Skessuhorn - 25.08.2021, Blaðsíða 17
MiðviKUdagUr 25. ÁgúST 2021 17
• Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti
BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS
Sími: 860-0708 • bv.sprautun@gmail.com
Vinnum fyrir öll tryggingafélög
FRUMHERJI HF. – ÞEGAR VEL ER SKOÐAÐ
www.frumherji. is
Stykkishólmur 2019
Bifreiðaskoðun verður hjá Bílaverkstæðinu
Dekk & Smur, Nesvegi 5
Miðvikudaginn 1. september
Fimmtudaginn 2. september
Föstudaginn 3. september
Allar gerðir ökutækja skoðaðar
Tímapantanir í síma 438–1385
Lokað í hádeginu kl. 12.00 – 13.00 S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
02
1
Jón Jóel Einarsson, ferðaþjónustu-
bóndi á arnarstapa á Snæfellsnesi,
hefur sent opið bréf til vegagerð-
arinnar þar sem hann lýsir þungum
áhyggjum af umferðaröryggi á arn-
arstapa. Áður hafði hann sömuleið-
is lýst áhyggjum sínum við bæjar-
yfirvöld í Snæfellsbæ. „Ég leyfi mér
að fullyrða að arnarstapi sé fjöl-
sóttasti ferðamannastaður á Snæ-
fellsnesi yfir sumartímann, jafn-
vel á öllu vesturlandi. gott væri að
hafa tölur til að styðjast við,“ seg-
ir Jón Jóel sem furðar sig reyndar á
að bílaumferð skuli ekki vera talin á
arnarstapa eins og víða er gert.
„En áhyggjur mína snúast mest
um umferðarhraða hér á arnar-
stapavegi, þ.e. á afleggjaranum frá
útnesvegi (574) niður að höfn.
Stutt frá vegamótunum er eitt skilti
sem sýnir 50 km hámarkshraða og
er það eina umferðarskiltið á svæð-
inu. Um veginn fara daglega marg-
ar rútur af öllum stærðum í bland
við smábíla, suma daga vöru- og
fiskflutningar, mótorhjól, húsbílar
og -vagnar. Trúlega ekki færri en
á annað hundrað farartæki á dag.
reyndar er sjálfstætt og vaxandi
áhyggjuefni hraðakstur fjórhjóla/
-torfærubíla sem hafa sest að hér
á Stapanum og þar eru augljóslega
líka börn við stýrið.“
Bréfritari bendir á að mikið sé
af ferðamönnum, gangandi fólki,
sem þverar títt arnarstapaveg á leið
sinni á veitingastaði eða í skoðun-
arferðir og er arnarstapavegur-
inn líka nýttur sem göngustígur.
„Einn veitingastaðurinn stendur
þétt við veginn en stærsta bílastæð-
ið er hinum megin götunnar þaðan
sem flestir koma. Þrátt fyrir þetta
er ekkert umferðarskilti á svæðinu
sem varar við eða sýnir gangandi
umferð. Óskiljanlegt! Ég vil kalla
þetta hættu- og ófremdarástand og
óttast að hér verði slys ef ástandið
verður óbreytt. Umferðarskipu-
lag og skipulagsmál almennt hér á
arnarstapa eru í miklum ólestri og
verður ekki leyst í einu snatri. En
í snatri má setja upp fleiri og skýr
umferðarmerki eins og t.d. það sem
sýnir hraða og bros- eða fýlukall.
