Skessuhorn - 25.08.2021, Blaðsíða 1
Ert Þú í áskrift?
Sími 433 5500
www.skessuhorn.is
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 34. tbl. 24. árg. 25. ágúst 2021 - kr. 950 í lausasölu
Byggðasafn Borgarfjarðar er eitt
safnanna í Safnahúsinu í Borgar-
nesi. Söfnun muna hófst fyrir margt
löngu og einn fyrstu gripa sem safn-
ið eignaðist var tóbaksbaukur sem
hafði verið í eigu Jóns Jónssonar
bónda í Knarrarnesi. Saga bauksins
er áhugaverð.
Jón var fæddur árið 1809 og varð
einungis 37 ára gamall. Einhvern
tímann á árunum 1830 til 1840 fór
hann í Hraundalsrétt og týndi þá
bauknum á heimleið. Hann hafði
farið réttar götur og bað menn er
fóru sömu leið rétt á eftir, að gá að
bauknum og færa sér hann. En bauk-
urinn kom aldrei fram og var ýms-
um getum leitt að því hver hefði hirt
hann. Síðar kom hið sanna í ljós og
hér kemur sagan af örlögum bauks-
ins:
Fram af Hamraendum er klett-
ur, er heitir Sáta og þar hafði örn
orpið, svo lengi sem menn mundu.
Um aldamótin 1900 hætti örninn
að verpa í Sátu, og var þá hreiðrinu
sundrað. Þar lá þá baukurinn, því það
var „assa“ gamla, sem hafði hirt hann
og borið í hreiðrið til unga sinna.
Tóbaksbaukurinn er góður grip-
ur, úr rostungstönn og silfurbúinn.
Á svokallaðan stéttartappa (tappi í
áfyllingargati bauksins) er grafinn
stafurinn J, sem var upphafsstafur
Jóns bónda.
Sá sem gaf baukinn til byggða-
safnsins í Borgarnesi var Friðjón
Jónsson á Hofsstöðum í Álftanes-
hreppi. Friðjón var fæddur árið
1895. Má leiða að því líkum að í það
minnsta hálf öld sé síðan hann færði
safninu gripinn sem þá hafði verið í
hreiðri össunnar í 60 til 70 ár þar á
undan. Svo hér er á ferðinni gripur
með sögu sem nær allavega um 120
ár aftur í tímann.
Baukurinn er gott dæmi um þá
merku gripi sem byggðasöfnin varð-
veita og sögurnar um fólkið að baki
þeim. mm/gj
Tóbaksbaukur Jóns Jónssonar frá Knarrarnesi.
Örninn varðveitti baukinn í áratugi
Fornleifauppgröftur á minjum í Ólafsdal í Gilsfirði er lokið í bili, eftir fjögur ár. Búið er að grafa upp öll mannvistarlög innan úr skálanum. Margar tóftir eru á svæðinu
sem ekki er vitað hvað leynist undir en tíminn verður að leiða í ljós hvort farið verði í frekari uppgröft á svæðinu. Nánar má lesa um uppgröftinn á bls. 21. Ljósm. sá.
sími 437-1600
Saga Refilsins
frá Bayeux
á Söguloftinu
Í flutningi Reynis
Tómasar Geirssonar
Vegna fjölda fyrirspurna þá verða
tvær sýningar nú í september
laugardaginn 4. september kl. 16:00
laugardaginn 11. september kl. 16:00
Miðasala og borðapantanir:
landnam@landnam.is
og í síma 437-1600
Fjármála- og tryggingaráðgjöf
á einum stað í útibúum Arion banka
Þú getur hitt ráðgjafa frá Verði í
útibúum Arion banka á Höfða,
Smáratorgi, Selfossi og í Borgarnesi.
Pantaðu fund í útibúi eða fjarfund
á arionbanki.is.
arionbanki.is
Ný og öflug
vefverslun
ALLA LEIÐ