Fréttablaðið - 04.05.2022, Blaðsíða 24
Með hækkandi sól er einn af
vorboðunum bifhjólafólkið
sem streymir út á göturnar.
Samgöngustofa blés til fang-
aðar í samstarfi við Sniglana.
njall@frettabladid.is
Á sumardaginn fyrsta hélt
Samgöngustofa í samstarfi við
Sniglana og Ökukennarafélagið í
fyrsta sinn svokallaðan Vorfagn-
að bifhjólafólks. Að sögn Einars
Magnúsar Magnússonar, sérfræð-
ings hjá öryggis- og fræðsludeild
Samgöngustofu, hefur verið sam-
starf milli þeirra og Sniglanna
um árlegan vorfund þar sem farið
er yfir slysatölfræði bifhjóla-
fólks. „Nú í ár langaði okkur að
taka þetta lengra og fengum til
liðs við okkar Ökukennarafélag
Íslands og bifhjólakennara á þess
vegum. Hugmyndin var að bjóða
bifhjólafólki upp á vorfagnað þar
sem boðið væri upp á fræðslu,
æfingar og kennslu sem búið gæti
bifhjólafólk sem best undir sum-
arið sem vitanlega er sá tími sem
flestir eru á ferðinni á bifhjólum,“
sagði Einar.
Ökukennarafélagið bauð afnot
af Ökuskóla 3 fyrir fundinn en
þar er stórt æfingasvæði á braut
Kvartmíluklúbbsins. „Í stuttu
máli tókst í frábæru samstarfi við
Sniglana, ökukennara, Ökuskóla
3 og Ökukennarafélagið að gera
eftirminnilegan og gagnlegan dag
sem ég held að muni lengi verða í
minnum hafður. Þetta var hreint
út sagt frábær dagur og eiga þessir
aðilar miklar og góðar þakkir
skildar fyrir framlag sitt,“ sagði
Einar enn fremur.
Auk þessa f lutti Einar erindi
um þróun slysatölfræði meðal
bifhjólafólks en í því kom fram
að í dag eru mun minni líkur á
slysum meðal bifhjólafólks. „Ljóst
er að nú er mun betra og reynslu-
meira bifhjólafólk í umferðinni
og almennt held ég að vitund
almennra ökumanna sé mun
meiri fyrir umferð bifhjólafólks
en áður var. Í erindinu var jafn-
framt lögð mikil áhersla á notkun
viðurkennds hlífðarfatnaðar
sem væri merktur evrópskum
CE-stöðlum en rannsóknarnefnd
samgönguslysa hefur lagt ríka
áherslu á það í ljósi fjölda bana-
slysa og alvarlegra slysa þar sem
slíkur búnaður var ekki notaður,“
sagði Einar að lokum. n
Bifhjólafólk fagnar vorinu
Bifhjólasamtök
lýðveldisins
standa einnig
fyrir árlegri hóp-
keyrslu á 1. maí
og lagði hún af
stað frá Lauga-
vegi eins og
venja er orðin.
Bifhjólafólki gafst kostur á að koma á hringakstursbraut-
ina í Kapelluhrauninu og æfa sig í akstri eftir veturinn
undir handleiðslu ökukennara.
Einnig fengu þeir sem mættu að aka hring á brautinni í
fylgd akstursíþróttafólks og var lögreglan ekki undan-
skilin. MYNDIR/ELVA HRÖNN GUÐBJARTSDÓTTIR
Öll upprifjun er mikils virði og getur skipt sköpum ef eitthvað óvænt á sér stað.
Í erindi Einars um
þróun slysatölfræði
kom fram að mun minni
líkur eru á slysum meðal
bifhjólafólks en áður.
njall@frettabladid.is
Bifhjólapróf virðast standa nokk-
urn veginn í stað á síðastliðnum
árum, en í fyrra tóku 347 bifhjóla-
próf en 382 árið áður. Árið 2016
tóku 379 prófið en 310 árið 2018.
Athygli vekur að aðeins örfáir
taka svokallað A1 próf fyrir 125
rúmsentímetra hjól, en það virð-
ist vera vegna þess að aldursmörk
fyrir þann hóp eru 17-19 ára, svo
f lestir bíða þar til þeir verða 19
ára til að taka bifhjólapróf.
Að mati Sniglanna myndi það
að bjóða upp á A1 réttindi 16 ára
hafa þau áhrif að f leiri tækju A1
réttindi, en rannsóknir sýna að
þeir sem það gera eru ólíklegri
til að lenda í slysum á stórum
bifhjólum. Skellinöðruprófum
virðist fara fækkandi ár frá ári en
í fyrra tóku 32 skellinöðrupróf, en
41 í fyrra. Árið 2016 tóku 57 þann-
ig próf og 40 árið 2018. Eflaust
hefur sú staðreynd að engin
réttindi þurfi á svokallaðar gang-
stéttarvespur áhrif á þessi próf. n
Prófum á minni
mótorhjól fækkar
www.detailsetrid.is
Allt í bílaþrifin
á einum stað
Allar helstu vörur frá vörumerkinu GYEON
Upplýsingar og ráðgjöf veitir
Andri í síma 787-7888
eða andri@detailsetrid.is
10 BÍ L A BL A ÐI Ð 4. maí 2022 MIÐVIKUDAGUR