Skessuhorn - 09.02.2022, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 20228
Þyrla sótti slasað-
an vélsleðamann
SNÆFELLSNES: Á laugar
daginn var hringt í Neyðar
línuna og tilkynnt um vélsleða
slys norðarlega á Arnarstapa
vegi. Tildrög slyssins voru þau
að ökumaður vélsleða ætlaði að
beygja inn á sumarbústaðaveg
en rann til í hálku á veginum
og fór á hliðina. Lögregla og
sjúkrabíll komu á vettvang og
eftir samráð við lækni var ósk
að eftir þyrlu til að flytja öku
manninn til Reykjavíkur. Far
þeginn á vélsleðanum sat fremst
á sleðanum með hjálm en öku
maðurinn stóð fyrir aftan hann
og var hjálmlaus. Hjálmur far
þegans eyðilagðist við slysið og
slapp farþeginn vel en ökumað
urinn slasaðist og var fluttur
suður. -vaks
Undir áhrifum
HVALFJ.SVEIT: Á Vestur
landsvegi á móts við Ölver var
ökumaður stöðvaður á sunnu
dagskvöldið vegna þess að hann
ók ljóslaus. Þegar rætt var við
ökumann var hann sljór í tali og
því grunaður um að vera undir
áhrifum fíkniefna. Var hann lát
inn taka fíkniefnapróf á staðn
um og þá kom í ljós að hann
hafði verið að neyta efna. Mál
hans fer hefðbundna leið í kerf
inu. -vaks
Aflatölur fyrir
Vesturland
29. janúar – 4. febrúar
Tölur (í kílóum)
frá Fiskistofu
Akranes: 6 bátar.
Heildarlöndun: 6.203.254 kg.
Mestur afli: Venus NS:
2.710.624 kg í einni löndun.
Arnarstapi: Engar landanir á
tímabilinu.
Grundarfjörður: 9 bátar.
Heildarlöndun: 634.231 kg.
Mestur afli: Kap II VE:
169.305 kg í fjórum löndunum.
Ólafsvík: 17 bátar.
Heildarlöndun: 625.726 kg.
Mestur afli: Valdimar GK:
87.642 kg í einum róðri.
Rif: 16 bátar.
Heildarlöndun: 794.401 kg.
Mestur afli: Bárður SH: 91.410
kg í fimm róðrum.
Stykkishólmur: 5 bátar.
Heildarlöndun: 232.439 kg.
Mestur afli: Þórsnes SH:
199.462 kg í þremur löndunum.
Topp fimm landanir á
tímabilinu:
1. Venus NS – AKR: 2.710.624
kg. 2. febrúar.
2. Svanur RE – AKR:
1.927.751 kg. 1. febrúar.
3. Guðrún Þorkelsdóttir SU
– AKR: 1.548.886 kg. 30. jan
úar.
4. Valdimar GK – ÓLA:
87.642 kg. 30. janúar.
5. Rifsnes SH – RIF: 86.772
kg. 30. janúar.
-arg
Framboðstilkynningar
Ragnar vill leiða
Ragnar Baldvin
Sæmundsson
bæjarful ltrúi
Framsóknar
flokksins og
frjálsra á Akra
nesi tilkynnti
það síðastliðið
þ r i ð j u d a g s
kvöld að hann hygðist gefa kost á
sér til forystu á listann fyrir bæjar
stjórnarkosningarnar í vor. Eins og
kunnugt er hafði Elsa Lára Arnar
dóttir, núverandi oddviti listans og
aðstoðarskólastjóri, tilkynnt að hún
gæfi ekki kost á sér til forystu áfram.
Ragnar hefur setið í bæjarstjórn
undanfarið kjörtímabil og m.a.
gegnt formennsku í umhverfis og
umhverfisráði og setið í skóla og
frístundaráði. Ákvörðun um hvern
ig staðið verður að vali á lista verð
ur tekin á félagsfundi Framsóknar
og frjálsra sem verður 7. febrúar nk.
Lilja Björg býður
sig fram
Lilja Björg
Á g ú s t s d ó t t
ir oddviti Sjálf
stæðisflokksins
í Borgarbyggð
og forseti
sveitarstjórn
ar tilkynnti sl.
