Skessuhorn


Skessuhorn - 09.02.2022, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 09.02.2022, Blaðsíða 1
arionbanki.is Engin lántökugjöld á 100% rafmagnsbílum Kynntu þér græna bílafjármögnun Arion banka. FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 6. tbl. 25. árg. 9. febrúar 2022 - kr. 950 í lausasölu Tilboð gildir út janúar 2022 Gos úr vél frá CCEP fylgir með HOT DOG & A CAN OF COCA COLA 499 kr. & Coke í dós PYLSA Heyrnarþjónusta s:534-9600 www.heyrn.is Opið alla daga ársinsÍ síðustu viku var að frumkvæði Golfklúbbs Borgarness og Hótel Hamars rudd skíðagöngubraut með spori á Hamarsvelli í Borgarnesi. Fólk kunni því vel en hér má sjá þær Jónínu Hólmfríði Pálsdóttur og Björg Kristófersdóttur í góðum gír í brautinni á fimmtudaginn. Sjá nánar frétt á íþróttasíðum. Ljósm. Gunnhildur Lind. Loðnuveiðar hafa gengið mjög vel á þessu ári og það vel að vinnsl­ ur hér á landi hafa ekki haft und­ an að bræða. Loðnuvertíðin hófst 11. janúar á Akranesi þegar Venus NS kom með 1955 tonn að bryggju og samtals hafa komið á land á Akranesi 17.200 tonn á vertíðinni. Þegar Skessuhorn kíkti við á föstu­ daginn hjá Birni Almari Sigurjóns­ syni, rekstrarstjóra fiskimjölsverk­ smiðjunnar hjá Brim hf., var rétt rúmur sólarhringur eftir í vinnslu. Í augnablikinu er því allt stopp, að sögn Almars, en eftir rúma viku fara skipin líklegast aftur út á veið­ ar og fljótlega eftir það fer loðnu­ frystingin í gang. Að jafnaði yfir árið starfa sjö manns í fiskimjöls­ verksmiðjunni á Akranesi og þá er aðallega verið að bræða bein og af­ skurð frá fiskvinnslunum í Reykja­ vík. Í vertíðinni hafa verið tekn­ ir inn verktakar með í löndun og tveimur mönnum bætt við á aukavaktir. Almar segir að á síðustu vertíð hafi þeir fengið eitthvað um sjö þúsund tonn sem var aðallega skorin loðna frá hrognavinnslunni og því er nú um mikla aukningu að ræða frá fyrra ári. Búist er við að loðnufrystingin hefjist seinni hluta febrúar og standi vonandi fram yfir miðjan mars. Loðnuhrogn er langverð­ mesta afurð loðnunnar og því sjá útgerðarfyrirtækin alltaf til þess að nægar veiðiheimildir séu eftir í lok veiðitímabilsins svo hægt verði að vinna og frysta sem mest af hrogn­ um. vaks Fiskimjölsverksmiðja Brims hf. á Akranesi. Undirbúningur að hefjast fyrir loðnufrystingu Björn Almar, rekstrarstjóri fiskimjölsverksmiðjunnar á Akranesi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.