Skessuhorn


Skessuhorn - 09.02.2022, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 09.02.2022, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 20224 Nýlega heyrði ég af ágætu tilsvari manns um áttrætt sem þá nýlega hafði lokið langri og farsælli starfsævi. Hann var staddur í laugunum að næra sál og líkama. Í heita pottinum var hann spurður hvernig honum líkaði að vera orðin pensjónisti? „Jú,“ svaraði hann; „það er prýðilegt. Nú eru allir dagar eins og föstudagar og helgin framundan.“ Afar misjafnt er hvernig fólk er statt í lífinu þegar gengið er inn í þetta æviskeið þegar almennt er talið að hefðbundinni starfsævi eigi að ljúka. Fjár­ hagslegt svigrúm fólks er vissulega mjög mismunandi. Margir hafa digra sjóði en aðrir standa ekki eins vel, fóru t.d. svo illa út úr Bankahruninu 2008 að það breytti fjárhagslegri stöðu þeirra til frambúðar. Þá þekki ég fjölmarga sem gefið hafa líf sitt og sál í vinnu alla tíð, voru ætíð vakandi og sofandi yfir verkefnum sínum og gáfu sér lítinn eða jafnvel engan tíma til að rækta önn­ ur áhugamál. Sumum kvíðir því fyrir að vera ýtt úr vinnu af þeim sökum að einhverjar reglur eru um að hætta skuli þátttöku á vinnumarkaði 65 ára eða í síðasta lagi um sjötugt. Vafalítið hafa slíkar reglur verið samdar á þeim tím­ um sem meðalaldur landsmanna var mun lægri en hann er nú. En eftir því sem árin og áratugirnir hafa liðið lifir fólk heilsusamlegra líferni og lækna­ vísindunum hefur fleygt fram. Allt með þeim jákvæðu afleiðingum að fólk er eldsprækt á þeim aldri sem fram til þessa hefur verið kenndur við starfslok. Sú staðreynd að fólk er sprækara við þessi tímamót um eða undir sjötugt mun þýða að margir kjósa að vinna lengur og munu á næstu árum mega það. Í frétt hér í blaðinu í dag er sagt frá nýlegum dómi þar sem Isavia var dæmt brotlegt fyrir að segja upp starfsmanni á sjötugsaldri fyrir þær einar sakir að kennitalan hans var ekki nógu sexí. Vafalítið mun sá dómur marka upphaf að breytingum í þá veru að fólki leyfist, ef það sjálft kýs svo, að starfa lengur. Lögum og reglum verður breytt og kannski veitir ekki af að fjölga starfandi á vinnumarkaði. Í annarri frétt í blaðinu í dag kemur einmitt fram að vinnandi fólk á aldrinum 16­74 ára er nákvæmlega 200.500 talsins um þessar mund­ ir, en landsmenn á sama tíma 369.000. Þessi tvö hundruð þúsund eru sumsé að leggja til samfélagsins nóg til að önnur 169 þúsund komist af. Sýna þessar tölur ekki einmitt að það yrði einungis til bóta að fleiri leggðu hönd á plóg ef þeir kjósa svo? Staðreyndin er auk þess sú að margir njóta vinnu sinnar og kjósa ekkert frekar en að stunda hana áfram eftir sjötugt ef heilsa og þróttur er enn í fullkomnu lagi. Þetta er þar að auki fólkið sem oft kann mest og best til starfa sinna og byggir á reynslu sem margir þeir yngri hafa ekki. Að sjálf­ sögðu á það því að vera valkvætt hverjum og einum að segja upp vinnu sinni þegar hentar, ganga í félag eldri borgara eða gera bara eitthvað annað. Ég hitti í síðustu viku að máli 65 ára gamlan karlmann sem hafði kosið að hætta launavinnu á þessum tímapunkti og hefja töku lífeyris. Hefur alla tíð haft hestamennsku að áhugamáli og viðurkenndi að hann liti á það sem for­ réttindi að geta nú leyft sér að gera