þ r i ð j u d a g s
kvöld um þá
ákvörðun sína að gefa kost á sér
áfram í oddvitasæti listans fyrir
sveitarstjórnarkosningarnar í vor.
Þá ákvörðun tók hún í kjölfar fund
ar með uppstillingarnefnd flokks
ins. „Uppstillingarnefnd er nú að
störfum og kemur tillaga hennar
að röðun listans í ljós á næstunni,“
segir hún. Lilja Björg hefur komið
að sveitarstjórnarmálum síðan árið
2012 og síðustu fjögur ár verið for
seti sveitarstjórnar. „Ég hef áhuga á
því að bjóða áfram fram krafta mína
og reynslu í þágu sveitarfélagsins til
að gera það enn sterkara og eftir
sóttan stað til á búa á. Ég fer inn í þá
vegferð full af auðmýkt og hlakka
til að taka samtalið við íbúa sveitar
félagsins varðandi stefnumörkun
næstu fjögurra ára.“
Guðveig áfram
til forystu
Guðveig Lind
Eyglóardóttir,
oddviti Fram
sóknarf lokks
í sveitarstjórn
Borgarbyggðar,
hefur ákveðið
að gefa kost á
sér áfram til
forystu á list
ann fyrir kosningarnar í vor. „Ég
er stolt og þakklát fyrir þá hvatn
ingu sem ég hef fengið síðustu daga
úr ólíkum áttum, og jafnframt fyrir
það traust sem mér hefur verið sýnt
síðan árið 2014 þegar ég tók fyrst
oddvitasætið fyrir Framsókn. Síð
ustu átta ár í sveitarstjórn hafa ver
ið lærdómsrík og ég hef notið þess
að vinna með og kynnast breið
um hópi fólks á ýmsum vettvangi
samfélagsins og stjórnmálanna. Ég
hafði fyrir nokkru tilkynnt að ég
myndi láta hér staðar numið í vor
og gefa ekki kost á mér annað kjör
tímabil. Ein helsta ástæðan fyrir því
að ég ákvað að taka þessari áskorun,
er hversu bjartsýn ég er á framtíð
Borgarbyggðar,“ skrifaði hún m.a.
í aðsendri grein í Skessuhorni. mm
Á fundi Skipulags og umhverfis
ráðs Akraneskaupstaðar 31. janúar
var lagt til að verk vegna útboðs á
uppsteypu á köldum potti við sund
laugina á Jaðarsbökkum yrði boðið
út að nýju. Forsaga málsins er sú að
fyrirtækið GS Import bauð í verk
efnið þegar það var boðið út árið
2020. Tilboð GS Import var rétt
rúmlega 8,7 milljónir en kostnaðar
áætlun bæjarins var rúmlega 6,7
milljónir.
Viðræður hafa verið við forsvars
menn GS Import í millitíðinni
en niðurstaðan er sú að verkið
verði boðið út að nýju með þeim
breytingum að boðin verði út
tímavinna en Akraneskaupstaður
leggi fram efni til verksins.
vaks
Einangrun vegna Covidsýkingar
var frá og með síðasta mánudegi
stytt úr sjö dögum í fimm sam
kvæmt reglugerð heilbrigðisráð
herra. Sem fyrr er þó heimilt að
framlengja einangrun ef þörf kref
ur samkvæmt læknisfræðilegu mati.
Frá sama tíma var afnumin skylda
þeirra til að sæta sóttkví eða viðhafa
smitgát sem eru með afstaðna sýk
ingu, staðfesta með PCRprófi sem
er ekki yngra en sjö daga gamalt og
ekki eldra en 180 daga.
Einstaklingur sem er með stað
festa sýkingu af Covid19 skal
vera í einangrun í fimm daga frá
greiningu, enda sé hann einkenna
laus eða einkennalítill. Með litl
um einkennum er átt við væg ein
kenni frá öndunarfærum og að við
komandi sé hitalaus (þ.e. hiti lægri
en 37,8°C) og hafi verið hitalaus
a.m.k. síðastliðinn sólarhring áður
en hann losnar úr einangrun. Fylgja
skal reglum um smitgát í a.m.k. tvo
daga eftir að einangrun lýkur.
