Skessuhorn - 25.08.2021, Síða 6
MiðviKUdagUr 25. ÁgúST 20216
Tekið við allt að
120 afgönum
LANDIÐ: ríkisstjórn Ís-
lands samþykkti á fundi sín-
um í gær tillögur flótta-
mannanefndar vegna þess
ófremdarástands sem hefur
skapast í afganistan í kjöl-
far valdatöku talibana. Með
tillögum flóttamannanefnd-
ar verður stutt við þær fjöl-
skyldur sem eru hér á landi
og eiga rétt á sameiningu
við fjölskyldumeðlimi í af-
ganistan. Þá verður lögð
áhersla á að aðstoða einstak-
linga sem eru í bráðahættu
vegna starfa sinna í afgan-
istan, hvort sem það er fyrir
atlantshafsbandalagið eða á
sviði jafnréttismála. Heildar-
fjöldi þeirra sem tekið verður
á móti liggur ekki endanlega
fyrir en áætlað er að hann
verði allt að 120 manns. Erf-
itt er að meta fjöldann ná-
kvæmlega þar sem hann fer
eftir fjölskyldusamsetningu.
-mm
Lúr á leiðinni
VESTURLAND: Öku-
menn voru óvenju þreyttir
í liðinni viku en þrír þeirra
tóku blund undir stýri. Á
fimmtudagsmorgun 19.
ágúst um kl. 6:30 sofnaði
ökumaður undir stýri á leið
sinni suður í gegnum Norð-
urárdal með þeim afleið-
ingum að bíllinn fór út af
og valt. Tveir voru í bíln-
um og sluppu þeir báðir án
meiðsla. Um kl. 5 á sunnu-
dagsmorgun, 22. ágúst, sofn-
aði ökumaður rétt við Fjár-
húsaás í Borgarfirði, einn-
ig með þeim afleiðingum að
bíllinn valt. Bíllinn skemmd-
ist nokkuð en ekki urðu slys
á fólki. Þá sofnaði ökumað-
ur á ferð sinni við Hagamel í
Hvalfjarðarsveit á mánudag-
inn, 23. ágúst, með þeim af-
leiðingum að hann fór utan
í bíl sem kom á móti. Ekki
varð mikið tjón en speglar
bílanna tveggja skullu saman
og brotnuðu. -arg
Þrír bílar saman
BORGARNES: Þriggja
bíla óhapp varð rétt norðan
við Borgarnes á þriðjudag-
inn í síðustu viku, 17. ágúst.
Einn ökumaður ók yfir á öf-
ugan vegarhelming og lenti á
öðrum bíl. Þriðji bíllinn fór
út af. Engin slys urðu á fólki.
-arg
Breyttar reglur
um sóttkví í
skólum
LANDIÐ: Sóttvarnalækn-
ir hefur endurskoðað leiðbein-
ingar um sóttkví á öllum skóla-
stigum og í frístundastarfi og
félagsmiðstöðvum. Með breyt-
ingunum má gera ráð fyrir að
færri þurfi að sæta sóttkví ef
smit kemur upp. Í leiðbeining-
um vegna breyttra reglna eru
skilgreind viðmið um sóttkví
eftir því hvort samvera við smit-
aðan einstakling hafi verið mikil
eða ekki. Ef samskipti hafa ekki
verið mikil samkvæmt skilgrein-
ingu verður ekki gerð krafa um
sóttkví heldur smitgát og getur
viðkomandi þá mætt í skólann.
Hraðapróf verða notuð þegar í
hlut eiga einstaklingar sem ein-
ungis þurfa að sæta smitgát, eins
og nánar er skýrt í leiðbeining-
um. reglugerðin tók gildi í gær,
þriðjudag. -mm
Vissi ekki hvert
hann var að fara
VESTURLAND: Töluverður
erill var um helgina hjá Lögregl-
unni á vesturlandi vegna ferða-
fólks sem sem átti leið í gegn-
um umdæmið. Ekki var þó um
stór mál að ræða heldur mörg
smærri; fólk að veikjast, lenda
í smávægilegum óhöppum og
slíkt. Einn þeirra sem þurfti á
aðstoð lögreglunnar að halda
hafði fengið sér aðeins of mik-
ið neðan í því og vissi ekki hvert
hann ætti að fara eða hvern-
ig hann ætti að komast þang-
að. Lögreglan gat þó aðstoðað
manninn sem komst að lokum
heill á áfangastað. -arg
vel hefur gengið að ráða í stöð-
ur heilsugæslulækna í Borgarnesi á
liðnum dögum. Um tíma í sumar
leit út fyrir að læknislaust yrði eft-
ir 1. september, en nú horfir dæmið
öðruvísi við. Þessu fagnar forsvars-
fólk Heilbrigðisstofnunar vestur-
lands, en blaðamaður Skessuhorns
hitti á mánudaginn að máli þau Jó-
hönnu Fjólu Jóhannesdóttur for-
stjóra HvE, Þóri Bergmundsson
framkvæmdastjóra lækninga og Ás-
geir Ásgeirsson framkvæmdastjóra
fjármála. „Þetta leit vissulega illa út
á tímabili í sumar eftir að yfirlæknir
okkar í Borgarnesi sagði upp störf-
um og jafnvel var útlit fyrir að Borg-
arnes yrði læknislaust umdæmi nú
1. september. við gripum því eðli
málsins samkvæmt til þess ráðs að
auglýsa, bæði á Starfatorgi en einnig
í lokuðum hópum lækna. Þá hringd-
um við maður á mann í alla þá sem
mögulega kæmu til greina. vorum
hreinlega með allar klær úti. Þessi
leit okkar að læknum hefur nú skil-
að þeim árangri að nú lítur út fyr-
ir að fullmannað verði í allar stöður
í Borgarnesi á næstu dögum,“ segir
Þórir Bergmundsson.
