Fréttablaðið - 04.05.2022, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 04.05.2022, Blaðsíða 18
Grunnverð: 6.990.777 kr. Hestöfl: 230 Tog: 350 Nm Upptak 0-100 km: 8,3 sek. Hámarkshraði: 193 km CO2: 140 g/km L/B/H: 4.515/1.865/1.650 mm Hjólhaf: 2.680 mm Veghæð: 172 mm Farangursrými: 587 lítrar Kia Sportage HEV KOSTIR n Mælaborð n Aksturseiginleikar GALLAR n Hólf í hurðum n Útsýni í blinda svæðið Reynsluakstur Njáll Gunnlaugsson njall @frettabladid.is Kia Sportage kom fram á sjónarsviðið í sinni fimmtu kynslóð í miðjum heimsfar- aldri síðastliðið vor. Um afar vel útfærðan bíl er að ræða sem lítið er út á að setja. Fimmta kynslóð Kia Sportage var kynnt í fyrrahaust og ekki er langt síðan hann kom á markað á Íslandi. Bílablaðamaður Frétta- blaðsins er orðinn svo gamall í hettunni að hann man ennþá eftir að hafa prófað fyrstu kynslóð jepp- ans þegar hann kom á markað hér- lendis við opnun Kia umboðsins í Hafnarfirði. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og merkið nú það vinsælasta á Íslandi og náði meira að segja að velta hinu þaul- sætna Toyota-merki út toppsætinu í fyrra. Nýr Sportage er smíðaður í Evrópu fyrir Evrópubúa og byggir á sama grunni og náskyldur ætt- ingi hans, Hyundai Tucson, sem einnig verið hefur vinsæll hér- lendis undanfarið. Innanrými Sportage er vel hannað og með sömu tveimur 12,3 tommu skjáunum og eru í EV6 í dýrari útfærslunum. Stutt er í allar aðgerðir og f ljótlegt og einfalt að komast í þær allar. Loks er sérstakt snertiskjáborð fyrir stjórnbúnað miðstöðvar sem ein- faldar notkunina. Auðvelt er að stilla sæti og stýri fyrir hvern sem er og sætin eru stór og þægileg. Nokkuð er um geymsluhólf en lítil hliðarhólf eru í hurðum ef maður á að vera smámunasamur. Meðal sniðugra lausna í bílnum er hvernig framsæti er hannað fyrir aftursætisfarþegana. Hægt er að koma fyrir síma eða litlum iPad í höfuðpúðanum svo að hægt sé að horfa án þess að vera með hausinn ofan í bringu. Auk þess eru USB-tengi í bakinu og krókur fyrir minni hluti. Farangursrými er vel hannað og rúmgott þó það nái ekki þeim 620 lítrum sem í boði eru í Tucson. Útsýni er ágætt út úr Kia Sportage, sérstaklega fram á við en stórir bitar við aftur- hlera skyggja svolítið á útsýni yfir á blinda svæðið í speglunum. Sem betur fer eru hliðarspeglar af stærri gerðinni til að bæta aðeins fyrir það. Kia Sportage ber nafn með rentu en hann er með betri jepplingum þegar kemur að aksturseigin- leikum. Hann leggst ekki mikið í beygjum og gripið er gott auk þess sem að stýrið gefur góða tilfinn- ingu fyrir akstrinum. Í tvinnút- gáfunni er bíllinn snöggur af stað og upptakið vel viðunandi enda hefur hann úr 230 hestöflum að spila sem er allgott. Með 17 tommu álfelgunum er hann ekkert voða- lega hastur og ræður vel við flestar þær holur sem eru í boði veg- haldara á vorin. Hæð undir lægsta punkt eru 172 mm sem er nokkuð gott miðað við aðra í f lokknum. Bíllinn er nokkuð hljóðlátur í akstri og hjálpar hversu mikið hann notar rafmagnið til að koma sér af stað. Auk þess er lítið vind- hljóð enda hurðirnar vel þéttar, svo þéttar að stundum þarf að skella þeim vel á eftir sér svo þær lokist alveg. Sportage keppir í f lokki jepp- linga þar sem samkeppnin er hörð og margt í boði. Má þar nefna bíla eins og Hyundai Tucson, Mazda CX-5, Peugeot 3008, Skoda Karoq og Toyota RAV4. Við prófuðum bílinn í HEV-tvinnútgáfunni sem kostar frá 6.990.777 kr. í Style- útfærslunni. Til þess að fá sam- bærilegan tvinnjeppling með fjór- hjóladrifi er hægt að fá sér Toyota RAV4 sem kostar í þannig útfærslu frá 7.460.000 kr. Hinn möguleikinn er ódýrasta tvinnútfærsla Hyundai Tucson sem er á 6.690.000 kr. ■ Í átt að fullkomnun Nýt útlit Kia Sportage er með bjúgverpilslaga dagljósum og tígrisnefinu svokallaða. MYNDIR/TRYGGVI ÞORMÓÐSSON Farangursrými er kannski ekki það stærsta í flokknum er rúmar 587 lítra og er þægilegt í notkun. Tveir boga- dregnir 12,3 tommu skjáir eru áberandi í mælaborðinu. Vélin er 1,6 lítra og afar þýð og skilar góðu afli í bland við rafmagnið. Miðjustokkur er vel útfærður en þaðan má stjórna aksturs- stillingum og hita í sæti og stýri. 4 BÍ L A BL A ÐI Ð 4. maí 2022 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.