Skessuhorn


Skessuhorn - 25.08.2021, Page 11

Skessuhorn - 25.08.2021, Page 11
MiðviKUdagUr 25. ÁgúST 2021 11 HUGMYNDASAMKEPPNI UM HÖNNUN OG SKIPULAG LANGASANDSSVÆÐISINS Á AKRANESI Um samkeppnina Akraneskaupstaður ákvað árið 2020 að efna til hugmyndasamkeppni um skipulag og hönnun Langasandssvæðisins á Akranesi í samstarfi við er að fá hugmyndir um framtíðarskipulag svæðisins í heild sem tengir m.a. strandsvæði, skólasvæði, framtíðar uppbyggingarreit og hafnar- svæðið. Svæðið sem um ræðir nær frá Innnesvegi til norðausturs, Langasandi og Leyni til suðvesturs, norðvestur afmarkast svæðið við gatnamót Jaðars- brautar og Faxabrautar, suðaustur af bæjarmörkum Akraneskaupstaðar. Svæðið er um 35 hektarar að stærð og er stór hluti svæðisins innan hverfisverndar í gildandi aðalskipulagi. Það nær yfir útivistarsvæði frá Leynisfjöru, Sólmundarhöfða, meðfram Langasandi að Faxabraut. Eftir svæðinu liggur strandstígur, íþróttasvæðið að Jaðarsbökkum, íbúðabyggð á Sólmundarhöfða, hjúkrunar- og dvalarheimilið Höfði sem og fjölbýlishúsalóðir við Garðabraut, Höfðabraut og Jaðarsbraut. Leiðarljós samkeppninnar Leiðarljós samkeppninnar er að skapa heildræna sýn á notkun og upplifun á Langasandi og skal við hönnun og skipulag svæðisins hafa eftirfarandi atriði í huga: • Hönnun og skipulag skal taka tillit til framþróunar í vistvænni byggingartækni og mannvirkjagerð ásamt því að tryggja lágmarks viðhalds- og rekstrarkostnað. • Hönnun og skipulag svæðisins komi til móts við þá sem nota svæðið og ýti undir afþreyingu, útivist og hreyfingu almennings á sem fjölbreyttastan hátt allan ársins hring og styrki aukna menningar- starfsemi. • Hönnun og skipulag skal stuðla að sjálfbærni svæðisins, s.s. sjálfbærri nýtingu auðlinda og kolefnisbindingu. Ásamt því skal hönnun og skipulag taka mið af vistvænum lausnum með það að markmiði að bæta gæði ofanvatns með blágrænum lausnum og stuðla að grænna umhverfi. • Tryggja skal náttúrulegan fjölbreytileika landslags, lífríkis og menningarminja með markvissri verndun og viðhaldi. • Tryggja öryggi á svæðinu og aðgengi fyrir alla. • Áherslur og þarfir íbúa Akraness séu höfð til hliðsjónar í hönnun og skipulagi svæðisins, þar sem staðarandi nýtur sín óskertur og tryggt að ánægja og áhugi fólks á notkun svæðisins glatist ekki. • Svæðið skal vera álitlegur áningastaður og stuðla að markmiðum Heilsueflandi samfélags og Bláfánavottunnar. • Að svæðið fái fallegt heildaryfirbragð og geti þróast og öðlast heild- stætt hlutverk til framtíðar sem stuðlar að fjölbreyttri notkun þess og skapi sér fastan sess í daglegri útivist sem flestra íbúa á Akranesi. Markmið samkeppninnar vellíðan, heilsu og upplifun fyrir alla notendur með eftirfarandi atriði í huga: • Hönnun og skipulag sé í samræmi við meginstefnu Aðalskipulag Akraness 2006-2017 ásamt drögum að endurskoðun Aðalskipulags Akraness 2020-2032. • Hugmyndir innihaldi tillögur um uppbyggingu Guðlaugar til framtíðar s.s. búnings- og sturtuaðstöðu, veitingasölu eða önnur tengd rekstrartækifæri sem eiga samleið með Guðlaugu og styrkja svæðið í heild. • Hönnun og skipulag