Skessuhorn - 12.01.2022, Síða 8
MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 20228
Ók á bæjarskilti
BORGARFJ: Vegagerðin til-
kynnti um mannlausan bíl sem
hafði hafnað utan vegar við
Snældubeinsstaði í Reykholtsdal
síðasta laugardag. Haft var sam-
band við skráðan eiganda bílsins
og kom í ljós að sonur hans hafði
lent í ógöngum á bílnum, lent
utan vegar og ollið skemmdum
á skilti og á bílnum. Vegagerðin
er eigandi skiltisins og því á ök-
umaðurinn von á reikningi frá
henni á næstunni. -vaks
Nappaður
í símanum
BORGARNES: Síðasta fimmtu-
dag var ökumaður nappaður við
að tala í símann við akstur. Þessi
óheppni ökumaður á von á 40
þúsund króna sekt frá yfirvöld-
um. Ökumönnum er bent á að
það má ekki halda á símanum við
akstur og vera með á „speaker“,
það þarf að leggja hann frá sér við
akstur. -vaks
Sofnaði
undir stýri
HVALFJ.SVEIT: Seinnipart
fimmtudags fór bíll út af við
Fiskilæk í Melasveit og lenti á
girðingu. Ökumaður sagðist hafa
sofnað undir stýri og vaknað
þegar hann var kominn út af veg-
inum. Ástand ökumanns var í lagi
en sýnilega þreytulegur að sjá og
slapp með lítil meiðsli. -vaks
Aflatölur fyrir
Vesturland
1.-7. janúar
Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu
Akranes: 4 bátar.
Heildarlöndun: 10.034 kg.
Mestur afli: Eskey ÓF: 6.293 kg
í einni löndun.
Arnarstapi: 1 bátur.
Heildarlöndun: 8.324 kg.
Mestur afli: Rán SH: 8.324 kg í
einum róðri.
Grundarfjörður: 4 bátar.
Heildarlöndun: 221.226 kg.
Mestur afli: Akurey AK: 142.215
kg í einni löndun.
Ólafsvík: 10 bátar.
Heildarlöndun: 130.245 kg.
Mestur afli: Ólafur Bjarnason
SH: 39.842 kg í fimm löndunum.
Rif: 11 bátar.
Heildarlöndun: 317.996 kg.
Mestur afli: Bárður SH: 72.931
kg í fimm róðrum.
Stykkishólmur: 3 bátar.
Heildarlöndun: 22.150 kg.
Mestur afli: Kári SH: 11.798 kg
í tveimur löndunum.
Topp fimm landanir
á tímabilinu:
1. Akurey AK – GRU: 142.215
kg. 6. janúar.
2. Harðbakur EA – GRU:
70.881 kg. 5. janúar.
3. Örvar SH – RIF: 53.223 kg.
6. janúar.
4. Tjaldur SH – RIF: 45.034 kg.
6. janúar.
5. Bárður SH – RIF: 26.966 kg.
7. janúar.
-arg
Mega útskrifa
sig sjálfir
LANDIÐ: Heilbrigðisráðu-
neytið vekur athygli á því að
þeir sem lokið hafa sjö daga
einangrun eftir staðfest smit af
völdum Covid-19 geta nú og
mega útskrifa sig sjálfir, að því
tilskildu að þeir finni ekki fyr-
ir sjúkdómseinkennum. Í til-
kynningu kemur fram að Covid
göngudeild Landspítala hef-
ur alla jafnan samband við fólk
fyrir útskrift, en vegna mikils
álags er ekki skylt að bíða eft-
ir skilaboðum frá Covid göngu-
deildinni, að því gefnu að öll
skilyrði fyrir útskrift séu upp-
fyllt. „Einangrun hefst frá þeim
tíma að telja sem fyrir liggur já-
kvætt PCR-próf um sýkingu
viðkomandi. Hvorki jákvætt
heimapróf né hraðpróf telst
viðmið fyrir upphaf einangrun-
ar.“ -mm
Grunnskóla-
kennarar semja
LANDIÐ: Daginn fyrir gaml-
ársdag skrifuðu Félag grunn-
skólakennara og samninganefnd
Sambands íslenskra sveitarfé-
laga undir nýjan kjarasamning.
