Skessuhorn


Skessuhorn - 01.09.2021, Qupperneq 16

Skessuhorn - 01.09.2021, Qupperneq 16
MiðVikUdAgUR 1. SEptEMbER 202116 Síðasti glugginn var festur í gamla Ferjukotsbæinn á bökkum Hvítár í borgarfirði í liðinni viku og mark- ar það nokkurn veginn endalok níu ára framkvæmdatímabils við húsið. „Nú sér fyrir endann á þessu loksins,“ segir Heiða dís Fjeldsted húsfreyja í Ferjukoti þegar blaðamaður kíkti við í sveitinni á dögunum. Heiða dís býr í gamla bænum ásamt kristjáni syni sínum og móður sinni, Hebu Magn- úsdóttur. „Þetta var miklu meiri vinna heldur en að byggja nýtt hús því fyrst þarf að rífa allt niður áður en hægt er að byrja að byggja upp að nýju. Mað- ur sér ekki eftir þessu í dag en þegar maður byrjaði þá féllust manni svolít- ið hendur,“ segir Heiða dís hreinskil- in um framkvæmdirnar. Slógu til Fyrir níu árum síðan buðu mamma og pabbi Heiðu dísar henni og Þórði, barnsföður hennar, að kaupa húsið. Þá hafði ekki verið búið í húsinu í nokkur ár, eða síðan amma Heiðu dísar fór úr því. „Mamma og pabbi kaupa jörð- ina hérna og með henni fylgdi þetta hús. Amma bjó svo í því í nokkur ár eftir að mamma og pabbi keyptu. Síðan fer hún á dvaló og þá í raun- inni bjó enginn í því þangað til við Þórður fluttum inn,“ útskýrir Heiða dís. „pabbi hafði þetta sem hluta af veiðisafninu sínu hérna. Þetta hús og húsin hér fyrir neðan tilheyrðu safn- inu líka,“ bætir Heiða dís við en fað- ir hennar, Þorkell Fjeldsted, stofnaði á sínum tíma veiðiminjasafn í Ferju- koti. „Mamma og pabbi vissu ekki al- veg hvað þau áttu að gera við húsið þegar þau fengu það í hendurnar svo þau buðu okkur Þórði að kaupa húsið. Við ákváðum að slá til og byrjuðum fyrir eiginlega nákvæmlega níu árum síðan á framkvæmdum.“ Ekki fúna spýtu að finna Ferjukotshúsið var byggt árið 1890 og er það einkar vel staðsett, með Hvítá og Ferjokotssíki sitthvorum megin við sig, svo ekki sé talað um Hvítár- brúna sem blasir við úr húsinu. Nýj- um hluta var svo bætt við árið 1917. Í heildina er Ferjukotshúsið um 300 fm stórt hús á fjórum hæðum sem skiptist í kjallara, tvær hæðir og ris. grunnurinn er steyptur en restin er timbur. „Við erum nokkuð viss um að húsið hafi verið flutt inn frá Noregi á sínum tíma. Hver einasta spýta var númeruð. Margir Íslendingar bjuggu í torfkofum þegar þetta hús var byggt. Járnið kom svo utan á húsið löngu síðar, um svipað leyti og þegar fólk almennt fór að klæða húsin sín með járni hérna á Íslandi,“ útskýrir Heiða dís. Upprunalega var Ferjukotshúsið byggt sem íbúðarhús og telur Heiða dís að þar hafi búið um 15 manns þegar mest var. Langa-lang afi Heiðu dísar, Andrés Fjeldsted, átti Ferju- kotsjörðina á þessum tíma og þykir henni líklegt að hann hafi byggt hús- ið án þess þó að hafa haft áætlanir um að búa í því sjálfur. Á þeim tíma átti Andrés nokkrar jarðir. „Okkur grunar að annað hvort vinnufólk eða leigu- liðar hafi búið hér fyrst um sinn. Eins og húsið er teiknað þá eru herbergi út um allt,“ segir Heiða dís hugsi. Þurftu að handmála allt Þegar ákveðið var að fara í fram- kvæmdir í Ferjukoti leituðu Heiða dís og Þórður til Húsafriðunarsjóðs sem hafði þá aðeins verið búinn að styrkja viðgerðir á húsinu. „Við fengum hann pétur frá Minjastofnun til að koma Seldi hest og keypti eldhúsinnréttingu -Rætt við Heiðu Dís húsfreyju í Ferjukoti í Borgarfirði Heiða Dís, húsfreyja í Ferjukoti. Ferjukot í Borgarfirði. Björgvin Fjeldsted, bróðir Heiðu Dísar, setur síðasta nýja gluggann inn í kvist gamla bæjarins. Ofnarnir í húsinu eru upprunalegir og voru allir gerðir upp. Stofan áður en hún var tekin í gegn. Ljósm. aðsend. Gamlar myndir af Ferjukoti.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.