tengist uppbyggingu og skipulagi íþróttamann- virkja á Jaðarsbökkum. • Hugmyndir innihaldi tillögur um framtíð útisvæða Knattspyrnufélags Akraness t.d. tilfærsla á keppnisvelli og mannvirkjum. • Hugmyndir styðji við varðveislu minja og náttúru svæðisins. • Hönnun og skipulag tengist uppbyggingu og skipulagi á Langasandsreit (Sementsreit). • Hugmyndir styðji við atvinnusköpun á svæðinu í anda heilsu og vellíðunar. • Hönnun og skipulag svæðisins tryggi aðgengi allra að svæðinu sem og einnig innan svæðisins ásamt góðu og öruggu aðgengi að fjörum svæðsins, þ.e. Langasandi og Leynisfjöru. • Hugmynd að hönnun strandstígar meðfram svæðinu, stígur sem hefur möguleika til góðra tenginga við núverandi stígakerfi og nærliggjandi svæði og verður fyrirmynd fyrir strandlengju Akraness. Hönnun stígs horfi til samspils gangandi og hjólandi umferðar. • Hönnun og skipulag geri svæðið líflegt, skapi skjólsæl svæði, stuðli að heilsueflingu, sé áhugavert og fræðandi og eftirsóknarvert fyrir fjölskyldur og aðra hópa. • Raunhæf framtíðarsýn við hönnun og skipulag þar sem virðing er fyrir því sem vel hefur verið gert á svæðinu, viðhalda sjónrænum tengslum við hafið og hugmyndir nýtist óháð árstíðum. styrki staðaranda svæðisins og tengist heilsu og vellíðan. uppbyggingu á svæðinu ásamt því að meta hvernig eða hvort núverandi mannvirki og/eða svæði geti nýst betur eða öðruvísi fyrir svæðið í heild. • Sérstaða svæðisins sé nýtt til fulls. Þitt álit skiptir máli Apríl Arkitekter, Kanon Arkitektar og Landmótun sf. ásamt Sei Stúdíó eru þau þrjú teymi sem taka þátt í hugmyndasamkeppni en þau voru formlega dregin í útdrætti þann 2. mars 2021. Hugmyndir þeirra eru hér til sýnis án auðkennis og á hvert teymi raðnúmer sem verður opinberað við niðurstöðu dómnefndar í byrjun september. Þitt álit skiptir okkur máli og óskum við eftir að heyra frá ykkur. Útbúin hefur verið rafræn viðhorfskönnun um hugmyndirnar sem íbúar geta fyllt út og sent dómnefndinni. Verða niðurstöður hafðar til hliðsjónar við ákvörðun um úrslit í samkeppninni. Allar nánari upplýsingar um Framboðslistar Frjálslynda lýðræð- isflokksins hafa nú verið birtir í öll- um landsbyggðarkjördæmum, en listar fyrir reykjavíkurkjördæmin verða birtir í næstu viku. Flokkur- inn hefur fengið úthlutað listabók- stafnum O. Listi flokksins í Norð- vesturkjördæmi er þannig: Nr. 1 Sigurlaug guðrún inga gísladóttir, verslunarmaður Nr. 2 Jóhann Bragason, rafvirki Nr. 3 Hafþór Magnússon, sjómaður Nr. 4 Jón Sigurðsson, smiður Nr. 5 reynir Sigurður gunnlaugsson, iðnaðarmaður Nr. 6 Karl Löve, öryrki Nr. 7 Ásta Björg Tómasdóttir, öryrki Nr. 8 Sigurður Þorri Sigurðsson, öryrki Nr. 9 ingólfur daníel Sigurðsson, tæknimaður Nr. 10 Jóhanna María Kristjánsdóttir, eldri borgari Nr. 11 gunnar Karl Halldórsson, prentari Nr. 12 Friðfinnur v Hreinsson, viðskiptafræðingur Nr. 13 guðrún K. Ívarsdóttir, matreiðslumaður Nr. 14 Símon Sverrisson, kaupmaður Nr. 15 Höskuldur davíðsson, eldri borgari Nr. 16 gunnlaugur dan Sigurðsson, öryrki. mm Á fésbókarsíðunni „Bakland ferða- þjónustunnar“ kom nýverið mynd af skilti við