Samningurinn var undirritaður
með rafrænum hætti hjá emb-
ætti ríkissáttasemjara. Gild-
istími er frá 1. janúar 2022 til
31. mars 2023. „Þetta er í fyrsta
sinn sem Félag grunnskóla-
kennara og Samband íslenskra
sveitarfélaga undirrita nýj-
an kjarasamning áður en gild-
andi samningur rennur út. Nýr
kjarasamningur fer nú í kynn-
ingu meðal félagsmanna Félags
grunnskólakennara og hjá Sam-
bandi íslenskra sveitarfélaga,
en niðurstaða atkvæðagreiðslu
um samninginn mun liggja fyr-
ir þann 14. janúar 2022,“ segir í
tilkynningu frá SÍS. -mm
Fíkniefnaakstur
BORGARNES: Á þriðju-
dag í liðinni viku var ökumað-
ur handtekinn um hádegisbil-
ið vegna gruns um að aka und-
ir áhrifum fíkniefna. Maðurinn
var fluttur á lögreglustöðina,
blóðsýni tekið og fór mál hans
hefðbundna leið. -vaks
Kveikjum eld
AKRANES: Krakkar gerðu sér
það að leik á þriðjudag í síðustu
viku að kveikja eld við Melteig
á Akranesi um hálftíu leytið að
kvöldi. Safnað var í haug sem
innihélt púðurkerlingar, hrúga
af gömlum skottertum og dag-
blöðum. Þegar lögreglan kom
á staðinn var búið að slökkva
eldinn en rætt var við ung-
mennin. -vaks
Tekinn próflaus í
annað sinn
NORÐURÁRD: Á miðviku-
dag í síðustu viku var ökumað-
ur handtekinn við Hótel Bifröst
grunaður um ölvunarakstur.
Við nánari grennslan kom í ljós
að ökumaðurinn hafði áður ver-
ið sviptur ökuleyfi og á því von
á mjög hárri sekt. Þá var einnig
staðfest fíkniefnanotkun og ölv-
un ökumanns. -vaks
Kjör íþróttmanns Akraness fór að
venju fram á þrettándanum. Þar bar
sigur úr býtum Kristín Þórhalls-
dóttir kraftlyftingakona sem nýver-
ið var einnig kjörin Vestlending-
ur ársins fyrir afrek sín. Í öðru sæti
varð sundmaðurinn Enrique Snær
Llorens Sigurðsson og badminton-
konan Drífa Harðardóttir þriðja.
Samhliða kjörinu var birt nýtt
myndband sem Kristinn Gauti
Gunnarsson tók saman og vann að
beiðni ÍA en með styrk frá Akra-
neskaupstað. Í því má á rúmum
þremur mínútum sjá hina fjöl-
breyttu flóru íþrótta sem stundað-
ar eru innan vébanda Íþróttabanda-
lags Akraness. Myndbandið er í
senn vel gert og fræðandi um þann
fjölda íþrótta sem stundaðar eru.
Slóðina á myndbandið má finna á
vef ÍA.
mm
Á þriðjudag í liðinni viku voru 45
ár frá því að leikskólastarf hófst í
Grundarfirði en það var 4. janú-
ar árið 1977 sem opnaður var leik-
skóli í húsi grunnskólans. 15. nóv-
ember 1979 varð Leikskólinn Sól-
vellir svo til, þegar starfsemin flutti
úr grunnskólanum í eigið húsnæði
að Sólvöllum 1, þar sem hann er
enn í dag. Frá þessum tímamótum
segir á vefsíðu Grundarfjarðarbæj-
ar. Þar er einnig hægt að lesa um
sögu Leikskólans Sólvalla og er hér
gripið niður í þá frásögn:
„Áður en leikskóli var settur
á stofn í Grundarfirði var rek-
inn gæsluvöllur fyrir börn und-
ir skólaaldri. Það voru kvenfélag-
ið Gleym mér ei og Eyrarsveit sem
ráku völlinn á sumrin árin 1966-
1979. Leikvöllurinn var byggður
árið 1963 og var á opna svæðinu
á milli Grundargötu, Hlíðarvegs
og Borgarbrautar í Grafarnesi (nú
oftast nefnt Þríhyrningur). Síðan
var það árið 1974 að nokkrar kon-
ur í Grundarfirði komu saman og
ákváðu að kanna viðhorf sveitarfé-
lagsins og vinnuveitenda til leik-
skólareksturs, sem þær og gerðu.
