Skessuhorn - 09.02.2022, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2022 11
H veitingar er alhliða veisluþjónusta staðsett í
Borgarfirði og Reykjavík og tók til starfa í ágúst 2021.
Okkar ástríða er að halda veislur og dekra við okkar
gesti og höfum við áratuga reynslu í þeim efnum.
Þá bjóðum við upp á veislusali á Hvanneyri, í Borgarnesi, á
Bifröst og á fleiri stöðum í Borgarfirði. Einnig bjóðum við upp á
skemmtanir af ýmsum toga, t.d. söng, grín og fræðslu en kynning
á Landbúnaðarsafninu á Hvanneyri, heimsókn í Ullarselið og
kvöldverður í Hlöðunni er t.d. mjög vinsæl samsetning fyrir hópa.
Við vinnum mikið með hráefni úr Borgarfirði og erum í frábæru
samstarfi við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri þar sem við
fáum okkar lamba- og nautakjöt. Okkar viðskiptavinir fá alltaf
okkar bestu verð og gæði og við leggjum mikla áherslu
á fagmennsku og framsetningu.
H
VEIT INGAR
Byggðarráð Borgarbyggðar tók síð
astliðinn fimmtudag til umfjöllun
ar skýrslu vegna úttektar á fram
kvæmdum við stækkun og endur
bætur á Grunnskólanum í Borgar
nesi, sem fram fór á árunum 2014
2020. Í skýrslunni kemur fram að
verulegir ágallar hafi verið á vinnu
lagi og eftirliti með framkvæmd
inni. Nýir verkferlar verða tekn
ir upp fyrir framkvæmdir á vegum
sveitarfélagsins í framtíðinni, en
framundan er meðal annars að ráð
ast í skólabyggingu á Kleppjárns
reykjum og íþróttahús í Borgarnesi.
Byggðarráð bókaði eftirfarandi:
„Á síðasta ári lagði byggðarráð til
að farið yrði í hlutlausa úttekt á ferli
og eftirliti með framkvæmdum við
húsnæði Grunnskólans í Borgar
nesi, og var KPMG ráðið í verkið.
Úttektarskýrslan liggur nú fyrir og
ljóst er að annmarkar voru á vinnu
lagi og eftirliti stjórnsýslunnar allt
frá upphafi framkvæmda árið 2014.
Má þar helst nefna að ekki lá fyrir
í upphafi með ítarlegum hætti hlut
verk og ábyrgð byggingarnefnd
ar, stjórnenda og eftirlits og þar af
leiðandi skorti yfirsýn og ábyrgð á
stöðu verkefnis í heild sinni. Ekki
var gætt með fullnægjandi hætti að
gildandi innkaupareglum sveitar
félagsins hvað varðar útboðs
skyldu, varðandi einstaka þætti
framkvæmdarinnar og útboðsgögn
voru ekki unnin með fullnægjandi
hætti.“
Þá segir í bókuninni að með skýr
slunni hafi komið skýrt fram hvaða
atriði það voru sem fóru úrskeiðis
við framkvæmdina og telur sveitar
félagið nauðsynlegt að gera úrbætur
á því ferli sem hefur verið við fram
kvæmdir. „Á síðasta ári hófst vinna
við að skoða annmarka við ferli og
eftirlit framkvæmda sveitarfélagsins
og í framhaldinu hefur verið unn
inn verkferill sem útskýrir hlut
verk, ábyrgð og eftirlit allra aðila en
ákveðnar úrbætur hafa þegar verið
gerðar. Byggðarráð hefur á þessum
fundi samþykkt að farið verði eftir
framlögðum verkferli þar sem tek
ið hefur tillit til þeirra athugasemda
sem KPMG gerði í framangreindri
úttekt.“
mm
Áfanga og markaðssvið (Á&M)
Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi
ásamt Akraneskaupstað og Faxaflóa
höfnum taka nú þátt í samstarfsverk
efni um gæði í móttöku á skemmti
ferðaskipum á Akranesi. Þetta er
NORA verkefni sem kemur í gegn
um Ferðamálastofu og er samstarfs
verkefni við The Association of
Arctic Expedition Cruise Operators
(AECO), þar sem unnið er með
nokkrum höfnum á Íslandi, Noregi,
Færeyjum og Grænlandi. Verkefnið
gengur út á að heimamenn í hverri
höfn leggi línurnar um hvernig þeir
vilja taka á móti farþegum skemmti
ferðaskipa sem heimsækja svæð
ið, þannig að gestirnir njóti heim
sóknarinnar og samfélagið njóti
ávinnings af gestamóttökunni.
„Það er aukin eftirspurn hjá
skemmtiferðaskipum að koma á
Akranes, en það er mikil áskorun
að taka á móti svona stórum hópum
í stuttan tíma og því best að hugsa
fyrir öllu strax í upphafi. Við vilj
um með þessu verkefni stuðla að því
að komur skemmtiferðaskipa raski
ekki ró íbúa en bæði þeir og þjón
ustuaðilar geti notið góðs af þess
um gestakomum. Því viljum við
setja saman móttökupakka og leið
beiningar með heimamönnum og
hagaðilum, til að beina gestunum
þangað sem þeir geta upplifað, not
ið og fengið þjónustu heimafólks í
heimsókn sinni í höfn á Akranesi.