við starfi yfirlæknis í Borgarnesi
tekur Jóhann Johnsen sem í fyrstu
ræður sig þó tímabundið til starfa,
en til framtíðar ef vel líkar. Þá kem-
ur Sigurður gunnarsson heimilis-
læknir til starfa og vildi hann sömu-
leiðis máta sig inn í starfið til að
byrja með. „Þá erum við í viðræð-
um við þriðja lækninn sem nú bíður
eftir starfsleyfi hér á landi, en við-
komandi nam læknisfræði í Banda-
ríkjunum, en vill flytja í Borgarnes
þar sem hún þekkir aðeins til. Tveir
af þessum læknum eru sérfræðing-
ar í heimilislækningum sem um leið
gefur okkur möguleika á að ráða
kandidata til starfa,“ segir Þórir.
Jóhanna Fjóla Jóhannesdóttir for-
stjóri HvE segir mikinn létti fylgja
því að nú sé að leysast farsællega úr
yfirvofandi læknaskorti í Borgarnesi.
„við erum nú á miklu betri stað en
við vorum bara fyrir nokkrum vik-
um síðan. Erum að fá til starfa fólk
sem bæði hefur langa starfsreynslu
en einnig nýlega komið úr námi.“
Þórir bætir við að auk fyrrgreindra
lækna hafi kona sem er á síðasta ári
í læknisfræði boðið fram aðstoð sína
til afleysinga í Borgarnesi frá sept-
ember til desember. „Það gefur okk-
ur kost á að aðrir læknar geti tekið út
frí sem þeir eiga inni. Þessu til við-
bótar hafa eldri reynsluboltar, fólk
sem hefur starfað hjá okkur í lengri
eða skemmri tíma í Borgarnesi, lýst
því yfir að það geti tekið að sér helg-
arvaktir og hefur það vafalítið liðk-
að fyrir vilja annarra að sækja um,“
segir Þórir. „Það er þekkt að langar
helgarvaktir geta virkað hamlandi á
lækna að taka að sér störf í læknis-
héraði eins og Borgarfirði þar sem
íbúafjöldi margfaldast um helg-
ar og mikið gegnumrennsli er auk
þess um þjóðvegi í héraðinu. Það er
ákveðinn fælingarmáttur sem felst í
því að standa langar vaktir úti á landi
auk þeirrar bindingar sem það fel-
ur í sér. Því er mikilvægt að ætíð sé
fullmannað í stöðurnar. Heilsugæsla
á landsbyggðinni er allt öðruvísi en
á höfuðborgarsvæðinu og allt ann-
ar raunveruleiki sem læknar þar búa
við. Það verður því að nást að byggja
upp umgjörð um heilsugæsluna í
landinu þannig að hægt sé að manna
þessi störf án verulegra vandkvæða,“
segir Jóhanna Fjóla. Þau Ásgeir,
Þórir og Jóhanna eru sammála um
að læknamál í Borgarnesi standi nú
betur en þau hafi gert í mörg ár ef
allt fer fram sem horfir.
varðandi húsnæði fyrir lækna í
Borgarnesi segir Jóhanna Fjóla að
ríkiseignir eigi tvö einbýlishús í
Borgarnesi sem læknar eru nú að
flytja í. „við erum að leita að þriðju
íbúðinni eða húsi. Höfum reynd-
ar óskað eftir því við ríkiseign-
ir að annað einbýlishúsið verði selt
í skiptum fyrir tvær góðar íbúðir.
Mögulega munum við leysa hús-
næðismálin með að taka til leigu
hentuga íbúð eða hús til langs tíma.
Þetta mun skýrast á næstu dögum
og vonandi leysast líkt og mönnun
í störf lækna er að fá farsælan endi,“
segir Jóhanna Fjóla að endingu.
mm
Þórir Bergmundsson, Jóhanna Fjóla Jóhannesdóttir og Ásgeir Ásgeirsson.
Farsæl lending í mönnun
lækna í Borgarnesi