Skessuhorn - 09.02.2022, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 20222
Öryggismynda-
vélar við skóla
AKRANES: Á síðasta fundi
Skipulags og umhverfisráðs
Akraneskaupstaðar var kerfis
stjóra Akraneskaupstaðar falið
að skoða lóðir við Brekkubæj
arskóla, Grundaskóla og leik
skólann Teigasel með tilliti
til þess að hægt verði að vakta
mannvirki innan lóðanna með
öryggis myndavélum. -vaks
Stoppaði ekki
við gangbraut
BORGARNES: Síðasta mið
vikudag varð lögregla vitni að
því þegar ökumaður virti ekki
gangbrautarrétt þegar gangandi
vegfarandi ásamt barni ætl
uðu yfir gangbraut við leikskól
ann Klettaborg. Ökumaður
inn stöðvaði ekki bifreiðina við
gangbrautina heldur ók áfram
sína leið. Ökumaðurinn var
stöðvaður og greiddi sekt upp
á 20 þúsund krónur á staðnum.
-vaks
Strumpur á ferð
AKRANES: Að morgni þriðju
dags í liðinni viku var ökumaður
stöðvaður með blá ljós að fram
an á bifreið sinni. Honum var
gert að skipta um þann ljósa
búnað enda er engum heimilt
að vera með blá ljós á bifreiðum
nema lögreglu. -vaks
Féll úr lyftu
AKRANES: Að morgni
fimmtudags var hringt í
Neyðarlínuna og tilkynnt um
að maður væri fastur í lyftu í
blokk á Stillholti og kom í ljós
að hann hafði verið fastur þar
í um klukkustund. Þegar síð
an starfsmaður lyftufyrirtækis
ins var að aðstoða manninn við
að komast úr lyftunni féll mað
urinn fram fyrir sig um 40 cm
niður á gólf úr lyftunni sem var
ekki alveg komin á leiðarenda.
Viðkomandi var fluttur á slysa
deild en hann missti meðvitund
við fallið. -vaks
Ók út af
BORGARBYGGÐ: Rétt fyr
ir miðnætti á föstudagskvöldið
missti ökumaður stjórn á bifreið
sinni út á Borgarfjarðarbraut
vestan við Hvanneyri og hafn
aði í skurði. Bíllinn var óöku
hæfur eftir óhappið. Engin slys
urðu á fólki og allir farþegarnir
voru í bílbeltum. Voru foreldr
ar farþega látnir vita um slys
ið þar sem farþegarnir voru all
ir undir 18 ára aldri. Hringt var
á dráttarbílaþjónustu í Borgar
nesi til að láta fjarlægja bílinn.
-vaks
Ók á snjóblásara
DALABYGGÐ: Um hádegis
bilið á föstudaginn varð um
ferðaróhapp í Bröttubrekku
þegar bíl var ekið á snjóblásara
sem var aftan í dráttarvél. Öku
maður sá ekki snjóblásarann
fyrr en of seint vegna mik
ils kófs sem þeystist upp í loft
ið fyrir framan hann. Engin slys
urðu á fólki en bíllinn var óöku
fær og snjóblásarinn virkaði
ekki eftir áreksturinn. -vaks
Símanotkun almennings hef-
ur aukist til muna síðustu ár og
þá sérstaklega eftir komu snjall-
símanna. Ef það er einhvers stað-
ar dauð stund þá er fólk fljótt
að grípa í símann sinn eins og
til að mynda á biðstofum, sal-
ernum, biðskýlum, í vinnunni og
nánast hvar sem er. Áður fyrr var
meira spjallað þegar fólk hittist
en nú er meira um það að fólk
láti sig hverfa ofan í símana sína.
Því miður er þetta orðið of al-
gengt og því hvetjum við fólk
að leggja frá sér símann af og til
í meira mæli og njóta sín meira
með fjölskyldu og vinum þegar
færi gefst.
Á fimmtudag verður vestlæg
átt, 8-13 m/s og dálítil él um
landið vestanvert, en bjart fyr-
ir austan. Frost 1 til 12 stig, kald-
ast inn til landsins, en dregur
heldur úr frosti síðdegis. Á föstu-
dag má búast við fremur hægari
suðlægri átt og stöku éljum, en
bjartviðri á Norður- og Austur-
landi. Frost 1 til 10 stig. Geng-
ur í austanstrekking með slyddu
eða snjókomu á sunnanverðu
landinu um kvöldið og hlýn-
ar. Á laugardag er gert ráð fyr-
ir austan- og norðaustan átt og
slyddu með köflum sunnan- og
austan til, stöku él verða fyrir
norðan, en yfirleitt þurrt á Vest-
urlandi. Hiti í kringum frostmark.