Við erum svo nálægt Reykjavík og
því auðvelt að fá þjónustuaðila það
an upp á Akranes til að taka á móti
gestum og keyra svo í burt með alla
farþegana og heimamenn fá bara
pústreykinn í sinn hlut. Við viljum
því hvetja heimamenn til að koma
með okkur í þetta verkefni og taka
höndum saman til að útbúa vænlega
upplifunar, þjónustu og ferða
pakka sem eru í höndum heima
manna til að bjóða skipagestum sem
koma á Akranes. Okkur er mikið í
mun að samfélagið á Akranesi og
nágrenni njóti góðs af heimsókn
þessara gesta,“ segir Margrét Björk
(Maggý) frá Markaðsstofu Vestur
lands í samtali við Skessuhorn.
Vilja fá alla með
Á&M bauðst óvænt að taka þátt í
þessu NORA verkefni og vinna
að gestamóttöku skipa í Akranes
höfn. Því var ákveðið að nota tæki
færið til að hvetja og virkja þjón
ustuaðila sem eru samstarfsaðilar
Markaðsstofu Vesturlands, hvort
sem þeir eru á Akranesi, Hvalfirði,
Kjós, Borgarfirði eða Borgarnesi til
að fara í vöruþróunarverkefni og út
búa ferðapakka sem henta skipafar
þegum sem koma á Akranes.
„Þetta NORA verkefni snýst fyrst
og fremst um að heimafólk búi til
reglur og leiðbeiningar fyrir skipa
gesti samkvæmt vilja samfélags þar
sem skemmtiferðaskip koma í höfn.
Í gegnum verkefnið höfum við að
gang að aðstoð frá verkefnastjóra
sem hefur unnið með mörgum
höfnum á norðurslóðum við að gera
leiðbeiningar til að tryggja ábyrga
hegðun farþega skemmtiferðaskipa.
Okkur fannst þetta því kjörið tæki
færi til að taka þetta verk efni lengra
og hvetja þjónustuaðila til samstarfs
við að gera ferðapakka til að bjóða
skipafarþegum. Við ákváðum því að
bjóða upp á sprettverkefni í vöru
þróun með okkar samstarfsaðilum
til að setja saman nokkra upplifun
ar, þjónustu og ferðapakka sem
henta skipafarþegum sem koma í
land á Akranesi. Við hjá Markaðs
stofu Vesturlands munum svo stuðla
að og styðja við markaðssetningu
og kynningu á þessum ferðapökk
um. Við ætlum því að halda mál
stofur og kynningarfundi á netinu
til að kynna verkefnið og hvetja fólk
til að taka þátt og vera með,“ seg
ir Maggý.
Næsta föstudag, 11. febrúar,
verður haldin netkynning þar sem
verkefnið í heild verður kynnt. Í
framhaldi af því verða svo haldn
ar tvær málstofur á netinu þar sem
fjallað er um tækifæri sem geta falist
í móttöku á skipafarþegum. Í byrj
un mars verður svo vinnustofa með
skráðum hagaðilum þar sem verk
efnisstjórinn frá AECO mun koma
og leiða vinnuna við gerð leiðbein
andi reglna og móttökuskjals fyr
ir skipagesti. Eftir þá vinnustofu
verður byrjað á sprettverkefni við
að setja saman upplifunar , þjón
ustu og ferðapakka með þeim sam
starfsaðilum Markaðsstofu Vestur
lands sem hafa áhuga á að taka þátt
í þessari vinnu. „Reiknað er með
að þessu verkefni verði lokið í júní
og þá verða vonandi komnir flott
ir ferðapakkar fyrir skipafarþega og
fleiri í kynningu og markaðssetn
ingu á www.vesturland.is,“ segir
Maggý að lokum. arg
Grunnskólinn í Borgarnesi. Ljósm. mm.
Verulegir annmarkar voru á vinnulagi og
eftirliti með stækkun skóla
Saminn hefur verið verkferill til að slíkt endurtaki sig ekki í stórframkvæmdum
Le Boreal, fyrsta skemmtiferðaskipið sem kom til Akraness, lagðist að bryggju að
morgni 31. júlí 2017. Ljósm. úr safni Skessuhorns/bþb
Vilja taka vel á móti gestum
skemmtiferðaskipa á Akranesi
Garða- og
Saurbæjarprestakall
Sunnudagur 13. febrúar
AKRANESKIRKJA
Sunnudagaskóli kl. 10
Guðsþjónusta kl. 11
INNRA-HÓLMSKIRKJA
Guðsþjónusta kl. 20
Miðvikudagur 16. febrúar
Bænastund kl. 12.15
Karlakaffi kl. 13:30 – gestur
Sævar Freyr Þráinsson,
bæjarstjóri