Ekki var mikill áhugi fyrir hendi
hjá forystumönnum sveitarfélags-
ins eða atvinnurekendum og meðal
annars sagði einn þeirra; „elskurn-
ar mínar, hjá mér eru allar konur
komnar úr barneign,“ og fór mál-
ið ekki lengra í bili. Árið 1976 var
ákveðið að byggja leikskóla á Sól-
völlum 1 og voru það Rauðakross-
deildin og sveitarfélagið sem stóðu
að byggingunni. Valin var bygging
frá Einingarhúsum á Siglufirði sem
reistu húsið. Í húsinu var ein deild
með 42 börnum (21 barn í einu),
starfsmannaaðstaða (skrifstofa,
kaffistofa, salerni) og geymsla.
Framlag Rauðakrossdeildarinn-
ar fólst að mestu í sjálfboðavinnu
sem félagar inntu af hendi (máln-
ingarvinna og annað). Þann 15.
nóvember árið 1979 var Leik-
skólinn svo formlega opnaður.“
Vegna ytri aðstæðna var ekki
hægt að efna til samkomu af ein-
hverju tagi í tilefni afmælisins en
síðastliðinn föstudag gerðu nem-
endur og starfsfólk sér glaðan dag
m.a. með kökum og blöðrum.
vaks
Fyrsta umferð spurningakeppni
framhaldsskólanna, Gettu betur,
hófst á mánudaginn. Ekki verð-
ur útvarpað frá keppnunum á Rás
2 Ríkisútvarpsins eins og verið hef-
ur síðustu ár heldur verður beint
streymi aðgengilegt á vef RÚV. 29
skólar taka þátt í keppninni í ár.
Keppt verður næstu daga og lýkur
fyrstu umferðinni á fimmtudags-
kvöld. Sigurliðin komast svo áfram
í aðra umferð sem verður í næstu
viku, 17. og 19. janúar. Hægt verð-
ur að fylgjast með öllum viður-
eignum í streymi á ruv.is. Föstu-
daginn 4. febrúar hefjast svo sjón-
varpsútsendingar frá Gettu betur
og sjálf úrslitaviðureignin fer fram
18. mars.
Covid-19 litar andrúmsloftið í
Gettu betur þriðja árið í röð. Að
þessu sinni þurfa allir keppend-
ur að fara í hraðpróf og þá verð-
ur sérstaklega gætt að sóttvörnum
í Efstaleiti. Engir áhorfendur eru
leyfðir að þessu sinni. Verzlunar-
skóli Íslands er handhafi hljóðnem-
ans eftir sigur á Kvennaskólanum í
úrslitum í fyrra.
Tveir skólar af Vesturlandi taka
þátt að þessu sinni. Fjölbrauta-
skóli Vesturlands á Akranesi mætti
Fjölbrautaskóla Suðurnesja í gær-
kvöldi og lá niðurstaðan ekki fyrir
þegar Skessuhorn var prentað. Þá
mun Menntaskóli Borgarfjarðar í
Borgarnesi mæta Menntaskólan-
um á Tröllaskaga og fer viðureign
þeirra fram í kvöld, miðvikudaginn
12. janúar klukkan 19. mm
Kynningarmyndband um
fjölbreyttar íþróttir á Akranesi
Spurningakeppnin
Gettu betur er hafin
Leikskólabörn í Grundarfirði á göngu fyrir einhverjum árum síðan.
Ljósm. Bæring Cecilsson.
Leikskólastarf í 45 ár
í Grundarfirði