Skessuhorn - 12.01.2022, Síða 23
MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 2022 23
Leiðinlegast þegar æfingarnar rekast á
Íþróttamaður vikunnar
Íþróttamaður vikunnar er nýr
liður hjá Skessuhorni. Þar leggj-
um við fyrir tíu spurningar
til íþróttamanna úr alls konar
íþróttum á öllum aldri á Vestur-
landi. Fyrst í röðinni er klifur-
og fótboltakonan Þórkatla Þyrí
frá Akranesi.
Nafn? Þórkatla Þyrí Sturludóttir
Fjölskylduhagir? Ég er 13 ára, er
elst af systkinum mínum og bý hjá
mömmu og pabba.
Hver eru þín helstu áhugamál?
Klifur og fótbolti.
Hvernig er venjulegur dagur hjá
þér um þessar mundir? Vakna
snemma og fer í skólann, kem heim
og les. Svo fer ég á æfingu eða æf-
ingar.
Hverjir eru þínir helstu kostir og
gallar? Erfit að segja það sjálf en
ég veit að ég er samviskusöm með
mikinn metnað sem kosti. Galli að
ég er stundum of vandvirk og lengi
að ákveða mig þegar það þarf að
velja á milli hluta.
Hversu oft æfir þú í viku? Ég fer
á sjö æfingar og er æfingartíminn
um 11 klst. yfir vikuna og svo er ég
auðvitað eins og allir í leikfimi og
sundi í skólanum sem er gott fyrir
báðar íþróttirnar.
Hver er þín fyrirmynd í íþrótt-
um? Í klifri er það Brimrún Eir
Óðinsdóttir, hún æfði með ÍA og
svo Janja Garnbret ólympíumeist-
ari. Í fótboltanum er það Hallbera
Rún Gísladóttir, hún er eina ÍA
stelpan í landsliðinu og spilar í vörn
og ég er oftast líka þar.
Af hverju valdir þú fótbolta og
klifur? Ég byrjaði að æfa fótbolta
þegar ég var í leikskóla og var líka
að æfa fimleika áður en ég fór í
klifrið. Ég var í 2. bekk og man ekki
alveg nákvæmlega en mamma segir
að ég hafi sagt að ég hafi strax ver-
ið viss um að vera mjög góð í því en
ég var alltaf að klifra út um allt áður
en ég byrjaði.
Hver er fyndnastur af þeim sem
þú þekkir? Aldís Ósk í bekknum
mínum er mjög fyndin.
Hvað er skemmtilegast og
leiðinlegast við þína íþrótt? Það
sem er skemmtilegt í báðum íþrótt-
um eru góðir hópar sem ég æfi með
og gaman á æfingum. Leiðinlegast
að æfingarnar rekast stundum að-
eins á og þá næ ég ekki að vera með
í öllu á báðum stöðum.
vaks
Kraftlyftingakonan Kristín Þór-
hallsdóttir var á þrettándanum
kjörin Íþróttamaður Akraness árið
2021, en úrslitin voru kunngjörð
í Frístundamiðstöðinni á Garða-
völlum. Í öðru sæti í kjörinu var
sundmaðurinn Enrique Snær Llor-
ens Sigurðsson og badmintonkon-
an Drífa Harðardóttir í þriðja sæti.
Þetta er í annað sinn sem Krist-
ín hlýtur þennan titil en hún var
einnig kjörin í fyrra.
Nýr verðlaunagripur
Íþróttamaður Akraness fékk í fang-
ið nýjan bikar. Frá árinu 1977 hef-
ur Friðþjófsbikarinn verið af-
hentur. Það var gert fyrst árið
1991 og var því afhentur í rétt 30
skipti. Nú var sú ákvörðun tekin að
leggja hann til hliðar til varðveislu
hjá ÍA. Við þessi tímamót var jafn-
framt ákveðið að taka í notkun
nýjan bikar og hefur hann feng-
ið nafnið Helga Dan bikarinn, til
minningar um Helga Daníelsson.
Helgi Dan var öðrum fremur sá
sem kom að því að Íþróttamaður
Akraness skyldi valinn árið 1965 og
gerði hann það í minningu bróð-
ur síns Friðþjófs sem lést ungur
af slysförum. Helga Dan þarf vart
að kynna fyrir Skagamönnum en
hann var ötull félagsmaður í starfi
ÍA allt fram á síðasta dag, starfaði
sem rannsóknalögreglumaður og
ljósmyndari.
Helga Dan bikarinn er gefinn
af syni Helga, Steini Helgasyni,
konu hans Elínu Klöru og börnum
þeirra, Steindóru, Írisi, Helga Dan,
Helenu og Marellu. vaks
Snæfell og Þór Akureyri mættu-
st á laugardaginn í 1. deild kvenna
í körfuknattleik og fór leikurinn
fram í Stykkishólmi. Mikið jafn-
ræði var með liðunum í fyrsta leik-
hluta, þau skiptust á að ná foryst-
unni og staðan 20:18 fyrir Snæfell
við lok hans. Baráttan hélt áfram í
öðrum leikhluta en Snæfell var þó
með undirtökin og náði níu stiga
forystu fljótlega í leikhlutanum.
