Skessuhorn


Skessuhorn - 09.02.2022, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 09.02.2022, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2022 17 Í byrjun þessa árs var áætlað að veitingastaðurinn Sbarro myndi verða opnaður í húsnæðinu sem Kvikk var áður til húsa síðustu ár á Skagabraut 43 á Akranesi. Síð­ ustu vikur hafa iðnaðarmenn ver­ ið að störfum, nýjar innréttingar settar upp en seinkun á opnun hef­ ur orðið vegna tækja sem vantaði en nú er allt komið í hús. Um síðustu helgi voru iðnaðarmenn að ljúka við það helsta fyrir opnun en verið að bíða eftir merkingum á húsið. Sam­ kvæmt síðustu fregnum var áætlað að opna staðinn í þessari viku, lík­ lega seinnipart vikunnar og þá bætist Sbarro við í fjölbreytta flóru skyndi­ bitastaða á Akranesi. Á föstudaginn síðasta kíkti blaðamaður Skessuhorns á staðinn þar sem allt var á fullu við undirbúninginn og þar sat fyrir svör­ um nýráðinn rekstrarstjóri Sbarro á Akranesi, Birgitta Þura Birgisdóttir. Hún er með mikla reynslu í þessum bransa, en Birgitta Þura hefur á sinni starfsævi unnið í alls 15 ár í Olís, Shell/Stöðinni, Krambúðinni og nú síðast í Subway í Mosfellsbæ. Alls hafa verið ráðnir 16 starfs­ menn og að sögn Birgittu Þuru verður boðið upp á Sbarro pizzur, stromboli, panini, brauðstangir, sal­ at, pylsur, hamborgara, sem svipar til McDonalds, og franskar. Ham­ borgararnir og paninið er sett í tæki sem er nefnt geimskipið þar sem sett er á prógramm í tvær mínútur og þá er allt tilbúið. Þá verður ís frá Ísbúð Vesturbæjar á staðnum og einnig bakarí með kaffi, kakó og alls kyns kruðeríi. Síðan að sjálfsögðu verður þetta sjoppa og segir Birgitta að það verði ótrúlega mikið af sælgæti í boði í versluninni. Pantaður var svokallað­ ur startpakki frá öllum sælgætisinn­ flytjendum á landinu og því er sjón sögu ríkari, segir hún. Opnunartíminn í versluninni er virka daga frá klukkan átta til 23.30 og frá níu til 23.30 um helgar. Sbarro verður opnað klukkan tíu á virkum dögum og lokar klukkan 22 og um helgar verður Sbarro opnað klukkan tólf og lokað klukkan 22. vaks Laust fyrir klukkan fimm að morgni miðvikudags í liðinni viku bakk­ aði Venus NS, eitt af uppsjávar­ veiðiskipum Brims, inn í Akranes­ höfn með sinn þriðja loðnufarm á þessari vertíð. Allar vinnslur við landið voru þá fullar af loðnu og bið eftir að komast að og því hef­ ur að undanförnu verið siglt með loðnu til Noregs og Færeyja til vinnslu. Venus fékk aflann norð­ austur af Langanesi og tók siglingin á Akranes tæpa tvo sólarhringa. Eftir þessa löndun var gerð bið á loðnuveiðum hjá skipum Brims, þar sem útlit er fyrir að loðnukvót­ inn verði minnkaður frá upphafleg­ um áætlunum. mm/ Ljósm. gsv Í þessari viku skrifuðu eigendur verslunarinnar @home á Akranesi undir kaupsamning á hluta hús­ næðisins á Kirkjubraut 54 þar sem áður var til húsa Harðarbakaríið til fjölda ára. Alls er þetta um 160 fer­ metra húsnæði sem þau festa kaup á. Um er að ræða tvö hólf austan megin á neðstu hæð hússins en í vestari endanum er verslunin Krósk með starfsemi sína. Elín Dröfn Valsdóttir, eigandi @ home, segir að þessa dagana sé ver­ ið að taka húsnæðið í gegn og á von á því að þau fái afhent um miðj­ an mars en þá eigi eftir að mála og setja gólfefni. Þau stefni á að opna á nýjum stað í byrjun apríl en leigu­ samningurinn á Stillholti renn­ ur einmitt út þá. „Ég er ótrúlega spennt fyrir þessu, aðgengið hjá okkur fyrir eldra fólk og fatlaða er alls ekki nógu gott á Stillholtinu og þessi nýja staðsetning er mun betri. Þetta er lífæðin inn í bæinn og á frábærum stað þannig að við hlökk­ um mikið til að taka á móti okkar viðskiptavinum á nýja staðnum,“ segir Elín Dröfn að lokum. vaks Umferðaróhapp varð á þvottaplan­ inu við Söluskála ÓK í Ólafsvík síð­ astliðinn föstudag. Óhappið atvik­ aðist þannig að bílstjóri mjólkur­ bílsins beygði of skart inn á planið með þeim afleiðingum að olíutank­ ur undir bílnum rakst í steinvegg sem afmarkar þvottaplanið. Gat kom á tankinn og olía lak út. Var farið með bílinn á næsta bílaverk­ stæði þar sem gert var við skemmd­ ina. Starfsmaður frá Snæfellsbæ sá svo um að hreinsa díselolíuna upp þannig að ekki varð teljandi meng­ un af óhappinu. þa Sbarro opnað á Akranesi í vikunni Birgitta Þura er rekstrarstjóri Sbarro á Akranesi. Óhapp við bílastæði í Ólafsvík Venus kom með loðnufarm á Akranes Ný staðsetning @home verður á Kirkjubraut 54. Verslunin @home flytur á nýjan stað Elín Dröfn Valsdóttir er eigandi @home.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.