Skessuhorn


Skessuhorn - 09.02.2022, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 09.02.2022, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 202220 Vörur og þjónusta H P Pípulagnir ehf. Alhliða pípulagnaþjónusta Hilmir 820-3722 Páll 699-4067 hppipulagnir@gmail.com S K E S S U H O R N 2 01 8 Fyrir alla vigtun Húsarafmagn Töflusmíði Iðnaðarrafmagn Bátarafmagn Bílarafmagn RAFMAGN vogir@vogir.is Sími 433-2202 VOGIR Bílavogir Kranavogir Skeifuvogir Pallvogir Aflestrarhausar Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Dreifi bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is - Meirapróf - Fjarnám - Aukin ökuréttindi Verkleg kennsla/próf; Akranes - Reykjavík,- valkvætt. Upplýsingar á aktu.is og í síma 892-1390. Ökuskóli allra landsmanna Pennagrein Á 80 ára afmælisdegi fyrsta bæjar­ stjórnarfundar Akraness sem kaup­ staðar, sjá leiðbeinendur í Fjöliðj­ unni ástæðu að skrifa harðort opið bréf til núverandi bæjarstjórn­ ar Akraness, þar sem þær kalla eft­ ir svörum frá bæjarstjórn vegna kúvendingar í Fjöliðjumáli. Þegar þetta er skrifað hafa ekki borist svör frá bæjarstjórn eða einstaka bæjar­ fulltrúum á þessum sama vettvangi. En hvert er tilefni skrifanna? Bæjarstjórn Akraness kúvendir af­ stöðu sinni og fyrri samþykktum um að uppbygging Fjöliðjunnar verði á Dalbraut 10, heldur verði starfsemi Fjöliðjunnar skipt upp, hluti færð á Kalmansvelli og annar hluti í sam­ félagsmiðstöð á neðstu hæð í fjöl­ býlishúsi að Dalbraut 8 og þeirri hæð deilt með fleiri deildum Akra­ neskaupstaðar. Er þetta afmælisgjöfin til starfs- manna Fjöliðjunnar og aðstand- enda? Í tvö ár og sjö mánuði hefur verið fjallað um uppbygginu Fjöliðjunnar á Dalbraut 10 á fjölda funda. Á öll­ um þeim fundum hefur verið unnið með og samþykktir gerðar um upp­ byggingu Fjöliðjunnar á Dalbraut 10. Vinnuhópur og starfshópur voru skipaðir og unnið út frá staðsetningu á Dalbraut 10. Búið er að breyta skipulagi, þar sem núverandi lóð Fjöliðjunnar var stækkuð um þriðj­ ung til að mæta stækkaðri Fjöliðju. Búið var að kalla til sérfræðinga um ástand hússins sem gáfu grænt ljós á uppbygginu. Unnið var að því að klára teikningar af húsi og lóð, jafn­ framt að hreinsa út úr Fjöliðjunni það sem hafði skemmst við brunann 7. maí 2019. Hér að framan vísa ég til fjölda samþykkta sem allar vísa í upp­ bygginu á Dalbraut 10. Í fram­ haldinu valdi ég úr þrjár dagsetn­ ingar á hinni löngu tímalínu – 2 árum og 7 mánuðum: • Á fundi í bæjar- stjórn 14. janúar 2020: Skipulags­ og umhverfis­ ráð leggur til við bæjarstjórn að staðsetning Fjöliðjunn­ ar verði áfram á Dalbraut 10. Ástæður þess eru m.a. eftirfar­ andi: Almenn ánægja stjórn­ enda og starfsmanna Fjöliðju með þá staðsetningu sbr. þarfa­ greiningu sem lögð hefur ver­ ið fram. Minni óvissa um tíma­ setningar þ.e. hvenær hægt sé að fara úr þeirri bráðabirgðaað­ stöðu þar sem starfsemi Fjöliðj­ unnar er í dag. Starfsemi Fjöliðju hentar ekki á jarðhæð í íbúðar­ húsnæði m.a. vegna hávaða og starfsemi á lóð. Ef óbreytt stað­ setning verður samþykkt er ljóst að horfa þarf til stækkunar nú­ verandi lóðar vegna hugmynda um stækkun húss og þá starfsemi sem nauðsynleg er innan lóðar. Bæjarstjórn samþykkir 9:0 að starfsemi Fjöliðjunnar verði áfram að Dalbraut 10. • Á fundi í bæjarstjórn 13. apríl 2021, var samþykkt breyting á deiliskipulagi vegna stækkunar Fjöliðju á Dalbraut 10. • Á fundi í bæjarstjórn 9. nóvem- ber 2021, þar sem til fyrri um­ ræðu var frumvarp að fjárhagsá­ ætlun fyrir árin 2022 til og með 2025. Þar var einnig lögð fram framkvæmda­ og fjárfesting­ aráætlun fyrir sömu ár. Í þeirri áætlun er gert ráð fyrir upp- byggingu á Dalbraut 10. Áætlun gerði ráð fyrir að Fjöliðjan væri tekin í notkun á árinu 2023 eða um rúmum fjórum árum eftir brunann í Fjöliðjunni. • Við afgreiðslu í Bæjarráði 4. nóv­ ember 2021 samþykktu fulltrúar Framsóknarflokks og frjálsra og Samfylkingar áætlunina, en full­ trúi Sjálfstæðisflokks sat hjá eða tók ekki afstöðu. • Í umræðu um fjárhagsáætlunina leggja 3 af 4 fulltrúum Sjálfstæð­ isflokksins fram bókun, þar sem þau gagnrýna harðlega launa­ hækkanir æðstu embættismanna, að laun og launatengd gjöld sem hlutfall af rekstrartekjum sé með því hæsta hjá sveitarfélögum, að ekki sé hægt að verða við fjöl­ mörgum beiðnum forstöðumanna stofnana og fleira. Ekkert rætt um uppskipta Fjöliðju eða flutning Fjöliðju á neðstu hæð í blokk og á Kalmansvelli. Vek athygli á þessari bókun og afgreiðslu í bæjarráði, þegar vís- að er til síðari umræðu fjárhags- áætlunar í bæjarstjórn 14. desem- ber 2021. Á öll- um stig- um í ferlinu hafði verið unnið með stjórnendum Fjöliðjunnar sem þekkja vel þarfir þeirra fötluðu einstaklinga sem vinna í Fjöliðjunni eða eru þar í hæfingu. Stjórnendur og starfsmaður hafa verið kallaðir til eða verið í vinnu­ og starfshópum þar sem þekking þeirra hefur verið nýtt í ákvarðana­ töku varðandi uppbyggingu Fjöliðj­ unnar. Hvað gerðist milli funda bæjarstjórnar 9. nóvember og 14. desember 2021? Hvað er það sem kemur upp í huga bæjarfulltrúa og það allra bæjarfull­ trúa, þegar þeir sjá allt í einu ljós- ið handan við hornið. Bæjarstjóri lýsti vel hughrifunum sem væri yfir öllum í morgunútvarpi Bylgjunnar í bítið 21. janúar, þar sem hann sagði frá byggingu samfélagsmiðstöðvar, en þar yrði vinnustaður fyrir fatlaða og frístundstarf fyrir ungmenni, allir væru saman „í glæsilegri hugsun“. Þar sem bæjarfulltrúar höfðu séð ljósið í glæsilegri hugsun með því að færa uppbyggingu Fjöliðjunn­ ar af Dalbraut 10 á Dalbraut 8 og Kalmans velli og vart er hægt að nota stekari lýsingarorð yfir hughrifun­ um, hvað þurftu þau þá að gera til að það gengi eftir? • Það fyrsta sem þurfti að gera var að útiloka stjórnendur, leiðbeinendur og starfmenn Fjöliðjunnar og einnig nær alla aðstandendur í að taka þátt í umræðu eða fá upplýsingar um hvað væri í gangi í sölum bæjar­ stjórnar. Trúnaðarmál, þó verið væri að fjalla um framtíð þessara starfsmanna og væntanlegra fleiri í framtíðinni. • Ekki að halda fundi í ráðum eða nefndum og fjalla um breytinguna. Ef þyrfti að funda þá væri fundar­ efni Trúnaðarmál eða ef ekki mætti vita af fundinum þá yrði hann skilgreindur sem Trúnaðar- fundur sem ekkert mætti leka út af og sem fæstir vita af. Hvernig geta bæjarfulltrúar lagst svo lágt að þau útiloki þá aðila í um­ ræðunni, sem hún er að fjalla um og ráðstafa til framtíðar. Þetta var eini hópurinn sem var útilokaður í umræðunni. Eru þau minnihluta­ hópur sem telur lítið í kosningum, en gera þau það? Ég er kannski svo illa upplýstur að þetta séu bara hefð­ bundinn vinnubrögð. Í upphafi greinarinnar vísaði ég til 80 ára afmælisfundar, en á þeim fundi sagði Ólafur B. Björnsson m.a. „Ég vildi því bræður (þá voru bara karlar í bæjarstjórn. Br.AÓ) góðir, mega vænta stuðnings yðar og leiðbeininga (lbr.AÓ) í hinum ýmsu vandamálum og verkefnum sem leysa þarf“. Hér þarf ekki að fela hlutina, heldur er leitað til þeirra er betur eða best þekkja. Hvar voru þeir aðilar innan bæjar­ kerfisins sem fjalla um mál þessa fatlaða fólks og um leið gæta hags­ muna þess? • Hvar var velferðar- og mann- réttindaráð? Það var enginn skráður fundur