Fréttablaðið - 04.05.2022, Blaðsíða 13
KYNN INGARBLAÐ
ALLT
MIÐVIKUDAGUR 4. maí 2022
Tinna Björt Guðjónsdóttir er sölu- og markaðsstjóri Provision sem býður upp á frábærar vörur gegn frjókornaofnæmi. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Góð ráð við frjókornaofnæmi
Þótt flestir landsmanna fagni vorinu er frjókornaofnæmi leiðinlegur fylgifiskur þess.
Provision býður upp á góðar vörur gegn frjókornaofnæmi og fyrir góða augnheilsu. 2
Vin og Lin þegar allt lék í lyndi.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
oddurfreyr@frettabladid.is
Búið er að tilkynna nýjan leik-
stjóra fyrir tíundu viðbótina við
Fast & Furious kvikmyndaseríuna,
Fast X. Loius Leterrier tekur við
af Justin Lin, sem hætti nýlega.
Ástæðan fyrir brotthvarfi Lin er
sögð vera ósætti við Vin Diesel,
aðalleikara kvikmyndanna.
Samkvæmt The Hollywood
Reporter hætti Lin skyndilega
vegna þess að hann og Diesel voru
ekki sammála um handritið. Lin
taldi það frágengið en Diesel og
framleiðslufyrirtækið Universal
voru víst ekki sammála og 23. apríl
á Diesel að hafa mætt í vinnuna
með punkta sem leiddu til háværs
rifrildis þar sem hurðum var skellt.
Dýrt rifrildi
Lin verður því aðeins framleiðandi
myndarinnar en ekki leikstjóri.
Sagt var frá brotthvarfi hans í
fréttatilkynningu þar sem hann
talaði vel um vinnuna við fimm
myndir í seríunni síðustu tíu árin
en minntist ekkert á deilur.
Eftir að hann hætti var fram-
leiðsla á Fast X stöðvuð, sem
er talið hafa kostað Universal
hundruð þúsunda dollara á
hverjum degi. En nú er vinnan
hafin á ný og Fast X á að koma út
19. maí 2023. n
Nýr leikstjóri
fyrir Fast X
ALOE VERA
MELTING & BÓLGUR
85%VIRKTCURCUMIN
www.celsus.is