Reglugerðin gildir einnig um þá
sem eru í einangrun við gildistöku
hennar. Það felur í sér að henni lýk
ur hjá þeim sem þegar hafa verið í
einangrun í fimm daga eða lengur
þegar reglugerðin tók gildi 7. febr
úar. Allir sem eru að ljúka einangr
un fá skilaboð þess efnis í gegnum
Heilsuveru og þar með, en ekki
fyrr, lýkur einangruninni.
mm
Fyrr í vetur var tekin ákvörðun um
að koma fyrir tímabundinni veg
lokun á gamla þjóðveginum við
Akranes og var vegartálma komið
fyrir austan við garðyrkjustöðina.
Vegurinn er í eigu og umsjón Akra
neskaupstaðar eftir að Vegagerðin
skilaði honum á sínum tíma í kjöl
far þess að nýr þjóðvegur var lagður
inn í bæinn. Reiðvegur liggur sam
síða gamla þjóðveginum. Að beiðni
félagsmanna í hestamannafélaginu
Dreyra var á vettvangi skipulags
og umhverfisráðs Akraneskaup
staðar tekin sú ákvörðun í vetur að
setja vegartálmann upp fyrir ak
andi umferð. Það féll hins vegar
ekki öllum frístundabændum í geð,
en þeir eru nokkrir sem eiga fjár
hús sín meðfram veginum. Hefur
verið vandkvæðum bundið fyrir þá
að komast t.d. með hey um veginn.
Þetta hefur skapað núning í sam
skiptum frístundabænda og hesta
manna á Æðarodda.
Skessuhorni barst beiðni um að
kanna hverju þessi veglokun sætti
og leitaði til Ragnars Sæmunds
sonar, formanns skipulags og
umhverfisráðs. „Ábending barst
bæjar yfirvöldum síðasta haust um
að þarna hefði verið töluvert um
hraðakstur, akstur bifhjóla og eins
hefðu farið þarna um stærri bílar.
Hestamenn teldu öryggi sínu því
ógnað þegar riðið er út á reiðveg
inum sem liggur samhliða vegin
um. Gamli vegurinn er upplýstur
frá Æðarodda og að Innsta Vogi
og er mikið notuður á þessum tíma
árs við tamningar og þá gjarnan á
hrossum sem eru óörugg. Ég sem
formaður skipulags og umhverfis
ráðs, ásamt sviðsstjóri, tókum þá
ákvörðun að loka veginum fyrr í
vetur og var fyrst og fremst um ör
yggisráðstöfun að ræða. Nú hefur
skipulags og umhverfisráð ákveðið
að vegurinn verði opnaður fyrir al
mennan akstur í byrjun apríl í vor.
Þá er einnig ákveðið að funda með
félögum í hestamannafélaginu og
frístundabændum fyrir næsta vet
ur og finna varanlega lausn á þessu
máli,“ segir Ragnar í samtali við
Skessuhorn.
Í bókun skipulags og umhverfis
ráðs frá því á mánudaginn er fjall
að um hvernig staðið verði að
þrengingum á veginum í framtíð
inni til að hindra umferð stærri
bíla. Þar kemur fram að hug
myndin sé að sett verði keðja milli
steina í veglokuninni á tímabil
inu október til og með mars. Fjár
bændur á svæðinu fái afhenta lykla
til að opna keðjuna til að þeir geti
athafnað sig á svæðinu. Sett verður
upp botnlangaskilti við Hausthúsa
torg og hestahverfið í Æðarodda
meðan lokun fyrir almenna umferð
er í gangi. Með þessum aðgerðum
verði reynt að tryggja öryggi hesta
manna og annarra vegfaranda á
svæðinu. mm
Bjóða út að nýju uppsteypu
á köldum potti
Fólk á leið til sýnatöku í Grundarfirði. Ljósm. úr safni/tfk.
Einangrun nú fimm dagar í stað sjö
Tímabundin lokun gamla
þjóðvegarins í svartasta skammdeginu
Vegtálmi á gamla þjóðveginum milli þéttbýlisins og Æðarodda.