haldinn á þessum tíma til að fjalla um breytinguna eða kalla þá aðila til skrafs og ráð­ gerða á fund sem best þekkja til mála. Það skal þó tekið fram að sviðsstjóri kom að vinnslu málsins á þessum tíma, en sá ekki tilefni til að ráðfæra sig við stjórnendur, né leiðbeinendur Fjöliðjunnar sem eru hennar undirmenn. Til hvers að tala við fólkið á gólfinu? • Haldinn var fundur í velferð­ ar­ og mannréttindaráði 28. jan­ úar 2022, þar sem birtur er listi yfir leiðbeinendur Fjöliðjunnar sem hafa leyft sér að spyrja spurn­ inga og gera athugasemdir við af­ greiðslu bæjarstjórnar. Forstöðu­ maður Fjöliðjunnar situr fund­ inn, var verið að taka hann á tepp­ ið vegna skrifa undirmanna sinna? Hefði ekki verið tilefni til að kalla hann á fund fyrir afgreiðslu bæjar­ stjórnar 14.12.2021. Er ekki kom­ inn tími til að huga að ykkar stöðu ráðsfólk í velferðar­ og mann­ réttindaráði og velta því upp hvort þið séuð að misskilja hlutverk ykk­ ar hvað varðar fatlaða einstaklinga í Fjöliðjunni? Þar er fjölbreyttur hópur sem m.a. hefur takmarkan­ ir hvað varðar aðstæður og fleira. Svo velferða­ og mannréttindaráð væri samkvæmt sjálfu sér ætti það að birta sambærilegan lista yfir bæjarfulltrúa sem tóku þátt í af­ greiðslunni. Það væri svo kjósenda að taka þá á teppið. • Hvar var notendaráðið – Sam- ráðshópur um málefni fatl- aðs fólks? Það vekur ekki undr­ un að þrír ráðsmenn kjörnir af bæjarstjórn fylgi leiðtogum sín­ um, en að þeir sem tilnefndir eru af Þroskahjálp, Öryrkjabanda­ laginu og Sjálfsbjörg skuli ekki segja stopp. Voru þau kannski ekki upplýst fyrr en 13. desember, þegar búið var að taka ákvörðun? Ég trúi því ekki að fyrrnefnd­ um fulltrúum finnist eðlilegt að stjórnendur, leiðbeinendur, starfs­ mennirnir og aðstandendur séu sniðgengin og í gangi sé feluleikur gagnvart þeim. Þeirra hlutverk er að passa upp á það, að þau séu ekki sniðgengin. • Hvar var skipulags- og um- hverfisráðið? Á þessu tímabili heldur ráðið þrjá fundi um að­ alskipulag – endurskoðun 2018­ 2030, en þar virðist sem kaup- in á eyrinni hafi verið gerð. Ég mun fjalla um það síðar. Þau voru einnig með kynningarfund 13. desember um breytinguna fyr­ ir Velferðar­ og mannréttindaráð og notendaráð. Eru þau höfund- ar feluleiksins? • Hvar var bæjarráð? Þau héldu ekki fund, þó samkvæmt hefðbundinni dagskrá hefði átt að vera fundur. Það gæti hafa verið haldinn Trún- aðarfundur, sem ekki væri æski­ legt að bóka um opinberlega eða kannski var ekki haldinn fundur. Málefni Fjöliðjunnar eru aft­ ur kominn á byrjunarreit, vinnu­ staðnum skipt upp. Hvers vegna eru bæjarfulltrúar á þessari vegferð? Hvernig stendur á því að bókun milli funda hverfur? Með því að fórna fyrri samþykktum um Fjöliðj­ una á Dalbraut 10, er þá rekstur Akraneskaupstaðar kominn í gott lag og allir níu bæjarfulltrúarnir ganga sáttir frá borði – 9:0? Í ósjálfbærum rekstri bæjarins, þá virðist það lykilatriðið að Dal­ brautarreiturinn verði fylltur af blokkum/háhýsum, ekki er pláss fyrir lágreist hús fyrir Fjöliðju með garði. Með þéttingu byggðar – há­ hýsi, nást tímabundið óreglulegar tekjur sem laga rekstrarafkomu næstu ára. Ég mun fjalla um þennan þátt síð­ ar á síðum Skessuhorns. Er ekki kominn tími á nýtt fram- boð óháð stjórnmálaflokkum? Í gangi hefur verið undirskrifta­ listi með yfirskriftinni „EKKERT UM OKKUR, ÁN OKKAR“ að frumkvæði Emmu í Fjöliðjunni sem var m.a. fulltrúi starfsmanna í starfs­ hópi sem fjallaði um uppbyggingu á Dalbraut 10. Andrés Ólafsson Viðbót við – opið bréf til bæjarstjórnar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.