Skessuhorn


Skessuhorn - 01.09.2021, Side 28

Skessuhorn - 01.09.2021, Side 28
MiðVikUdAgUR 1. SEptEMbER 202128 Vörur og þjónusta R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 H P Pípulagnir ehf. Alhliða pípulagnaþjónusta Hilmir 820-3722 Páll 699-4067 hppipulagnir@gmail.com S K E S S U H O R N 2 01 8 Fyrir alla vigtun Húsarafmagn Töflusmíði Iðnaðarrafmagn Bátarafmagn Bílarafmagn RAFMAGN vogir@vogir.is Sími 433-2202 VOGIR Bílavogir Kranavogir Skeifuvogir Pallvogir Aflestrarhausar Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is • Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS Sími: 860-0708 • bv.sprautun@gmail.com Vinnum fyrir öll tryggingafélög Pennagrein Pennagrein Lagning Sundabrautar er án vafa þjóðhagslega hagkvæmasta vega- framkvæmdin sem völ er á í dag. Sundabraut myndi stytta svo um munar þann tíma sem tekur að aka á milli NV-hluta landsins og höfuð- borgarinnar. Sundabraut skiptir því miklu máli fyrir NV-kjördæmi og Norðurland. Ekki síst fyrir Akranes og myndi styrkja verulega stöðu bæj- arins sem hluta af atvinnusvæðis höf- uðborgarinnar. Sundabraut er eðli- legt framhald Hvalfjarðarganga og mikilvægt að tvöföldun Vesturlands- vegar ljúki sem fyrst. Stórátak í jarðgangagerð Stórefla þarf jarðgangagerð. Jarð- göng eiga að vera sjálfsagður hlutur til að stytta vegalengdir og tryggja færð allt árið. Mikilvægt er að byrja sem fyrst á gerð jarðganga í gegnum Hálfdán milli bíldudals og tálkna- fjarðar (6,1 km) og undir Mikladal milli tálknafjarðar og patreksfjarðar (2,8 km). Hefja þarf undirbúning að jarðgangagerð á tröllaskaga á milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar. Í dag virðist vera litið á jarðgöng á Íslandi sem fágætan lúxus. Jarðgangagerð á nokkurra ára fresti staðfestir það. Mikilvægt er að nútíminn hefji inn- reið sína í samgöngumálum á lands- byggðinni. Ísland og NV-kjördæmi á þar langt í land. Yfir 1100 jarðgöng í Noregi Fjalllendi á Íslandi er mun minna en í Noregi og samgöngur á landi frá náttúrunnar hendi mun betri á Ís- landi en í Noregi, sem líkja má við Sviss og Alpana. Flatlendi líkt og á Suðurlandi finnst ekki í Noregi. Noregur er þrisvar sinnum stærra en Ísland og íbúar Noregs um fjórtán sinnum fleiri. Þegar kemur að fjölda og lengd jarðganga er munurinn á þessum nágrannaþjóðum stórkost- legur. Fámenni okkar í stóru landi og ríkidæmi Noregs skýrir ekki þennan mun og er hann rannsóknarefni. Í Noregi eru vel yfir 1100 jarð- göng (2018). Samanlögð vegalengd þeirra er yfir 800 km en 73 af þess- um jarðgöngum eru yfir 3000 metra löng. Í Noregi eru 33 neðansjávar- göng. Lengstu jarðgöng Noregs eru í Sognsfirði, um 25 km að lengd (Lærdalstunnelen). Jarðgöng eru ekki einungis á landsbyggðinni. Um- ferðarmestu jarðgöng Noregs eru í miðborg Oslóar (Festningstunne- len) en 77.000 farartæki fara um þau á sólarhring. Tíu jarðgöng á Íslandi Samkvæmt vef Vegagerðarinn- ar eru á Íslandi tíu jarðgöng í notk- un. Lengstu jarðgöngin eru undir breiðadals- og botnsheiði (9,1 km) og frá 1996, einbreið þriggja arma og barn síns tíma. Hvalfjarðargöng (5,8 km) eru frá 1998. bolungarvík- urgöng (5,4 km) eru frá 2009, Héð- insfjarðargöng, samtals 11 km, eru frá 2010, Norðfjarðargöng (7,9 km) frá 2017, Vaðlaheiðargöng (7,5 km) 2018 og dýrafjarðargöng (5,6 km) 2020. Styttri göng eru Arnardals- hamar (30 m) 1948, Strákagöng (800 m) 1967, Múlagöng (3,4 km) 1990, Almannaskarðsgöng (1,3 km) 2005. Lengri er listi jarðganga á Íslandi ekki og segir það sína sögu. til samanburðar má benda á lista yfir jarðgöng í Noregi á vefalfræði- orðabókinni Wikipedia (Liste over veitunneler i Norge) og Wikiwand (Veitunneler i Norge). Þessi munur á Noregi og Íslandi á fjölda og lengd jarðganga er ótrúleg- ur og lýsir skorti á skilningi á mikil- vægi jarðganga á Íslandi jafnframt því að sýna mun á byggðastefnu í ríkjun- um og skort á stefnumörkun. Eitt- hvað er það. Nýr nútíma Baldur Nú þegar dýrafjarðargöng eru kom- in í notkun og lagningu nýs vegar um dynjandisheiði er lokið er fyrir- sjáanlegt að Ísfirðingar, bolvíkingar o.fl. muni aðallega aka þá leið suður til Reykjavíkur. Mikilvægt er að þeir geti þá valið milli þess að aka barða- ströndina eða taka breiðafjarðarferj- una baldur. Að sigla með baldri yfir breiðafjörð eru mikil þægindi og sparar um þriggja tíma lýjandi akstur. baldur, brúin til Vestfjarða, á sér langa sögu og er ferjan ein af elstu ferðaþjónustufyrirtækjum landsins. Saga baldurs hófst