það sem honum finnst skemmtilegast. Nú væri hann einfaldlega lengur í hesthúsunum, ríður út þegar honum sýn­ ist og nýtur lífsins. Hann sagði mér að konan hans, á svipuðum aldri, kysi hins vegar að vinna áfram á sínum gamla vinnustað eins og hún hefur gert, nyti þess að hitta vinnufélagana á hverjum degi, spjalla og hafa tekjur, þótt hún gæti vel hætt peninganna vegna að vinna. Best af öllu er því að fólk hafi um þetta val. En þetta byggir engu að síður á því fjárhagslega svigrúmi sem fólk hefur. Til dæmis því að ef fólk er búið að greiða upp húsnæðisskuldirnar, þannig að það sé ekki að greiða bönkum eða öðrum fjármálstofnunum okur­ vexti, skiptir í raun engu máli hverjar tekjurnar eru eða hvaðan þær koma. Lágmarkslaun og jafnvel greiðslur frá Tryggingastofnun geta með hæfilegri ráðdeild dugað til að draga fram lífið ef skuldum er ekki fyrir að fara. Um­ fram allt eigum við að ráða því hvert og eitt hvenær við gerum alla daga að föstudögum með helgina framundan. Magnús Magnússon Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 3.877 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 3.348. Rafræn áskrift kostar 3.040 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.800 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Gunnhildur Lind Hansdóttir glh@skessuhorn.is Valdimar K. Sigurðsson vaks@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Díana Ósk Heiðarsdóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Alltaf föstudagur og helgin framundan Borgarbyggð hefur nú geng­ ið frá kaupsamningi um húseign­ ina Borgar braut 14 í Borgarnesi. Húsið, sem er 1.053 fermetrar að stærð frá árinu 1960, var upphaf­ lega byggt fyrir starfsemi Spari­ sjóðs Mýrasýslu en hefur síðustu árin verið Ráðhús sveitarfélags­ ins. Kaupandi þess er Steðji fjár­ festingar ehf. og er kaupverðið 60 milljónir króna. Áform Steðja fjár­ festinga ehf. eru að innrétta íbúð­ ir í húsinu. Í byrjun síðasta árs fluttist meirihluti starfsemi Ráðhússins úr húsinu og að Bjarnarbraut 8 þegar ástandsskoðun á fasteigninni hafði leitt í ljós að mikill rakavandi væri til staðar. Ljóst var að endurbæt­ ur og lagfæringar á því yrðu mjög kostnaðarsamar og ákvað því sveit­ arstjórn að fjárfesta í nýju hús­ næði fyrir Ráðhús. Sveitarfélagið festi svo kaup á húsi Arion banka við Digranesgötu síðasta sumar og fékk það hús formlega afhent í byrj­ un september. mm Á fundi Skipulags­ og umhverfis­ ráðs Akraneskaupstaðar 31. janú­ ar síðastliðinn lagði ráðið það til að samið yrði við lægstbjóðanda um kaup á stigabíl fyrir Slökkvi­ lið Akraness og Hvalfjarðarsveit­ ar. Tvö tilboð bárust í bíl en kostn­ aðaráætlun hljóðaði upp á 95 millj­ ónir króna. Ólafur Gíslason & Co. hf. ­ Eldvarnarmiðstöðin var með tilboð upp á tæplega 92 milljón­ ir króna og tilboð frá Fastus ehf. hljóðaði upp á 115 milljónir. Í fundargerð ráðsins frá því í apr­ íl á síðasta ári beindi skipulags­ og umhverfisráð því til bæjarráðs að gerður yrði viðauki vegna kaupa á útkallsbíl til Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar. Þá yrði skoð­ að með aðkomu Hvalfjarðarsveit­ ar að kaupunum áður en endanlega fjárhæð í viðauka yrði ákveðin. Að sögn Jens Heiðars Ragnars­ sonar slökkviliðsstjóra seldi slökkviliðið í byrjun