Skessuhorn - 25.08.2021, Síða 16
MiðviKUdagUr 25. ÁgúST 202116
dagbjört dúna rúnarsdóttir býr
ásamt fjölskyldu sinni í Böðvars-
holti í Staðarsveit á Snæfellsnesi.
Hún er gift Þorkeli Marvini Hall-
dórssyni sem er menntaður bakari
og vinnur sem matráður í grunn-
skóla Snæfellsbæjar, Lýsudeild, þar
sem dætur þeirra tvær ganga einnig í
leik- og grunnskóla, þær Árelía Ósk
og viðja Margrét. Árið 2018 klár-
aði dagbjört B.Ed. gráðu í grunn-
skólafræðum en fór í framhaldi af
því í Ma nám í hagnýtri menning-
armiðlun sem hún lauk 2020. „við
bjuggum í reykjavík á námsárun-
um en þegar ég var að ljúka nám-
inu á síðasta ári fluttum við aftur
heim í sveitina okkar, þaðan sem
við erum bæði ættuð og uppalin,“
segir dagbjört í samtali við Skessu-
horn. „Hér viljum við búa og starfa
með okkar fjölskyldu og erum við
öll mjög sátt hér, í þessu umhverfi,
innan um vini og fjölskyldu,“ bætir
hún ánægð við.
Segir sögur
á Snæfellsnesi
dagbjört hefur starfað við ýmislegt
síðan hún flutti aftur í sveitina sína.
Hún var í hlutastarfi við kennslu
í Laugagerðisskóla frá áramót-
um síðasta vetur en verður í hluta-
starfi á komandi vetri í gSNB,
Lýsudeild. Hún er einnig formað-
ur í stjórn félagsins Sagnaseiður á
Snæfellsnesi og tekur að sér sögu-
fylgd víða um Snæfellsnes. „Það
felst í því að hitta fólk á áhugaverð-
um stöðum, ganga með því stuttar
gönguleiðir eða jafnvel keyra með
það hring um nesið og segja þá sög-
ur af svæðinu og svara spurningum
sem fólk hefur um lífið og tilveruna
hér á nesinu. Þetta eru oft erlend-
ir ferðamenn sem vilja skyggnast
inn í líf okkar heimamanna og sögu
landsins en einnig íslenskir hóp-
ar sem vilja fá að heyra sögur og fá
auka upplifun í ferð sinni um nes-
ið,“ segir dagbjört um sögufylgd-
ina.
Þykir saga
kirkjunnar mögnuð
Það sem dagbjörtu þykir þó vænst
um að fá að sinna á svæðinu er að
vera kirkjuvörður í Búðakirkju.
„Kirkjan stendur hjarta mínu mjög
nærri. Þarna var ég skírð, fermd
og gift, dætur mínar voru skírð-
ar í kirkjunni, ýmsar athafnir ást-
vina haldnar og ættingjar eru jarð-
aðir í kirkjugarðinum. En kirkjan
er ekki síður mikilvæg af því að mér
finnst umhverfi kirkjunnar og hún
sjálf svo stórbrotin bæði hvað varð-
ar fegurð og af því að saga kirkj-
unnar er svo mögnuð,“ segir dag-
björt um Búðakirkju á Snæfellsnesi.
„Þegar ég tek á móti hópum þar í
sögufylgd get ég rakið sögu kirkj-
unnar frá því um 1700 þegar allt að
130 manns bjuggu á Búðum, lýsi þá
lífinu þar, kaupmennskunni og að-
stæðum fólks. Segi frá fyrstu kirkj-
unni sem var reist árið 1703, til-
komu hennar og endalokum, og
þaðan að Steinunni Sveinsdóttur
sem barðist fyrir endurbyggingu
kirkjunnar upp úr 1840 og fékk að
lokum konungsleyfi til að byggja þá
kirkju sem nú stendur á Búðum og
hefur verið undir vernd húsafriðun-
ar frá 1990,“ bætir dagbjört við um
svörtu kirkjuna og sögu hennar.
„Í raun byrjaði þetta með því að
ég sóttist eftir því við sóknarnefnd-
ina að fá að fara með hópa í Búða-
kirkju sem hluta af sögufylgd hjá
mér. Í framhaldi af því var ég beð-
in um að taka það að mér að opna
kirkjuna fyrir hópa sem spurðust
fyrir um það beint við sóknarnefnd-
ina að skoða kirkjuna og síðan vatt
það upp á sig þannig að núna sé
ég um allt utanumhald, móttöku,
þrif og almennt eftirlit með Búða-
kirkju,“ útskýrir dagbjört sem er
titluð kirkjuvörður í Búðakirkju.
