Skessuhorn


Skessuhorn - 25.08.2021, Side 14

Skessuhorn - 25.08.2021, Side 14
MiðviKUdagUr 25. ÁgúST 202114 Undanfarnar vikur hafa starfsmenn og verktakar frá Malbikun akureyr- ar unnið hörðum höndum á Snæ- fellsnesi við að malbika götur þétt- býliskjarnanna á svæðinu. reikn- að er með að þessar framkvæmdir standi yfir eitthvað fram í septem- ber enda næg verkefni fram undan. Miðvikudaginn 18. ágúst síðastlið- inn var mikið um að vera á grund- argötunni í grundarfirði þegar nýtt malbik var lagt þar. Þetta er aðal umferðargatan í bænum enda ligg- ur hún í gegnum allan bæinn. Tals- vert rask var á umferð eins og gef- ur að skilja en þó ekki svo mikið að allir komust leiðar sinnar sem það þurftu. tfk Síðastliðinn miðvikudag var lokahátíð Sumarlesturs á Bóka- safni akraness. Hátíðin tókst mjög vel, en um 50 börn mættu og tóku þátt í leikjum og léttu gríni í tilefni dagsins. Í Sumarlestrinum að þessu sinni tóku 105 börn þátt. voru þau á aldrinum 6-12 ára. Börnin lásu samtals 662 bækur, eða 56.149 blaðsíður. „Það er náttúrlega frá- bær árangur hjá þessum ungu les- urum,“ segir Halldóra Jónsdótt- ir bæjarbókavörður. „Börnin hafa verið einstaklega skemmtilegir safngestir í sumar og hafa örugg- lega eflt lestrarfærni sína. Það kemur þeim vel þegar þau setjast aftur á skólabekk,“ segir Halldóra sem vildi jafnframt koma á fram- færi þökkum starfsfólks bókasafns- ins til styrktaraðila átaksins. mm/ Ljósm. mm & Nanna. akraneskaupstaður ákvað árið 2020 að efna til hugmyndasamkeppni um skipulag og hönnun Langa- sandssvæðisins á akranesi í sam- starfi við FÍLa, Félag íslenskra landslagsarkitekta. Markmiðið með samkeppninni var að fá hugmynd- ir um framtíðarskipulag svæðisins í heild sem tengir m.a. strandsvæði, skólasvæði, framtíðar uppbygging- arreit og hafnarsvæðið. Svæðið sem um ræðir nær frá innnesvegi til norðausturs, Langasandi og Leyni til suðvesturs, norðvestur afmarkast svæðið við gatnamót Jaðarsbrautar og Faxabrautar, suðaustur af bæjar- mörkum akraneskaupstaðar. Svæð- ið er um 35 hektarar að stærð og er stór hluti þess innan hverfisvernd- ar í gildandi aðalskipulagi. Það nær yfir útivistarsvæði frá Leynisfjöru, Sólmundarhöfða, meðfram Langa- sandi að Faxabraut. Eftir svæð- inu liggur strandstígur og á því er íþróttasvæðið að Jaðarsbökkum, íbúðabyggð á Sólmundarhöfða, hjúkrunar- og dvalarheimilið Höfði sem og fjölbýlishús við garðabraut, Höfðabraut og Jaðarsbraut. Á vefsíðu akraneskaupstaðar er sagt frá því að apríl arkitektar, Kanon arkitektar og Landmótun sf. ásamt Sei Stúdíó séu þau þrjú teymi sem tóku þátt í hugmynda- samkeppninni en þau voru form- lega dregin út í útdrætti 20. mars á þessu ári. útbúin hefur verið rafræn viðhorfskönnun um hug- myndir arkitektastofanna sem íbú- ar geta fyllt út og sent dómnefnd- inni. verða niðurstöður hafðar til hliðsjónar við ákvörðun um úrslit í samkeppninni. Könnunin er opin til 5. september næstkomandi. Íbúar eru beðnir um að draga fram helstu kosti í tillögunum í stuttu máli. vakin er athygli á því að þetta eru hugmyndir sem eru sett- ar fram en ekki endanlegt skipulag, sú vinna fer í gang að lokinni sam- keppni. verður þá eitt teymi dreg- ið út sem vinnur endanlegt deili- skipulag með akraneskaupstað. Tillögurnar verða einnig til sýnis á Langasandi milli guðlaugar og ærslabelgs frá og með deginum í dag, miðvikudaginn 25. ágúst. Sjá nánar á akranes.is. vaks Rafræn viðhorfskönnun um hönnun Langasandssvæðisins Mynd úr flygildi yfir Grundargötuna í austurátt. Grundargatan í Grundarfirði malbikuð Verið að sturta efni ofan í malbikunarvélina með tilheyrandi bendingum. Grundargatan einbreið og umferð stýrt úr sitt- hvorri áttinni. Línurnar lagðar fyrir leiki dagsins. Húllumhæ á bókasafninu Hópurinn að afloknu Húllumhæi. Ljósm. Nanna. Prúðbúnir starfsmenn í tilefni dagsins. Í einni þrautinni þurfti að ná legókubbum úr vatni með tánum.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.