Skessuhorn - 09.02.2022, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 202212
„Þegar ég var yngri þá var það
aldrei í huga mér að verða mat
reiðslumaður. Þó að afi minn,
Gunnar H. Elíasson, sem ég leit
mikið upp til, hafi verið lærður bak
ari og einnig með sveinsbréf í mat
reiðslu og kjötiðn. Það smitaðist
ekkert yfir til mín til að byrja með.
Ég var frekar fyrirferðamikill sem
unglingur og vissi ekkert hvert ég
ætti að stefna í lífinu. Hafði lítinn
áhuga á námi en var í Fjölbrauta
skóla Vesturlands á Akranesi, að
allega til þess að taka þátt í fé
lagsstarfi og leiklist og hafði ekk
ert sérstaklega spáð í hvert ég vildi
stefna. En síðan fékk ég þá mögn
uðu hugmynd að það gæti nú verið
spennandi að fara í kokkinn til þess
að fá frekar rólegt og notaleg starf
innandyra. Starfið er vissulega inn
andyra en að það sé rólegt, reyndist
nú tálsýnin ein,“ segir Gunnar Haf
steinn Ólafsson, eða Gunni Hó
eins og flestir þekkja hann.
„Sumarið 1998 var ég sumar
starfsmaður vinnuskólans á Akra
nesi. Það sumar fór ég á ættar
mót og hitti þar frænda minn El
ías Hartman Hreinsson, sem var þá
starfandi yfirkokkur á Grand Hot
el ásamt Salvöru Brandsdóttur, sem
er hérna úr sveitinni. Ég viðraði
þá hugmynd við frænda hvort það
væri laus nemastaða á Grand Hót
el. Hann tók vel í það og nokkrum
dögum seinna hringdi hann í mig
og bauð mér nemastöðu hjá sér.
Þeir í vinnuskólanum tóku vel í það
að ég væri að fara í nám og losnaði
ég strax frá skyldustörfum mínum.
Það væri örugglega einhver til stað
ar til að taka við því að aka trakt
or vinnuskólans um bæinn. Sigur
steinn heitinn Gíslason flokksstjóri
í vinnuskólanum hvatti mig til að
skella mér í námið.
Matseldin liggur einhverra hluta
vegna vel fyrir okkur systkinunum.
Þau eru öll flink í því og Jón Valur
er einnig hörku bakari. En ég verð
að viðurkenna það hér og nú að
mig langaði alltaf til að verða leik
ari, en Halli bróðir minn tók það að
sér,“ sagði Gunnar brosandi.
Krækti í ástina
vestur í Hólmi
Námið hjá Gunnari tók fjög
ur ár í Hótel og veitingaskólan
um sem er í Menntaskólanum í
Kópavogi. Að því loknu réði hann
sig til Hótels Stykkishólms til Óla
Jóns Ólasonar sem þá rak hótel
ið fyrir vestan. Upphaflega ætlaði
hann einungis að vera yfir sumar
ið 2002 en það breyttist óvænt. „Á
hótelinu starfaði sem þjónn ung
stúlka úr Stykkis hólmi sem heit
ir Kristín Björg Jónsdóttir, sem er
í dag eiginkona mín, en vera henn
ar þarna varð til þess að ég ákvað að
vera lengur í Hólminum. Haustið
2003 fluttumst við á Akranes þar
sem Kristín Björg fór í nám í FVA,
en við héldum samt bæði áfram að
vinna á hótelinu í Stykkishólmi. Ég
í fullu starfi og hún með skóla.“
Á sjóinn eftir hrunið
Gunni segir að þegar hann kom
aftur á Skagann hafi hann haft sam
band við æskuvin sinn, Þórð Þrast
arson, sem þá hafði nýlega flutt í
bæinn og opnað veitingastaðinn
Galító. „Úr varð að ég réði mig
til hans. Þar var ég til ársins 2011,
eða í rúm fimm ár. Þetta var mjög
skemmtilegur en krefjandi tími
hjá okkur á fyrstu árum Galító.
Við unnum myrkranna á milli á
veitingastaðnum og einnig við að
útbúa veislur. Það þróaðist þannig
að ég var mikið í því að fara með
veislurnar og fylgdi þeim út í bæ.
Það átti vel við mig því ég hef gam
an að því að hitta skemmtilegt fólk.
Mig minnir að það hafi verið um
2010 að Galító og Fortuna veislu
þjónusta, sem Hilmar Ólafsson rak,
gengu í eina sæng. Ég starfaði hjá
þeim í sameinuðu fyrirtæki í um eitt
ár og fór þá að huga að því að leita
mér að nýju starfi. Ein af ástæð
um þess var að eftir bankahrunið
þá hækkuðu öll lán eins og hjá svo
mörgum og mér fannst að ég yrði
að komast í betri tekjur. Ég hafði
tekið að mér alla aukavinnu sem
ég komst í á Galító fram að þessu
en ég ákvað að reyna að komast að
sem kokkur til sjós. Ég hafði spurst
fyrir um að komast að á Höfrungi
III, sem ekki gekk. En svo hafði Ei
ríkur Jónsson á Sturlaugi AK sam
band við mig og bauð mér starf sem
kokkur sem ég þáði strax.“
Kokkurinn er
hjartað í skipinu
Gunnar var fimm ár kokkur á Stur
laugi AK. „Þetta var frábær tími um
borð og ég kunni mjög vel við mig.
