Fréttablaðið - 04.05.2022, Side 19

Fréttablaðið - 04.05.2022, Side 19
„Nú er hátíð í bæ hjá Öskju því eftir svolítið hlé erum við loksins farin aftur af stað með innflutning á nýjum Honda-mótorhjólum. Viðskiptavinir okkar hafa tekið því fagnandi enda hafa margir beðið í óþreyju eftir nýjustu hjólunum frá Honda.“ Þetta segir Hlynur Björn Pálma- son, sölustjóri Honda hjá Bílaum- boðinu Öskju sem tók við Honda- umboðinu haustið 2019. „Strax í byrjun Covid-19 fundum við fyrir aukinni eftirspurn eftir nýjum mótorhjólum, þegar útséð var að fólk færi jafnmikið utan og áður. Þá skapaðist meiri tími fyrir áhugamálin hér heima og að verja frítíma til ferðalaga innanlands,“ greinir Hlynur frá. Fyrstu nýju mótorhjólin frá Honda komu í Öskju síðla í fyrra- sumar og síðan um áramót hefur úrvalið aukist jafnt og þétt og stefnir í f lott hjólasumar . „Við erum að fá breiða línu af glæsilegum Honda-mótorhjólum, allt frá léttum hjólum fyrir byrj- endur upp í stærstu ferðahjól. Langmest eftirspurn er nú eftir ferðahjólum sem hægt er að keyra jafnt á malbiki sem malarvegum. Við finnum líka fyrir aukinni nýliðun og til dæmis er mikið spurt um 500cc-hjól og önnur minnaprófs-hjól fyrir A2-réttindi sem ekki var áður en er nú að koma aftur sterkt inn,“ upplýsir Hlynur. Hann segir minnstu hjólin til dæmis henta vel þeim sem eru að koma nýir inn í mótorhjólasportið. „Þeir sem sækja í minni mótor- hjólin eru til dæmis ungir ein- staklingar sem eru komnir með bílpróf en langar líka í mótorhjól. Konur leita líka stundum í minni hjól, sem og einstaklingar sem hafa tekið sér hlé frá mótorhjólaakstri í nokkur ár en eru að koma til baka og taka þá skynsamlegu ákvörðun að fara í viðráðanlegri hjól.“ Seinna í sumar er svo von á 2023-árgerðinni af vinsælu Honda CRF-mótócrosshjólunum. „Við stefnum hátt enda skipar Honda tryggan sess í mótorhjóla- menningu Íslendinga. Sala Honda- mótorhjóla gekk afburðavel þegar allt var upp á sitt besta, við ætlum okkur þangað aftur og eigum mikið inni. Samhliða því að hefja á ný innflutning á nýjum Honda- mótorhjólum munum við einnig bjóða framúrskarandi þjónustu við hjólin á einu flottasta verk- stæði landsins í Öskju,“ segir Hlynur. Áreiðanleg, traust og endingargóð mótorhjól Honda á stóran hóp fylgjenda hér á landi sem heldur mikilli tryggð við merkið. „Við eigum afar stóran hóp við- skiptavina sem hófu mótorhjóla- mennskuna á Honda-skellinöðr- um í gamla daga. Það sem fyrst og fremst einkennir hjólin er hversu áreiðanleg þau eru, notendavæn, traust og endingargóð. Honda er sá framleiðandi sem selur hvað mest af mótorhjólum á heimsvísu og er jafnframt stærsti vélarfram- leiðandi heims. Fyrirtækið býr yfir gríðarlegri reynslu og þekkingu á þessu sviði og þegar nafnið Honda er nefnt tengir fólk strax við vel smíðuð hjól, vandaðan frágang og flotta hönnun. Þá eru hjólin á góðu verði og ávallt góð í endursölu,“ segir Hlynur. Gott úrval Honda-mótorhjóla er þegar komið í Öskju og fleiri sendingar koma inn næstu vikur og mánuði. „Töluvert mörg hjól eru þegar seld en við eigum laus hjól í f lestum gerðum og eftirspurnin er mikil. Það er mikil mótorhjóla- vakning á Íslandi og við finnum fyrir mikilli jákvæðni; að loksins, loksins séu Honda-hjólin að koma aftur hingað heim,“ segir Hlynur. Hann fór nýverið í heimsókn í höfuðstöðvar Honda á Englandi. „Þá var verið að sýna auglýsinga- efni um Honda Africa Twin-ferða- hjólin á risaskjám í glæstu and- dyrinu, og allt tekið upp í íslenskri náttúru til að sýna hvers hjólin eru megnug. Í byrjun júlí koma svo frá Bretlandseyjum ferðalangar sem ætla að ferðast um Ísland á þrjátíu Honda Africa Twin-ferðahjólum og seldist upp í ferðina í janúar í fyrra! Hjólin eru afar vel búin og öflug og henta vel íslenskum aðstæðum, hvort sem það er mal- bik, malarvegir eða torfærir slóðar. Það eru einfaldlega allir vegir færir með Honda.“ ■ Bílaumboðið Askja er á Krók- hálsi 11. Sími 590 2100. Sjá allt um Honda á honda.is. Þú finnur okkur einnig á facebook.com/ hondamotorhjol og á Instagram: honda_motorhjol Allir vegir færir á Honda Þau taka vel á móti öllu mótorhjólafólki í Öskju: Hlynur Björn Pálmason sölu- stjóri og Guðrún Jóna O’Connor, söluráðgjafi Honda. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Honda Africa Twin er glæsilegt ferðahjól, jafnvígt á malbik og möl. Allir vegir færir. Fyrstu Honda mótorhjólin voru flutt inn til Íslands af Honda umboðinu árið 1969 og hafa æ síðan skipað stóran sess í hjörtum áhugafólks um bifhjól. Þau eru þekkt fyrir gæði, áreiðanleika, fallega hönnun og fjölbreytt notagildi en ekki síst fyrir ánægjulega akstursupplifun. Kynntu þér úrvalið á honda.is Eigum úrval hjóla til afgreiðslu strax. Við hlökkum til að sjá þig. Fylgdu okkur á Facebook https://www.facebook.com/hondamotorhjol Askja · Krókhálsi 11-13, 110 Reykjavík · 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Honda á Íslandi. Fylgdu okkur á Instagram https://www.instagram.com/honda_motorhjol MJPB logo BÍLABLAÐIÐ 5MIÐVIKUDAGUR 4. maí 2022

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.