Fréttablaðið - 04.05.2022, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 04.05.2022, Blaðsíða 16
Range Rover Velar HST verður boðinn með sex strokka 300 hestafla dísilvél eða 400 hestafla bensínvél. Samkæmt Reuters vill Audi kaupa McLaren-merkið til að koma inn í Formúlu 1. Sportbíll þessi mun vera hannaður í samstarfi við rapparann will.i.am. Nýr Kona verður eitthvað stærri og fær líklega sama K-und- irvagn og önnur kynslóð Kia Niro. njall@frettabladid.is Framkvæmdastjóri Volkswagen, Herbert Diess, lét hafa það eftir sér á mánudag að tvö merki bílarisans, Audi og Porsche, hefðu ákveðið að taka þátt í Formúlu 1. Talsvert hefur verið fjallað um möguleika á þessu að undanförnu en Porsche mun vera komið lengra í því að forma þessar áætlanir. Porsche hefur ekki tekið þátt í Formúlu 1 áður en hefur starfað með Red Bull í heimsmeistara- keppninni í ralli, og er hugmyndin að gera það sama í Formúlu 1. Samkvæmt Reuters mun Audi vera tilbúið að borga 500 milljónir evra fyrir McLaren-merkið og nota það til þátttöku, en ekkert hefur frekar verið tilkynnt um þessar Audi og Porsche í Formúlu 1 Hugmyndin hjá Porsche er að starfa áfram með Red Bull-liðinu á næstu árum. MYND/GETTY njall@frettabladid.is Önnur kynslóð Hyundai Kona er í burðarliðnum og nýlega birtust fyrstu njósnamyndir sem náðst hafa af bílnum. Þrátt fyrir mikinn dulbúning má sjá að bíllinn heldur í margt af útliti sínu eins og tvískipt aðalljós. Myndirnar sýna líka að bíllinn er með púströr sem bendir til þess að hér sé á ferðinni tvinnútgáfa. Nýr Kona verður eitthvað stærri en fyrsta kynslóðin en líklegast fær bíllinn K-undirvagninn sem notaður er í annarri kynslóð Niro. Rafdrifin útgáfa mun einn- ig koma með stærri rafhlöðu og meira drægi. Jafnvel má búast við að bíllinn fái sömu 64,8 kWst raf- hlöðu og Kia Niro. Bíllinn verður ekki frumsýndur fyrr en á næsta ári í fyrsta lagi. n Fyrstu njósnamyndir af nýjum Kona Næsta kynslóð Hyundai Kona kemu ekki fyrr en á næsta ári. MYND/AÐSEND Breski bílaframleiðandinn Land Rover hefur kynnt nýja gerð Ranger Rover Velar, svokallaða HST-útgáfu sem Land Rover kynnti fyrst í kraftmiklum útgáfum Range Rover Sport og Evoque. njall@frettabladid.is Nú geta viðskiptavinir einnig fengið Velar í sömu útgáfu sem Jaguar Land Rover á Íslandi við Hestháls sérpantar í samræmi við óskir og val viðskiptavina. Velar HST markar nýjar áherslur í hönnun, smíði og efnum en svart þak og svartir áherslufletir undirstrika séreinkenni Velar HST. Einkennisliturinn verður Arroios Grey, en auk þess verður bíllinn fáanlegur í öllum grunnlitasam- setningunum með skyggðum rúðum og 21 tommu Gloss Black álteinafelgum. Velar HST er búinn rafstýrðri loftfjöðrun með skynvæddri dempun sem tekur sjálfkrafa mið af aðstæðum til að skila hámarks- þægindum og stjórnun fyrir farþega og ökumann. Að auki er Velar HST búinn nýjustu útgáfu akstursaðstoðartækni framleið- andans og stæðisaðstoðinni sem styðst við þrívíddar 360 gráðu myndavél. Ranger Rover Velar HST er í boði með nokkrum mismunandi kraft- miklum sex strokka Ingenium- vélar, bæði 300 hestafla dísilvél- um og 400 hestafla bensínvélum, auk þess sem framleiðandinn býður Velar í mildri tvinnút- færslu. n Ranger Rover Velar nú fáanlegur í sportútgáfu Meðal staðalbúnaðar í Velar HST verður opnanlegt þak og loftpúðafjöðrun. MYND/LAND ROVER ERT ÞÚ EKKI NÓGU HARÐUR? Man Power er hannað fyrir karlmenn sem vilja auka orku og úthald í rúminu. Man Power inniheldur gingseng ásamt amínósýrum sem hafa jákvæð áhrif á þessa þætti. M an P ow er fæ st í Fj ar ða rk au p, H ag ka up o g a p ót ek um . fyrirætlanir af hálfu Volkswagen. Volkswagen áætlar að setja Porsche-merkið á markað í lok ársins sem gæti haft áhrif á þessar ákvarðanir. n njall@frettabladid.i Mercedes-AMG mun frumsýna nýjan sportbíl á morgun, fimmtu- dag, sem hannaður hefur verið í samstarfi við rapparann will.i.am. Með fréttatilkynningunni fylgdu myndir sem sýna harla óvenjuleg- an sportbíl sem virðist sækja hluta útlits síns til G-línunnar. Ljósin virðast vera svipuð en stuðarinn er hluti af heildarmyndinni. Vélar- hlífin virðist vera mjög kúpulaga og virðist ná yfir brettin. Í fréttatilkynningunni segir að will.i.am hafi búið til bíl fyrir Mercedes-AMG sem muni styrkja tækniskóla í stórborgum Banda- ríkjanna í að hjálpa ungmennum að takast á við tækni morgundagsins. Hvað Mercedes-AMG á nákvæm- lega við með þessum orðum hlýtur að skýrast á morgun. n Mercedes-AMG frumsýnir nýjan sportbíl Óhætt er að segja að útlitið er sér- stakt með framenda sem minnir á G-jeppann og kúpulaga vélarhlíf. MYND/MERCEDES 2 BÍ L A BL A ÐI Ð 4. maí 2022 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.