Ég ákvað það strax að ég ætlaði ekki
að vera skemur en þrjú ár um borð
en ekki lengur en fimm ár. Gunn
ar afi minn, sem lengi var kokk
ur til sjós, var afskaplega ánægður
þegar hann vissi að ég ætlaði til sjós
sem kokkur. Hann sagði við mig að
muna það að kokkurinn væri hjart
að í skipinu. „Þú hittir alla þó að
á mismunandi tímum sé. Það hef
ur mikið að segja að vera kátur og
brosandi og skilja vandamálin, ef
einhver eru, eftir í landi,“ sagði
hann við mig. Afi hafði mikið til
síns máls. Ég tamdi mér sérstak
lega að vera hress og jákvæður og
tel mig hafa náð því að mestu leyti.
Mikilvægt var að hafa aflafréttir á
hreinu þegar frívaktin mætti í mat,
annars átti maður ekki von á góðu.“
Heimilismatur alltaf
vinsælastur
Gunnar segir að allur venjuleg
ur heimilismatur hafi alltaf ver
ið vinsælastur um borð. „Það að
hafa venjulegan bragðgóðan heim
ilismat og mikið af honum reyndist
alltaf best og litlar krúsidúll
ur fyrir utan það. Það er nefni
lega oft þannig að að ein helsta til
breytingin hjá áhöfninni var að
fá góðan mat og gera vel við sig í
því. Þú skellir ekki hurðum og ferð
heim þegar verið er til sjós.“
Áföll meðal skipverja
Gunnar segir að þrátt fyrir ánægju
legan tíma um borð í Sturlaugi með
frábærum skipverjum þá hafi stór
áföll dunið yfir í hópi áhafnarinn
ar. „Á þessum fimm árum mínum
í áhöfn Sturlaugs AK létust tveir
af félögum mínum, sem var mikið
áfall fyrir okkur alla. Bátsmaðurinn
lést í mótorhjólaslysi á Faxabraut
á Akranesi og hinn sem var að
eins þrítugur að aldri lést eftir erfið
veikindi. Þá var Gæsluþyrlan einu
sinni kölluð til eftir að einn skip
verji slasaðist á baki um borð. Áföll
af þessu tagi taka á í þeim litla en
nána hópi sem deilir sætu og súru
um borð.“
Veitingastjórn á
sjávarútvegssýningum
En Gunnar kom að öðru og
skemmtilegu verkefni hjá HB
Granda. „Öll árin sem ég starf
aði sem kokkur á Sturlaugi fór ég
á sjávarútvegssýninguna í Brussel í
Belgíu og sá um að útbúa smárétti
fyrir gesti og gangandi sem komu í
sýningarbásinn hjá HB Granda, en
uppistaðan var sjávarfang frá fyrir
tækinu. Það æxlaðist þannig að vin
ur minn Þröstur Reynisson sem var
vinnslustjóri á Akranesi bað mig
um að taka þetta að mér. Þetta var
mjög skemmtilegur tími og mik
il upplifun að vera á svona sýn
ingum og fá að sjá um veitingarn
ar. Þarna hitti maður marga og var
góð stemning í kringum þetta. Ég
kynntist hinni hlið fyrirtækisins,
sem var kynningin og öll markaðs
setningin í kringum það að selja af
urðirnar.“
Í Gamla kaupfélagið
Skömmu áður en Gunnar ákvað að
hætta til sjós hafði Ísólfur Haralds
son verið í sambandi við hann til
þess að fá hann til þess að sjá um
veisluhald í Hlégarði í Mosfellsbæ.
En þá hafði Ísólfur tekið staðinn á
leigu. „Fljótlega eftir það stofnuð
um við fyrirtækið Veislur og við
burði, sem tók síðan á leigu hús
næði Gamla kaupfélagsins og opn
uðum veitingastað þar um vorið
2016. Með okkur í þennan rekstur
komu Valdimar Brynjólfsson og
Birkir Snær Guðlaugsson sem
meðeigendur. Upphaflega var þetta
almennur veitingastaður og við
tókum einnig að okkur veislur og
viðburðahald á stórReykjavíkur
svæðinu. En við ákváðum síðan að
breyta staðnum í Matstofu sem sér
hæfði sig í hádegisverðarþjónustu
ásamt veislu og viðburðarhaldi. Á
haustmánuðum 2021 kemur upp sú
staða að menn voru orðnir þreyttir
Kokkurinn sem vildi verða leikari
Rætt við Skagamanninn Gunna Hó sem verið hefur verið kokkur til sjós og lands
Gunnar með systkinum sínum. Guðný Birna, Gunnar, Halli og Jón Valur.
Gunnar að störfum á kúnnakvöldi í versluninni Módel.Gunnar í kokkagallanum
Gunnar og Kristín Björg.