Skessuhorn - 01.09.2021, Side 6
MiðVikUdAgUR 1. SEptEMbER 20216
Sjóvá tryggir
bæinn
AKRANES: Á fundi bæj-
arráðs Akraneskaupstaðar í
síðustu viku var kynnt niður-
staða útboðs á vátryggingum
bæjarins og stofnana hans
fyrir árin 2022 til og með
2024. bæjarráð samþykkti að
gengið verði til samninga við
Sjóvá, en tilboð félagsins var
lægst í nýafstöðnu útboði.
tilboð tM var sjónarmun
hærra og missti því af lest-
inni að þessu sinni. -mm
Atvinnuleysi var
5,2% í júlí
LANDIÐ: Atvinnuleysi var
5,2% í júlí 2021 samkvæmt
árstíðaleiðréttum tölum
úr vinnumarkaðsrannsókn
Hagstofu Íslands. Saman-
burður við júní 2021 sýnir að
árstíðaleiðrétt atvinnuleysi
dróst saman um 0,4 pró-
sentustig á milli mánaða sem
samsvarar fækkun um 900
einstaklinga. Hlutfall starf-
andi jókst um 0,5 prósentu-
stig á milli mánaða sem sam-
svarar 1.500 manna fjölgun.
Árstíðaleiðrétt atvinnuleysi
hefur dregist saman um 2,5
prósentustig á milli ára en
atvinnuleysi mældist 7,7% í
júlí 2020. -mm
Rafmagnslaust í
einn dag
AKRANES: Veitur hafa til-
kynnt um rafmagnsleysi einn
dag í næstu viku við nokkr-
ar götur á Akranesi. Vegna
tengivinnu verður rafmagn
tekið af garðabraut, Höfða-
braut, Skarðsbraut 2 og 4
og Jaðarsbraut 27-41 mið-
vikudaginn 8. september
frá klukkan 09:00 til klukk-
an 19:00. Nánar má lesa
um þetta á veitur.is þar sem
fólki er bent á að slökkva á
rafmagnstækjum sem ekki
slökkva á sér sjálf og geta
valdið tjóni þegar rafmagn
kemur á að nýju. Þetta á
sérstaklega við um eldavél-
ar, mínútugrill og fleiri hit-
unartæki. Eins er ráðlegt að
slökkva á viðkvæmum tækj-
um. Í rafmagnstruflunum er
einnig gott að hafa kæli- og
frystiskápa ekki opna leng-
ur en þörf krefur. Því má
við þetta bæta að skrifstofa
Skessuhorns verður straum-
laus þennan dag og því verð-
ur einungis hægt að ná sam-
bandi við starfsfólk í farsíma,
eða senda reykmerki. -mm
Vetraropnun í
Guðlaugu tekur
gildi
AKRANES: Í dag er fyrsti
september og þá tekur í gildi
vetraropnun í guðlaugu við
Langasand. Frá og með deg-
inum í dag er opið á mið-
vikudögum og föstudögum
frá kl. 16:00 til 20:00 og á
laugardögum og sunnudög-
um frá kl. 10:00 til 18:00.
-glh
Kvennahlaup
LANDIÐ: Sjóvá kvenna-
hlaup ÍSÍ verður haldið
laugardaginn 11. september.
Fyrsta kvennahlaupið var
haldið árið 1990 með það
markmið að fá fleiri konur út
að hreyfa sig og hvetja þær
til þátttöku í íþróttastarfi á
Íslandi. Í dag er markmið
hlaupsins m.a. að efla sam-
stöðu kvenna og að eiga
ánægjulega samverustund
með fjölskyldu og vinum.
„Hlaupið er árviss viðburður
hjá mörgum konum sem taka
daginn frá til að hlaupa með
dætrum, mæðrum, ömm-
um, systrum, frænkum og
vinkonum sínum og marg-
ir karlmenn slást líka í hóp-
inn,“ segir í frétta á vef ÍSÍ.
Á Vesturlandi verður hlaup-
ið á Akranesi, grundarfirði,
Snæfellsbæ, búðardal og á
Reykhólum. -arg
Óku undir
áhrifum
VESTURLAND: tveir
ökumenn höfðu fengið sér
aðeins of marga drykki áður
en þeir óku af stað síðastlið-
inn sunnudag, 29. ágúst. Var
annar þeirra stöðvaður af
lögreglu á Vesturlandsvegi
skammt utan við borgar-
nes. Hinn stöðvaði lögregl-
an inni í Hvalfirði. Fóru þau
mál bæði í viðeigandi ferli
hjá lögreglunni. -arg
Ók á kind
SNÆFELLSNES: Lög-
reglunni á Vesturlandi var
tilkynnt um að ekið hafi ver-
ið á kind á Snæfellsnesvegi
fimmtudaginn 26. ágúst.
kindin slasaðist nokkuð en
var á lífi. Ekki er þó vitað um
afdrif hennar. -arg
Akurey Ak-10 kom inn til lönd-
unar í grundarfirði á sunnudag-
inn. Skipið gerði stutt stopp á með-
an löndun stóð yfir og svo var siglt
út á miðin aftur. Rétt tæp áttatíu og
tvö tonn komu á land og var megn-
ið af því þorskur. Það var því mik-
il umferð flutningabíla og lyftara á
höfninni á meðan löndun stóð yfir
sem tók þó skamman tíma.
tfk
Seðlabankinn tilkynnti um stýri-
vaxtahækkun síðastliðinn miðviku-
dag, en stýrivextir hækka nú um
hvorki meira né minna en 25%,
fara úr 1,0% í 1,25%. til að út-
skýra þessa ákvörðun segir pen-
ingastefnunefnd stofnunarinnar að
efnahagshorfur hafi batnað frá fyrri
spá og horfur séu á meiri hagvexti
í ár en spáð var í maí. Þá var spáð
3,1% hagvexti en nú hljóðar spáin
upp á fjögurra prósenta hagvöxt í
ár. Sú bjartsýnni spá ræðst að mestu
af því að ferðamönnum hefur fjölg-
að meira en ráð var fyrir gert og at-
vinnuleysi minnkað umfram vænt-
ingar. peningastefnunefnd telur
enn vera nokkra óvissu um fram-
vindu Covid-19 vegna útbreiðslu
delta-afbrigðisins.
Verðbólguþrýstingur fer nú
minnkandi þrátt fyrir að þrýstingur
vegna undirliggjandi verðbólgu sé
enn mikill. Hækkun vísitölu ræðst
að hluta af þenslu á húsnæðismark-
aði. Seðlabankinn spáir þó að verð-
bólga verði yfir fjórum prósentum
út árið en verði komin í markmið á
seinni hluta næsta árs. Verðbólgu-
markmið Seðlabankans er 2,5%
og vikmörk við eitt og fjögur pró-
sent. „peningastefnunefnd mun
beita þeim tækjum sem hún hefur
yfir að ráða til að tryggja að verð-
bólga hjaðni aftur í markmið inn-
an ásættanlegs tíma,“ segir í yfirlýs-
ingu stofnunarinnar.
mm
Akurey landaði í Grundarfirði
Stýrivextir voru hækkaðir um fjórðung