Á sunnudag og mánudag er út-
lit fyrir breytilega átt og dálítil él
á víð og dreif. Heldur kólnandi
veður.
Í síðustu viku var spurt á vef
Skessuhorns: „Hvaða fisk finnst
þér best að borða?“ 36% sögðu
„Þorskur,“ 22% sögðu „Ýsa,“
20% sögðu „Lax/Silungur,“ 12%
sögðu „Lúða,“ 4% sögðu „Stein-
bítur,“ 3% sögðu „Annað“ og 3%
sögðu „Keila/Langa.“
Í næstu viku er spurt:
Hver er uppáhalds árstíðin þín?
Jóhanna María Sigmundsdóttir,
verkefnastjóri í Dalabyggð, hefur
vakið rækilega athygli á slæmri
stöðu fjarskiptamála í Dala-
byggð. Jóhanna María er Vest-
lendingur vikunnar að þessu
sinni.
Spurning
vikunnar
Til minnis
Vestlendingur
vikunnar
Veðurhorfur
Viðskiptavinum Arion banka í
Búðardal hefur borist tölvupóst
ur frá bankanum þess efnis að til
kynnt er um lokun bankaútibús
ins í Búðardal. „Nú er komið að
útibúinu okkar í Búðardal en það
mun sameinast útibúinu okkar í
Borgarnesi. Afgreiðslan í Búðardal
mun í framhaldinu loka. Breytingin
mun taka gildi 31. mars nk. Starfs
fólk útibúsins verður áfram hluti af
teymi okkar á Vesturlandi,“ skrif
ar Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson,
svæðisstjóri Arion banka á Vestur
landi í bréfinu.
Þessi lokun hefur haft talsverðan
aðdraganda, bæði í formi fækkun
ar og uppsagnar starfsmanna á síð
ustu árum og í mikilli skerðingu á
opnunartíma útibúsins, sem fram
að lokun verður opinn átta tíma á
viku, sem skiptist á tvo daga. Lok
unin kemur íbúum því ekki á óvart,
enda hefur útibúum viðskiptabank
anna á landsbyggðinni verið fækk
að kerfisbundið undanfarin ár og
sífellt fleiri íslensk þorp orðin án
bankaþjónustu. Eftir lokun úti
búsins verður, samkvæmt bréfinu,
hægt að nota hraðbankann í Búðar
dal til að millifæra, greiða reikn
inga, leggja inn eða taka út. Loks
bendir Sindri einnig á að fram að
lokun verði hægt að fá aðstoð við
að læra á stafrænar þjónustuleiðir
bankans.
Með þessari lokun verður jafn
greiðfær, eða ógreiðfær leið, íbúa
í Dölum að fjármálastofnunum,
hverju nafni sem þær nefnast. Nú
tíma bankaviðskipti byggjast nefni
lega á að fjarskipti séu í lagi, en það
eru þau ekki eins og ítarlega hef
ur komið fram í Skessuhorni að
undanförnu. bj
Eftir að hin svokallaða ARR arf
gerð, sem er verndandi gegn riðu
veiki, fannst í kindum frá Þernunesi
við Reyðarfjörð vaknaði von um að
hana væri einnig að finna á Kambi í
Reykhólasveit því féð sem greindist
á Reyðarfirði átti meðal annars ætt
ir sínar að rekja til Kambs. Kamb
ur er sölubú fyrir fé, selur gripi á
fæti og varnarhólfið sem bærinn er
í telst Mekka í ræktun á kollóttu
fé. Tekin voru sýni úr fé á Kambi
seinni hluta janúar mánaðar og þau
send til greiningar í Þýskalandi.
Komin er niðurstaða úr sýnun
um sem tekin voru úr alls 45 kind
um. Engin þeirra reyndist vera með
ARR arfgerðina. Frá þessu greindi
Karl Kristjánsson bónda á Kambi á
facebook síðu sinni í síðustu viku.