fyrir 97 árum eða 1924 er guðmundur Jónsson frá Narfeyri kaupir gamlan bát til flutn- inga á farþegum og vörum. Ferjan sem er í notkun í dag var keypt notuð frá Noregi og keypt til að geta sinnt betur þungaflutning- um. Ferjan á undan henni var keypt notuð frá Hollandi. Aðstaða fyrir far- þega var mun betri í eldri ferju. Fyr- ir farþega er núverandi baldur, hvað varðar aðstöðu og þægindi, líkt og að fara áratugi aftur í tímann. gamal- dags gluggalaus matsalur er niður í kili og gömul slitin óþægileg sæti undir brú. Núverandi baldur stenst engan veginn nútímakröfur um þæg- indi í farþegaflutningum og er í engu samhengi við það að ferðaþjónusta er í dag mikilvægasta atvinnugrein þjóðarinnar. til hvaða þriðja heims- ríkis ætli núverandi baldur verði seld- ur, líkt og sá fyrri? Ný og nútímaleg breiðafjarðarferja fyrir farþega og þungaflutninga er eðlileg afmælis- gjöf fyrir 100 ára afmæli baldurs árið 2024. Samgöngur á Vestfjörðum, Vest- urlandi og Norðurlandi vestra í dag endurspegla vannýtta möguleika NV-kjördæmis í ferðaþjónustu og eru ekki í samræmi við þær kröfur sem íbúar kjördæmisins geta með réttu gert til nútímasamgangna. Eyjólfur Ármannsson Höfundur er í 1. sæti á framboðslista Flokks fólksins í NV-kjördæmi. Eftirfarandi bréf sendi ég til trygg- ingastofnunar fyrir nokkrum dög- um. Ég vil gjarnan að sem flestir fái að sjá efni þess og sendi það því til birtingar í Skessuhorni: tilefni þessa bréfs er vegna bréfs dagsett 11. júní sl. sem ég fékk frá ykkur. Þar kemur fram að ég skuldi tryggingastofnun 145.836 kr, vegna ofgreiðslna. Ég hugsaði bara, hver fjandinn er í gangi, og ég varð alveg sjóðandi ill. Svo kom í ljós að þetta var vegna greiðslna úr lífeyrissjóði mannsins míns, en hann lést 31. janúar síð- astliðinn. Og ekki nóg með það, heldur minnkuðu greiðslur til mín frá tryggingastofnun um u.þ.b. 30.000 kr á mánuði, og á ég þá við útborgað. Við hverju má búast næst? Hvers vegna má maður ekki hafa þetta í friði? Ég veit að ég er ekki ein um að lenda í þessu og ég segi fyrir hönd allra sem verða fyr- ir þessu, þetta er þjófnaður! Lög- verndaður þjófnaður. Þið passið upp á það eins og sjáöldur augna ykkar að við fáum ekki einni krónu meira en það sem okkur er skammt- að, eins og skítur úr hnefa. Ég spurðist fyrir um hvernig það væri með 100 þúsundin sem var sagt að við mættum þéna á mán- uði án þess að það myndi skerða bætur. Jú, svörin voru þau að það væri vegna vinnu, ekki lífeyris- sjóðsgreiðslna. En af hverju eru þá lífeyrissjóðsgreiðslurnar kallað- ar laun? Hvernig fyndist ykkur ef þið tækjuð að ykkur aukavinnu og þau laun yrðu dregin af ykkar föstu launum? Þið mynduð að öllum lík- indum svara að það væri allt ann- að mál. Nei! Það er ekki allt annað mál, það er alveg það sama og verið er að gera okkur. Þegar maki fellur frá þá minnka tekjur heimilisins um 50% eða jafnvel meira. En rekstur heim- ilisins minnkar ekkert. Fasteigna- gjöld verða þau sömu. Upphitun- arkostnaður, rafmagn, viðhald á húsi, rekstur á bíl og margt margt fleira er það sama. Það eina sem minnkar örlítið er matarkostnaður en þó ekki teljandi. Mér virðist að þið sem stjórnið þessu, gerið ykk- ur ekki grein fyrir þessu, ekki skilja eða viljið ekki skilja þetta. Er ekki kominn tími til að það sé farið að hugsa um að við ellilíf- eyrisþegar og öryrkjar erum fólk alveg eins og þið og við viljum lifa mannsæmandi lífi? Ég vil nefna svona hinsegin að nú er komið að miklum endurbótum og viðhaldi á húsinu mínu sem gæti kostað ein- hverjar milljónir og ég þurfti í vor að fá mér heyrnartæki sem kostuðu 500.000 krónur. Þið takið kannski tillit til svona mála? HAHAHA... bjartsýn ég! Fyrir hönd allra sem í þessu lenda, er mál að linni. Hvernig stjórnvöld fara með okkur! Ég mun einnig birta þetta bréf í fjölmiðl- um til þess að alþjóð sjái hversu svívirðilega er farið með okkur og hvers þeir mega vænta sem eiga eft- ir að ganga í gegnum það að verða eldri borgarar eða öryrkjar. Ég held að margir geri sér ekki grein fyrir hvernig er farið með okkur. Svo þegar öryrki verður eldri borgari þá minnka bæturnar, sennilega vegna þess að hann er ekki öryrki lengur, heldur eldri borgari. Ég segi enn og aftur, það er mál að linni árásum á eldri borgara og öryrkja. Virðingarfyllst, Ragnheiður Jósefsdóttir Strandgötu 5 Tálknafirði Hvernig stjórnvöld fara með okkur Frá Sundabraut til nýrrar Breiðafjarðarferju

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.