Fréttablaðið - 04.05.2022, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 04.05.2022, Blaðsíða 8
magdalena@frettabladid.is Fyrirtækið Snerpa Power er meðal þeirra sjö fyrirtækja sem eru þátt- takendur í viðskiptahraðlinum Hringiðunni. Hraðallinn snýst um fyrirtæki sem koma með lausnir er snúa að hringrásarhagkerfinu. Snerpa Power var stofnað í þeim tilgangi að virkja raforkunotendur á Íslandi til þátttöku á raforkumark- aði og bæta þannig auðlindanýtingu og skapa aukið svigrúm fyrir orku- skiptin. Fyrirtækið er stofnað af þeim Eyrúnu Linnet og Írisi Baldurs- dóttur en þær eru báðar rafmagns- og tölvuverkfræðingar. Eyrún er stofnandi og stjórnarformaður fyrirtækisins en Íris stofnandi og framkvæmdastjóri. Eyrún hefur unnið í raforkugeiranum í 15 ár, bæði hjá Landsneti og sem rafveitu- stjóri hjá ISAL. Íris hefur unnið í störfum tengdum raforku bæði á Íslandi og á erlendri grundu. Hún vann hjá Landsneti í 15 ár, þar áður hjá alþjóðlegum raf búnaðarfram- leiðanda, ABB, og nú starfar hún hjá Samtökum raforkuflutningsfyrir- tækja Evrópu í Brussel. Íris segir að hugmyndin að fyrirtækinu hafi verið í nokkur ár í mótun. „Við einfaldlega komum auga á tækifæri á raforkumarkaði til að auka nýtingu auðlinda en svo þarf að útfæra það. Það er straumbreyt- ing að eiga sér stað á markaði sem tengist áherslum í loftslagsmálum og það skiptir miklu máli að fá inn notendur sem geta stýrt sínu álagi og þannig selt hluta af sinni notkun aftur upp á net í formi reglunar til að jafna skammtímafrávik í fram- leiðslu og notkun. Það vantar hins vegar þetta millistykki milli stór- notandans og markaðarins til að raungera þessa breytingu og þar komum við inn,“ segir Íris og bætir við að mikilvægt sé að virkja raf- orkunotendur hér á landi til þátt- töku á raforkumarkaði og auka þannig samkeppnishæfni. „Við gerum raforkunotendum kleift að selja brot af sínu álagi til baka aftur inn á net. Lausnin sem við bjóðum upp á leiðir þannig til bættrar auðlindanýtingar. Við erum að þróa hugbúnaðarplatform sem nýtist stórnotendum rafmagns og gerir þeim kleift að besta reglunar- tilboð inn á markað með sjálfvirkum hætti. Við munum einnig sjálf- virknivæða ákveðna ferla hjá stór- notendum varðandi áætlanagerð og bæta áhættustjórnun með sjálfvirku eftirliti með álagsstýringu.“ ■ Snerpa leysir vandamál á raforkumarkaði Íris Baldursdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri, og Eyrún Linnet, stofnandi og stjórnarformaður. MYND/AÐSEND Raf bílar njóta sívaxandi vinsælda en eftirspurn eftir þeim hefur aukist töluvert á undanförnum misserum. Viðmælendur Markaðarins segja að líklegt sé að hún muni aukast enn frekar á komandi mánuðum og árum. magdalena@frettabladid.is Tómas Kristjánsson, formaður Raf bílasambands Íslands, segir að eftirspurn eftir rafmagnsbílum hafi aukist töluvert á undanförnum misserum og að líkur séu á því að hún haldi áfram að aukast þegar fram líða stundir. „Það er nóg að rýna í innf lutn- ingstölur á raf bílum til að sjá hversu mikil sprenging hefur orðið. Samkvæmt tölum frá Samgöngu- stofu eru 13.106 raf bílar á skrá hér á landi í dag. Á árinu 2018 voru 800 raf bílar f luttir inn, ári seinna voru þeir 1.100, árið 2020 voru þeir 2.600 og á síðasta ári voru það 4.300 raf- bílar,“ segir Tómas og bætir við að eftirspurn eftir raf bílum muni koma til með að aukast enn frekar. „Við höfum áætlað eftirspurn eftir raf bílum til ársins 2030 og er sú spá algjörlega í anda þessa veldis vaxtar sem hefur verið und- anfarin þrjú ár. Miðað við okkar áætlanir munu á árinu 2026 verða f luttir inn 13.000 raf bílar sem er stjarnfræðileg tala miðað við hver staðan var á markaðnum fyrir þremur árum síðan.“ Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota, segir að líklegt sé að áhugi á fjölbreyttum kostum í orkugjöfum eigi enn eftir að aukast og að bíla- framleiðendur keppist við að svara þessum áhuga. „Við eigum enn eftir að sjá fjöl- breytnina aukast og enn eru áhuga- verðir kostir sem bíða frekari þró- unar. Má þar sérstaklega nefna nýtingu vetnis sem ætti að henta okkur Íslendingum vel,“ segir Úlfar og bætir við að eftirspurn eftir raf- bílum hafi verið fyrir hendi um nokkurra ára skeið. „Úrval hefur aukist mikið og kröfur til raf bíla hafa aukist. Raf bílar henta vel vegna lágs raforkuverðs en það sem helst vinnur á móti þeim er kalt loftslag og skortur á innviðum.