Það má e.t.v. setja fleiri þrengingar
en þær tvær sem nú eru.“ að lokum
skrifar hann: „Ef einhver er í vafa
um umferðarþungann þá er auðvi-
tað lausnin að setja upp teljara.“
Jón Jóel sendi erindi þetta til
vegagerðarinnar og fékk svar síð-
astliðinn mánudagsmorgun frá
guðjóni H Björnssyni: „Takk fyrir
mjög svo góða ábendingu. Þetta er
eitthvað sem við þurfum að skoða
og reyna að bæta úr. Fyrir nokkrum
árum var samþykkt að hámarks-
hraði á arnastapavegi væri 50 km
og vegurinn merktur samkvæmt því
en engar frekari merkingar settar
upp. við skoðum þetta og reynum
að bæta úr sem fyrst,“ segir guðjón
H. Björnsson.
mm
Lýsir áhyggjum af
umferðaröryggi á Arnarstapa
og í okkar umsjón eins og reglur
Þjóðkirkjunnar segja til um,“ seg-
ir dagbjört ákveðin um kirkjuna
sína og sinna sveitunga. „Kirkjan
sjálf er ekki undir neinu fyrirtæki
eða rekstri sem markaðssetur hana
sjálf. vinsældirnar eru í raun sjálf-
sprottnar, byggðar á augljósu að-
dráttarafli staðarins ásamt því að
fólk dreifir myndum og myndbönd-
um af sínum heimsóknum, athöfn-
um og viðburðum í kirkjunni og
þannig spyrst það út og fólk sækist
eftir því að koma,“ segir dagbjört
um vinsældir kirkjunnar. „Því var
þetta voða mikið allt í einu kom-
ið upp í hendurnar á okkur, þessi
aukna vinna við utanumhald og
umstang í kringum móttöku og at-
hafnir í kirkjunni. Sem kirkjuvörð-
ur svara ég öllum fyrirspurnum sem
berast á netfang kirkjunnar, buda-
kirkja@gmail.com, held utan um
allar bókanir og dagatal kirkjunnar
svo allt sé skýrt og rekist ekki á. Ég
setti einnig upp og sinni vef kirkj-
unnar, www.budakirkja.is, þar sem
við reynum að koma á framfæri
helstu upplýsingum um kirkjuna,
stöðu hennar og mögulegt aðgengi
að henni. Þar má til dæmis finna
húsreglur sem við unnum að síðasta
vor og snúa að því að vernda þessa
170 ára gömlu kirkju, viðhalda
helgi hennar og skýra línurnar um
aðgengi og notkun á kirkjunni fyrir
ólíkar athafnir og viðburði.
Vill helst hafa kirkjuna
opna fyrir alla
Það er innheimt gjald fyrir leigu á
Búðakirkju og fyrir viðveru kirkju-
varðar á leigutíma. Hlutverk dag-
bjartar sem kirkjuvarðar í kringum
útleigu eru fyrst skrifleg samskipti
við fólk um leiguna, miðlun upp-
lýsinga og innheimta gjalds. „Síð-
an mæti ég og opna kirkjuna á um-
sömdum tíma, er þá búin að þrífa
og kveikja á ofnum ef þess þarf.
Ég er svo til staðar við undirbún-
ing eftir þörfum, leiðbeini um stað-
setningu myndavélaþrífóta, hljóð-
færa eða staðsetningu muna. Kirkj-
an er ekki stór og stundum þarf að
koma ýmsu fyrir. Munir í kirkjunni
eru margir mjög gamlir og verður
að umgangast þá varlega, þar kem
ég helst að uppsetningu og undir-
búningi ef þess þarf. Síðan, á með-
an athöfn eða viðburður stendur
yfir, þá er ég alla jafnan fyrir utan
kirkjuna, læt aðra gesti á svæðinu
vita að það sé viðburður eða athöfn
í gangi og bið þá um að trufla ekki
eða reyna að fara inn í kirkjuna,“
útskýrir dagbjört. „Fólk getur ver-
ið mjög ákveðið þegar kemur að því
að fá færi á að komast inn í kirkjuna,
það koma stundum mörg hundruð
manns á dag að Búðum þegar mest
er og mikill erill um hlaðið. Fólk
kemur gjarnan og vill komast inn
meðan á undirbúningi stendur eða
um leið og það sér að viðburði eða
athöfn er lokið. Það getur verið erf-
itt að vísa fólki stöðugt frá og sum-
ir vilja gefa í bauk kirkjunnar gegn
því að fá að komast inn þrátt fyr-
ir að kirkjan sé ekki opin almenn-
ingi. Ef ég er á staðnum fyrir eða
eftir móttöku, viðburð eða athöfn
þá leyfi ég oft fólki að kíkja inn. Ég
myndi helst vilja geta haft kirkjuna
opna fyrir alla að sjá og upplifa alla
daga, en það er ekki hægt eins og
er,“ segir dagbjört að endingu. glh
Sr. Arnaldur Máni Finnsson, sóknarprestur í Staðastaðarprestakalli, við gifting-
arathöfn í sumar. Ljósm. Gunnhildur Lind.