i8. MYND/AÐSEND kolbrunb@frettabladid.is Miðstöð íslenskra bókmennta veitti nýlega 54 styrki til erlendra þýðinga á íslenskum verkum á 22 tungumál. Margar bækur sem eru nýkomnar út hérlendis rata nú til nýrra lesenda erlendis. Þar má nefna skáldsögu Fríðu Ísberg, Merkingu, sem kom út síðasta haust en von er á henni á ensku og þýsku á árinu og Úti eftir Ragnar Jónasson kemur út á ensku. Bók Jóns Kalmans frá 2020, Fjar­ vera þín er myrkur, ferðast víða en hennar er von á dönsku, þýsku og hollensku. Barnabókin Blokkin á heimsenda eftir Arndísi Þórarins­ dóttur og Huldu Sigrúnu Bjarna­ dóttur kemur einnig út á dönsku, þýsku og hollensku. San Francisco ballettinn hyggst gefa út ævisögu Helga Tómassonar ballettdansara eftir Þorvald Krist­ insson í enskri þýðingu og hlýtur þýðingin hæsta styrkinn að þessu sinni, ásamt þýskri þýðingu á verki Jóns Kalmans, Fjarvera þín er myrkur. Von er á verkum Ragnars Jónas­ sonar, Evu Bjargar Ægisdóttur, Lilju Sigurðardóttur og Sólveigar Páls­ dóttur á ensku á komandi mán­ uðum. Færeyingar njóta góðs af þýð­ ingavinnu hjónanna Martins Næs og Þóru Þóroddsdóttur, en von er á tveimur íslenskum verkum á fær­ eysku, Ör eftir Auði Övu Ólafsdótt­ ur í þýðingu Martins og Undrum Mývatns eftir Unni Þóru Jökuls­ dóttur í þýðingu Þóru. ■ Íslenskar bækur á 22 tungumálum Bækur Jóns Kalmans ferðast víða. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n h ú s g a g n av e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Mikið úrval af HVÍLDARSTÓLUM með og án rafmagns lyftibúnaði Komið og skoðið úrvalið 18 Menning 4. maí 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 4. maí 2022 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.