Þær náðu að halda því forskoti að
hálfleik þó að Þórsstúlkur reyndu
hvað þær gátu til að minnka mun-
inn en staðan í hálfleik 47:39 fyr-
ir Snæfell.
Í þriðja leikhlutanum var allt á
svipuðum nótum til að byrja með
en þá var besti leikmaður Snæfells,
Sianni Martin, rekin í sturtu eftir
rúman fimm mínútna leik. Þór náði
í kjölfarið að koma spennu í leikinn
með því að minnka muninn nið-
ur í fimm stig. Snæfell kom síðan
til baka eftir að hafa jafnað sig eft-
ir brottreksturinn, sýndi mikla bar-
áttu og munurinn kominn í tíu stig
þegar liðin gerðu sig tilbúin fyrir
fjórða og síðasta leikhluta, 63:53.
Í stuttu máli fór allt í baklás og
skrúfuna hjá gestunum í honum
því Snæfell vann lokakaflann 26:9.
Fyrirliði Snæfells, Rebekka Rán
Karlsdóttir, var þar fremst í flokki,
átti frábæran leik og Snæfell sigldi
sigrinum örugglega í höfn, loka-
staðan 89:62 fyrir heimamenn.
Stigahæstar hjá Snæfelli voru þær
Rebekka Rán með 22 stig, Sianni
Martin var með 21 stig og Rósa
Kristín Indriðadóttir með 9 stig.
Hjá Þór var Heiða Hlín Björns-
dóttir með 14 stig og þær Ionna
McKensie, Hrefna Ottósdóttir og
Marín Lind Ágústsdóttir voru allar
með 11 stig hver.
Næsti leikur Snæfells er gegn KR
þriðjudaginn 18. janúar í Stykkis-
hólmi og hefst leikurinn klukkan
18. vaks
Kosningu er lokið fyrir Íþrótta-
mann Borgarfjarðar árið 2021 og
vegna aðstæðna í samfélaginu hef-
ur verið ákveðið að hafa hátíðina í
ár rafræna, sem sagt með svipuðum
hætti og í fyrra. Frá þessu er greint
á síðu Ungmennasambands Borg-
arfjarðar. Í dag, miðvikudaginn
12. janúar, verður myndband með
Íþróttamanni Borgarfjarðar birt
á síðu UMSB og á facebook síðu
sambandsins. UMSB hefur feng-
ið tækninefnd Menntaskóla Borg-
arfjarðar með sér í samstarf og
ætla þau að klippa saman og útbúa
myndband um Íþróttamann Borg-
arfjarðar.
Alls eru 13 íþróttamenn tilnefnd-
ir, sjö konur og sex karlar. Þeir sem
eru tilnefndir eru eftirfarandi í staf-
rófsröð: Alexandrea Rán Guðnýj-
ardóttir kraflyftingar, Bjarki Péturs-
son golf, Bjarni Guðmann Jónsson
körfubolti, Embla Kristínardótt-
ir körfubolti, Erla Ágústsdóttir
ólympískar lyftingar, Guðrún Kar-
ítas Hallgrímsdóttir frjálsar íþrótt-
ir, Heiður Karlsdóttir körfubolti,
Helgi Guðjónsson knattspyrna,
Jósep Magnússon hlaup, Kolbrún
Katla Halldórsdóttir hestaíþrótt-
ir, Kristín Þórhallsdóttir kraft-
lyftingar, Sigursteinn Ásgeirsson
frjálsar íþróttir og Viktor Már Jón-
asson knattspyrna.
vaks
Stjórn KKÍ kom saman á fjarfundi í
síðustu viku og tók þá ákvörðun að
færa VÍS bikarinn í körfunni til 16.-
20. mars að tillögu mótanefndar.
Þetta þýðir að fyrirhuguð VÍS bik-
arvika verður ekki leikin í næstu viku.
Þetta er gert í ljósi fjölda einstaklinga
í sóttkví og einangrun. Smitbylgjan
sem nú gengur yfir hefur þegar haft
talsverð áhrif á mótahaldið en hund-
ruðir einstaklinga eru þátttakendur í
VÍS bikarvikunni. mm
Bjarki Pétursson kylfingur var Íþróttamaður Borgarfjarðar árið 2020.
Ljósm. umsb
Tilnefningar til Íþrótta-
manns Borgarfjarðar
Rebekka Rán Karlsdóttir var öflug í liði Snæfells gegn Þór. Hér í leik fyrr í vetur á
móti KR. Ljósm. sá
Snæfell vann
öruggan sigur á Þór
Kristín kjörin Íþróttamaður Akraness
Kristín Þórhallsdóttir með nýja verðlaunagripinn, Helga Dan bikarinn, á lofti.
Ljósm. vaks
VÍS bikarinn færður til mars