Hann bætti því við að þetta hafi
verið honum vonbrigði en fyrst
búið er að finna genið á Þernunesi
í Reyðarfirði segir hann líkur á að
það leynist víðar.
vaks
Um miðjan desember síðastliðinn
gerði Félag íslenskra trygginga
stærðfræðinga tillögu til fjár
mála og efnahagsráðuneytisins
um breytingar á forsendum reikni
grunns um lífslíkur fólks, til sam
ræmis við reiknilíkan sem félag
ið hafði áður samþykkt. „Þar sem
tillaga félagsins felur í sér veiga
mikla breytingu hjá lífeyrissjóðum
á mati skuldbindinga milli mismun
andi aldurshópa þykir rétt að heim
ila lífeyrissjóðum að innleiða hin
ar breyttu forsendur við trygginga
fræðilega athugun á næstu tveim
ur árum frá komandi áramótum
að telja,“ sagði í frétt fjármála
ráðuneytisins um málið undir lok
síðasta árs, en ráðuneytið féllst
Forsendur reiknigrunns um lífslíkur
hækka lífeyrisskuldbindingar
á breytinguna sem þýðir að fjöl
margar stofnanir þurfa nú að taka
mun meira til hliðar í fjárhagsáætl
unum sínum til að mæta væntan
legum lífeyrisskuldbindingum, en
áður hafði verið áætlað.
Í breytingunni felst að lífeyris
sjóðum er heimilt, við gerð
tryggingafræðilegrar athugunar við
lok síðasta árs, að velja hvort skuld
binding verði metin með reikni
grunni frá árinu 2019 eða með
hinum nýja grunni sem samþykkt
ur var í desember. Margir sjóð
anna völdu að nýta sér það en um
leið breytast afturvirkt forsend
ur reiknigrunns um lífslíkur fólks
og greiðslur sem m.a. sveitarfélög
höfðu áætlað til að mæta lífeyris
skuldbindingum. Breytingin verð
ur þá afturvirk og hefur samkvæmt
heimildum Skessuhorns afar slæm
áhrif á rekstrarniðurstöðu fjöl
margra sveitarfélaga.
Tvö hundruð milljóna
króna skellur
Borgarbyggð er í hópi þeirra
sveitarfélaga sem borist hefur krafa
um afturvirkar greiðslur vegna líf
eyrisskuldbindinga síðasta árs. Í
bókun byggðarráðs í síðustu viku
segir: „Fyrir liggur að verulegar
breytingar hafa orðið á lífeyris
skuldbindingum sveitarfélagsins
vegna ársins 2021 sem valda því að
endurreikna þarf stöðumat KPMG
miðað við þær upplýsingar sem ný
verið hafa borist. Breytingin á líf
eyrisskuldbindingunum mun jafn
framt hafa verulegar breytingar á
rekstrarniðurstöðu sveitarfélagsins
vegna ársins 2021,“ segir í bókun
byggðarráðs.
Skessuhorn leitaði til Þórdísar
Sifjar Sigurðardóttur sveitarstjóra
og spurði hvað þessi ákvörðun
ráðuneytisins þýddi. Hún upplýsir
að lífeyrisskuldbindingar Borgar
byggðar aukast frá því sem áætl
að hafði verið vegna síðasta árs um
u.þ.b. 200 milljónir króna vegna
þessara nýju reglugerðar, sem er
um 5% af heildartekjum sveitar
félagsins. „Það mun snúa þeim já
kvæða árangri sem var í sjónmáli
af rekstri sveitarsjóðs 2021 yfir í
tap,“ segir Þórdís Sif í samtali við
Skessuhorn. „Í reglugerðinni er að
finna ákvæði um sveigjanleika líf
eyrissjóða til að taka í gildi breytt
ar reikniforsendur, nánar tiltekið
hafa þeir fram til ársins 2023 til að
efna skuldbindingarnar. „Við erum
því að láta skoða hvort lífeyrissjóð
irnir ætli sér að taka hækkunina al
farið inn á árinu 2021, eins og út
reikningur tryggingastærðfræðings
sveitarfélagsins gerir ráð fyrir, eða
hvort hækkunin verði tekin inn síð
ar. Ljóst er að þessar hækkanir eru
verulega íþyngjandi fyrir okkur og
því væri það einlægur vilji okkar
að milda áhrifin með því að dreifa
fjárhæðinni milli ára. Lífeyris
skuldbindingar eru óvissuþáttur í
fjárhagsáætlunum sveitarfélaga ár
hvert og því óforsvaranlegt að regl
ur sé samþykktar sem hafi aftur
virk áhrif á rekstur sveitarfélaga.
Sveitarfélögum er skylt að leggja
fyrir og samþykkja fjárhagsáætlanir
í desember ár hvert fyrir komandi
ár og því tel ég að það hefði verið
mun eðlilegra að innleiða hækkun
ina eftir á og þá í skrefum,“ segir
Þórdís Sif Sigurðardóttir.
mm
Arion banki lokar útibúi sínu í Búðardal
Bankaútibúið er nú til húsa í pósthúsinu. Ljósm. úr safni/sm.
Í fjárhúsunum á Kambi. Ljósm. Kalli á Kambi
ARR genið fannst ekki í þessari umferð