árs 2020 frá sér gamlan körfubíl sem var í raun úr sér genginn en stigabílar eru í dag algengari sem björgunartæki. Hann segir að þetta sé flókið ferli, ekki sé mikið til á markaðinum af notuð­ um slökkvibílum en smíðatíminn á nýjum bílum er um tvö ár. Nýi slökkvibílinn, sem er notaður stiga­ bíll, kemur erlendis frá vonandi í mars eða apríl en þó á enn eftir að ganga frá nokkrum lausum endum varðandi útboð og þess háttar. Á fundi skipulags­ og umhverfis­ ráðs frá 24. janúar var lagt til við bæjarráð að samþykkja að vera með í sameiginlegu útboði Ríkis­ kaupa um kaup á dælubifreiðum fyrir slökkviliðið. Þar var nefnt að dælubifreiðar Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar væru komnar á tíma og líkur væru á að hagstæð kjör gætu náðst í sameiginlegu út­ boði með öðrum sveitarfélögum á þessum bifreiðum. Ef af yrði verður bifreið afhent árið 2024 og kostn­ aðarfærð á því ári. vaks Nýr stigabíll á leiðinni til slökkviliðsins Scania árgerð 1977, körfubíll Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar, var síðasti bíllinn í eigu slökkviliðsins sem náð gat einhverri hæð. Hann hefur nú verið seldur en fyrir nokkrum árum var hann dæmdur ónothæfur af Vinnueftirlitinu. Ljósm. mm. Borgarbraut 14 fær nýtt hlutverk Síðdegis í gær var bæjarstjórn Akraneskaupstaðar afhentur undir­ skriftalisti sem Emma Rakel Björns­ dóttir, starfsmaður Fjöliðjunnar á Akranesi, átti frumkvæðið að. Þar segir: „Við undirritun mótmæl­ um hér fyrirætlunum um að slíta starfsemi Fjöliðjunnar í tvennt. Við krefjumst þess að Fjöliðjan verði áfram saman sem ein heild.“ Emma Rakel safnaði yfir 600 undirskrift­ um og var Valgarði Lyngdal Jóns­ syni, forseta bæjarstjórnar, afhentur listinn í gær. Viðstaddir voru auk hans meirihluti bæjarfulltrúa auk starfsfólks Fjöliðjunnar. Í ávarpi sínu sagði Emma Rakel við bæjarfulltrúana að starfs­ fólk Fjöliðjunnar væri ósátt við þá ákvörðun bæjarstjórnar frá 14. desember síðastliðnum að ætla að byggja yfir þá starfsemi sem nú er undir einu þaki í Fjöliðjunni og færa hana á tvo staði, þ.e. á Dalbraut 10 annars vegar og hins vegar í nýtt áhaldahús á öðrum stað í bænum. Fólkið í Fjöliðjunni væri ein stór fjölskylda sem vildi ekki vera stí­ að í sundur. Málið hafi hins vegar lent á byrjunarreit með ákvörðun bæjarstjórnar í desember. „Það á að standa við það sem maður segir – líka þið,“ sagði Emma Rakel með festu. Þá vék hún að því að ekki hafi verið rætt við sjálft starfsfólk Fjöliðjunnar áður en bæjar stjórn tók ákvörðun sína og hafi þannig gengið á bak loforðum sem gefin höfðu verið. Valgarður Lyngdal þakkaði Emmu Rakel fyrir það framtak sem hún sýndi með söfnun undir­ skriftanna og það væri dýrmætt að bæjarbúar létu í sér heyra ef þeir teldu á rétti sínum brotið. Jafn­ framt baðst hann afsökunar fyr­ ir hönd bæjarstjórnar ef starfsfólk Fjöliðjunnar liti þannig á að fram­ hjá því hafi verið gengið áður en endanleg ákvörðun í málinu var tekin. Að ávarpi þeirra loknu var Emmu Rakel klappað lof í lófa fyrir framtak sitt og kjark. mm Emma Rakel Björnsdóttir afhenti undirskriftalistann og við honum tók Valgarður Lyngdal Jónsson forseti bæjarstjórnar. Afhenti undirskriftir vegna Fjöliðjunnar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.