“ Tómas segir að biðtíminn eftir raf bílum geti verið nokkrir mán- uðir og að hún sé lengri en eftir hefðbundnum eldsneytisbílum. „Í kjölfar Covid urðu framleiðslu- hnökrar og það hefur haft áhrif á framleiðslu á bílum um allan heim. Það kom alveg jafnmikið niður á raf bílum og eldsneytisbílum en það eru lengri biðlistar eftir raf- bílum en eldsneytisbílum. Það hefur með það að gera að nú orðið er eftirspurnin eftir raf bílum orðin svo miklu meiri.“ Úlfar segir að vegna skorts á innviðum finni fyrirtækið fyrir auknum áhuga á plug-in bílum. „Við erum að fá til okkar rafmagns- bíla í hverjum mánuði, Lexus UX og Toyota Proace sendibílinn. Við munum síðan kynna fyrsta rafmagnsjepplinginn, BZ4X, frá Toyota í sumar og hefur hann selst vel í forsölu. Fyrstu bílarnir verða afhentir um leið og við kynn- um bílinn en búast má við að það taki fram á haust að afgreiða bílana sem þegar hafa verið pantaðir af viðskiptavinum.“ Tómas segir að bílaframleið- endur séu bundnir af Evrópureglu- gerð sem kveður á um að heild- arútblástur frá bílum sem þeir framleiða megi ekki fara yfir 95 grömm á hvern kílómetra. „Þannig að ef þeir framleiða bíl sem mengar meira en 95 grömm þá verða þeir að framleiða raf bíla í hlutfalli við það. Það gerir það líka að verkum að bílaframleiðendur framleiða meira af raf bílum en þeir hafa gert hingað til. En það er náttúrulega ekki eina ástæðan fyrir aukningu í framleiðslu raf bíla, önnur er að eftirspurnin eftir raf bílum í Evrópu er sífellt að aukast.“ ■ Eftirspurn eftir rafbílum hefur aukist Tómas Kristjáns- son, formaður Rafbílasam- bands Íslands, segir eftirspurn eftir rafbílum munu koma til með að aukast á komandi miss- erum. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Úlfar Steindórs- son, forstjóri Toyota Í bankasölumálinu hafa nær allir sem standa í hringiðunni miðri hvatt til þess að við öndum ofan í kviðinn og bíðum átekta eftir niðurstöðum rann- sókna. Það er alveg rétt. Það er alltaf gott að draga andann djúpt og fá f leiri staðreyndir á borðið. Enn sem komið er liggur þó ekki alveg fyrir hvað á að skoða. Afmörkun úttektar Ríkisendur- skoðunar getur enn tekið breyt- ingum samkvæmt þeirra eigin svörum. Það er engin ástæða til að ætla starfsfólki eftirlitsstofnana annað en að það muni vanda til verka. En að starfandi ríkisendur- skoðandi skuli vera einn af þeim sem hafa sóst eftir að vera ráðnir í stöðuna til frambúðar getur varla talist ákjósanleg staða. Starfandi ríkisendurskoðandi er þannig beinlínis að rannsaka störf fólksins sem hann er að sækja um vinnu hjá. Einhverjir myndu nú segja sig frá slíku verkefni. Svona til að eyða efa- semdum um beina hagsmuni. Hinn angi rannsóknar snýr að Fjármálaeftirlitinu. Og aftur, þar starfar strangheiðarlegt og vandað fólk. En eins og í tilviki Ríkisend- urskoðunar verður að teljast óheppilegt hvernig eftirlitið tengist ráðuneyti fjármála og efnahagsmála beint. Málið mun væntanlega koma inn á borð f jármálaeftirlits- nefndar, samkvæmt verklýsingu nefndarinnar. Í því ljósi getur varla talist traustvekjandi að þrír af fimm fulltrúum nefndarinnar séu skipaðir af f jármálaráðherr- anum sjálfum. Þar af er einn núverandi nefndarmaður skrif- stofustjóri í fjármálaráðuneyt- inu. Og náinn samstarfsmaður ráðherra. Og þá komum við aftur að þessu með traustið. Og arms- lengdina. Ef eitthvert mál hefur sýnt okkur fram á mikilvægi þess að vinnubrögð séu hafin yfir vafa þá er það þetta blessaða bankasölumál. En öndum djúpt. Enn um sinn. Þótt allir séu sammála um að klára þessar rannsóknir hratt og vel. Eða hvað? Er kannski lang- best fyrir þá sem staðið hafa í eldlínunni að úttektirnar taki sem lengstan tíma? Í þeirri von að málið sofni. Láta það súrna aðeins í sumarhitanum. Nei, það getur ekki verið. Til þess er málið of stórt. ■ Mál sem súrna FÆRÐU ÁSTVINUM ÞÍNUM ÓSKASKRÍN – UPPLIFUN Í ÖSKJU 577 5600 | info@oskaskrin.is | oskaskrin.is ■ Skoðun Guðmundur Gunnarsson MARKAÐURINN 4. maí 2022 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.