Kirkjan á hjara veraldar
dagbjört hefur borið titilinn kirkju-
vörður Búðakirkju síðan í júní 2019
og segir hún töluverðar breytingar
hafa átt sér stað hvað varðar Búða-
kirkju. „Undanfarin rúm tíu ár hafa
orðið miklar breytingar á kirkjunni,
ekki útlitslega, heldur hvað varðar
notkun og eftirspurn. Það er stöð-
ugur straumur fólks á svæðið sem
vill skoða umhverfið á Búðum en
ekki síður fá að sjá þessa litlu svörtu
kirkju á hjara veraldar sem hefur
verið ljósmynduð í bak og fyrir eins
og sést þegar Búðakirkja er slegið
inn á leitarstreng google,“ útskýr-
ir dagbjört. „Fólk kemur langar
leiðir til að ljósmynda á Íslandi og
fer sérstaka ferð hingað á Snæfells-
nesið til að mynda kirkjuna og um-
hverfi hennar. Minnst af því er þó
eitthvað sem þarf að sinna þar sem
það fer aðallega fram utan veggja
kirkjunnar. afleiðing þessarar
óbeinu markaðssetningar sem fal-
legar ljósmyndir eru, er hins vegar
aukin eftirspurn um athafnir, við-
burði og heimsóknir í Búðakirkju.
Það er það sem starfið hjá kirkju-
verði felur einna helst í sér; um-
stang í kringum heimsóknir, brúð-
kaupsathafnir, skírnir, tónleika og
sögumiðlun.“
Erlend pör vilja gifta sig
í Búðakirkju
Frá því dagbjört tók við starfi
kirkjuvarðar í Búðakirkju í júní
2019 hafa verið haldin 60 brúð-
kaup í kirkjunni og að sögn kirkju-
varðarins eru 25 brúðkaup bókuð
fram að næstu áramótum. Nú þeg-
ar eru komnar bókanir alveg fram
til ársins 2024, svo eftirsóknarverð
er Búðakirkja. „Það voru aðeins tíu
athafnir í heildina árið 2020 vegna
Covid, sem gerði mikið hlé í að-
sókninni. Flestir kusu að færa at-
hafnir sem þurfti að afbóka vegna
takmarkana, mjög fáir afbókuðu al-
veg en vildu heldur bíða til að geta
komist til landsins og haft brúð-
kaupið sitt í Búðakirkju þegar tak-
mörkunum léttir,“ útskýrir dag-
björt.
„Langflestar brúðkaupsathafn-
irnar eru fyrir erlend pör. Það eru
að jafnaði kannski þrjú íslensk
brúðkaup á ári en restin eru útlend-
ingar alls staðar að úr heiminum.
Ekki aðeins brúðkaup því það eru
núna farnir að koma foreldrar að
skíra börnin sín í Búðakirkju sem
höfðu gift sig þar nokkrum árum
áður,“ bætir hún við. Brúðkaup eru
langalgengust af öllu því sem fram
fer í kirkjunni, þar á eftir er mót-
taka hópa en á sumrin eru til dæm-
is fastir hópar sem koma í kirkj-
una í hverri viku, annars vegar eru
það gestir úr skemmtiferðaskipum
sem koma vikulega í grundarfjörð
og svo vikulegir hópar sem gista
á Hótelinu á Búðum sem koma
til dagbjartar í sögufylgd í kirkj-
unni fyrir lokakvöldverðinn þeirra
í skipulagðri ferð.
Gott samstarf við Hótel
Búðir
Tónleikar hafa einnig verið að bæt-
ast í flóruna. Í vetur fór Hótel Búð-
ir í samstarf við Búðakirkju um
að halda tónleika fyrir gesti sína í
kirkjunni. Með þessu fyrirkomulagi
var hægt að virða allar samkomu-
og fjöldatakmarkanir en samt halda
úti starfsemi á hótelinu. „Þau voru
með pakkatilboð á gistingu, mat og
tónleikum. Þá voru gerð tvö sótt-
varnahólf á hótelinu og tók hótel-
ið helming gestanna í mat á meðan
hinn helmingurinn var á tónleik-
um. Síðan fóru þau sem voru á tón-
leikum í mat en þau sem voru búin
að borða komu á seinni tónleikana.
Þetta var skemmtilegt og gott sam-
starf,“ rifjar dagbjört upp. „Þarna
voru tónlistarmenn eins og Bríet,
ragnheiður gröndal, KK, Högni
og fleiri. Það var yndislegt að sjá
svona líf í kirkjunni sem er ekki
annars mikið um á veturna,“ bæt-
ir hún ánægð við og segir jafnframt
að það ríki gott samstarf á milli
Hótel Búða og Búðakirkju en báð-
ar byggingar eru staðsettar nánast
á sama reitnum án þess þó að vera
með nein eiginleg tengsl ef út í það
er farið. Engu að síður hefur ná-
lægð þessara bygginga nýst fólki til
góðs sem gistir á hótelinu og nýtur
alla þá þjónustu sem þar er að finna
samhliða því að vera með viðburð
eða athöfn í kirkjunni.
Sóknarkirkja
heimamanna
„Búðakirkja er fyrst og fremst
sóknarkirkja okkar heimamanna
„Kirkjan stendur hjarta mínu mjög nærri“
-segir Dagbjört Dúna, kirkjuvörður í Búðakirkju á Snæfellsnesi
Dagbjört Dúna Rúnarsdóttir, kirkjuvörður í Búðakirkju. Ljósm. aðsend.
Dagbjört Dúna ásamt fjölskyldu sinni á Búðum þann 17. júní. Frá vinstri: Viðja
Margrét, Þorkell Marvin, Dagbjört Dúna og Árelía Ósk. Ljósm.aðsend.
Búðakirkja. Ljósm. Gunnhildur Lind. Altarið í Búðakirkju. Ljósm. Gunnhildur Lind.