Kirkjufellsfoss á Snæ- fellsnesi. Þar var auglýst gjaldtaka fyrir bílastæði og var skiltið merkt fyrirtækinu Sannir landvættir. Það fyrirtæki sér einnig um gjaldtöku og uppbyggingu á innviðum á fleiri stöðum á Íslandi eins og við Náma- skarð og Laufskálavörðu en þau svæði eru einnig í einkaeigu líkt og Kirkjufellsfoss. Á heimasíðu fyrir- tækisins má sjá eftirfarandi texta: „Sannir landvættir bjóða viðskipta- vinum sínum upp á víðtæka þjón- ustu á sviði uppbyggingar á ferða- mannastöðum. allt frá einfaldri ráðgjöf til allsherjar uppbygging- ar, fjármögnunar og rekstrar stórra svæða.“ Bílastæðið við Kirkjufell var byggt upp með styrk frá Fram- kvæmdasjóði ferðamannastaða og hófst sú vinna árið 2018. Á fundi bæjarráðs grundarfjarðar í júlí 2019 var óskað eftir breyting- um á samningnum á milli land- eiganda og bæjarins með aðkomu Framkvæmdasjóða ferðamanna- staða. Í janúar 2021 voru lögð fram drög að samningi grundarfjarðar- bæjar við fyrirtækið Sanna land- vætti um bílastæði við Kirkjufells- foss ásamt beiðni grundarfjarðar- bæjar til Framkvæmdasjóðs ferða- mannastaða í júlí 2019 um að verkþáttur vegna bílastæða verði tekinn út úr framkvæmdaáætlun vegna styrkveitingar við áningar- staðinn Kirkjufellsfoss. Áður höfðu landeigendur og Sannir landvætt- ir gengið til samninga um rekstur svæðisins. Félag á vegum Sannra landvætta tekur þá yfir rekstur bílastæðisins og sinnir þjónustu á því. Bílastæðinu yrði þá afsalað til félagsins gegn greiðslu fram- kvæmdakostnaðar. Í júlí í sumar var svo undirritaður samningur við Sanna landvætti lagður fyrir bæjar- ráð til endanlegrar staðfestingar og var það samþykkt samhljóða. Nú er gjaldtaka að hefjast og fara tekjurn- ar af innheimtunni í að reka svæðið í framtíðinni. „Í raun er þetta mjög sanngjörn leið til að sjá til þess að reka svæðið og veita góða þjónustu þannig að upplifun gesta sé góð,“ segir Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri grundar- fjarðarbæjar í samtali við Skessu- horn. „Tekjur sem af þessu koma, fara í að sjá um vetrarþjónustu á svæðinu, til að hafa umsjónarmann sem losar rusl, sandar, saltar, læt- ur moka á veturna og hefur eftirlit með svæðinu svo eitthvað sé nefnt.“ Þó nokkrar framkvæmdir eru á döfinni hjá Sönnum landvættum en stefnt er að því að byggja upp göngustígana betur og bæta að- gengi fyrir fatlaða. verður spenn- andi að fylgjast með framvindunni á svæðinu næstu misserin. gjaldskylda er ekki byrjuð og fólki frjálst að leggja endurgjalds- laust á svæðinu. Sá háttur verður hafður á til að byrja með en í fram- tíðinni verður gjald innheimt fyrir þá sem leggja á svæðinu nema lagt sé í mjög skamman tíma. Á næst- unni þurfa þeir sem ætla að skoða Kirkjufellsfoss að greiða 1.000 krónur fyrir fólksbíl, 1.800 kr. fyrir húsbíl og 6.400 kr. fyrir rútur. að vísu er veglegur afsláttur af gjald- inu á meðan framkvæmdum stend- ur. tfk Frjálslyndi lýðræðisflokkur- inn birtir framboðslista sinn Sannir landvættir hyggja á gjaldtöku við Kirkjufell Skiltið við bílastæðið þar sem gestir ganga að fossinum.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.