Skessuhorn


Skessuhorn - 09.02.2022, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 09.02.2022, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 202214 Félagsstarf eldri borgara og öryrkja fyrir 60 ára og eldri á Akranesi er starfrækt á Dalbraut 4. Starfinu er ætlað að fyrirbyggja félagslega ein­ angrun og koma til móts við áhuga­ svið, færni og þekkingu þátttak­ enda á hverjum tíma í ýmis konar listsköpun og verkefnum sem oft eru árstíðabundin. Félagsstarf aldr­ aðra hefur það markmið að stuðla að samskiptum og veita félagsskap. Tilgangur félagsins er að gæta hagsmuna og réttinda eldra fólks á Akranesi og nágrenni og vinna að málefnum aldraðra í landinu. Fé­ lagið var stofnað 5. febrúar 1989 á Hótel Akranesi og fagnaði því 33 ára afmæli á dögunum. Til stofn­ fundarins var boðað af undirbún­ ingsnefnd sem félagsmálaráð Akra­ neskaupstaðar skipaði. Húsfyllir var á stofnfundinum og 200 manns skráðu sig í félagið. Fyrsti formaður félagsins var kjörinn Magnús Krist­ jánsson. Starfsemi félagsins hefur undið upp á sig á þessum 33 árum sem það hefur starfað og núna eru 730 skráðir félagar og þar af hafa yfir 50 manns skráð sig í félagið síð­ an í haust. Í stjórn og varastjórn eru tíu manns. Með stjórninni starfa sex nefndir innan félagsins sem sjá um ákveðna þætti í starf­ seminni og sinna hver um sig sér­ stökum verkefnum eins og nöfn þeirra bera með sér. Nefndirn­ ar eru húsnefnd, menningar­ og fræðslunefnd, skemmtinefnd, kórnefnd, íþróttanefnd og uppstill­ ingarnefnd. Alls eru um 50 manns sem sitja í stjórnum og nefndum fé­ lagsins. Komin með sterkar taugar til félagsins Ragnheiður Hjálmarsdóttir tók við sem formaður Félags eldri borg­ ara 25. júní síðastliðinn af Við­ ari Einarssyni og hefur því gegnt starfinu í rúma sjö mánuði. Blaða­ maður Skessuhorns kíkti við hjá henni á Dalbrautinni í síðustu viku til að forvitnast um félag­ ið og fyrsta spurningin var ein­ faldlega hvað hefði komið til að hún tók þetta starf að sér? „Ég var búin að vera í stjórninni sem ritari í tvö ár og í skemmtinefnd í þrjú ár. Ég hafði unnið talsvert með Við­ ari, var komin með allgóða yfir­ sýn yfir starfsemi félagsins og kom­ in með sterkar taugar til þess. Ég vildi gjarnan leggja mitt af mörkum til þess að fleyta því áfram í þessum aðstæðum sem voru fram undan með flutningi á nýjan stað og öll­ um þeim breytingum sem því fylgdi fyrir félagið. Við höfðum leitað til margra mér hæfari einstaklinga um að gefa kost á sér í formannsstarf­ ið en enginn þeirra var tilbúinn að taka slaginn. Það hafði líka sitt að segja varðandi mína ákvörðun að Rögnvaldur, eiginmaður minn, var tilbúinn að vera áfram í stjórn­ inni og vera með mér í þessu verk­ efni. Stjórnin er góð blanda af reyndu fólki og nýju. Auk þess sem nefndarfólkið, sem sér um verkefni hverrar nefndar, leggur fram frá­ bæra og óeigingjarna vinnu í þágu félagsins. Það er heiður að að vinna fyrir og með öllu þessu góða fólki,“ segir Ragnheiður. Í september á síðasta ári flutti Félag eldri borgara í nýtt og glæsi­ legt húsnæði á Dalbraut 4. Ragn­ heiður segir að það hafi breytt mjög miklu og ekki hægt að líkja því saman við gamla húsnæðið en þau voru áður með starfsemi á 3. hæð við Kirkjubraut 40. Á Dalbrautinni getur fólk droppað inn til að spjalla, kíkja í blöðin, tekið í tafl eða feng­ ið sér kaffibolla. Svo er fjölbreytt dagskrá í gangi alla daga. Þeir sem hafa komið í húsið hafa haft orð á því hversu gott er að koma þar inn. Húsið taki vel á móti því. Hvernig hefur gengið hjá þér eftir að þú tókst við í miðjum kór­ ónuveirufaraldri? „Það hefur bara gengið nokkuð vel. Starfið fór vel af stað. Við tókum þá ákvörðun strax að breyta ekki miklu í starfseminni þannig að það væri nóg fyrir fólk að koma inn í nýjar aðstæður þó við værum ekki líka að breyta of miklu í því sem það þekkti áður. En eins og allir aðrir höfum við þurft að laga okkur að þeim sóttvarnarregl­ um sem hafa gilt á hverjum tíma og hefur það vissulega haft áhrif á starfið.“ Sambýli með bæjarskrifstofunum Félag eldri borgara fékk allt hús­ næðið á neðstu hæðinni á Dalbraut til umráða fyrir utan ganginn sem tilheyrir félagsþjónustunni og rým­ ið í innri enda hæðarinnar sem til­ heyrir félagsstarfi Akraneskaup­ staðar. „En á síðasta ári kom bæjar­ stjóri að máli við okkur til að falast eftir því að fá afnot af hluta rýmis­ ins fyrir skrifstofur bæjarins eftir að mygla kom upp í húsnæðinu á Still­ holti. Það fór í samningaferli okk­ ar á milli sem endaði í því eins og það er núna. Við tókum strax þá ákvörðun að þetta mætti ekki raska á neinn hátt þeirri starfsemi sem væri til staðar í félaginu og myndi ekki hefta það að við gætum auk­ ið þá starfsemi.“ Akraneskaupstað­ ur er með til afnota innsta rýmið í stóra salnum sem er þrískiptur og svo í skála fyrir framan og þar sem fatahengið er. En hvernig hefur samstarfið gengið við Akraneskaupstað? „Al­ veg ljómandi vel. Það var strax lögð áhersla á góð og jákvæð samskipti á báða bóga og hefur það gengið eft­ ir. Öllum beiðnum okkar um að­ stoð til dæmis varðandi tölvu­ og tæknimál er svarað fljótt og vel. Á hinn bóginn fær bærinn afnot af salarrýminu ef það er laust en okk­ ar afnot hafa alltaf forgang. Einnig vil ég geta þess að starf FEBAN og félagsstarf bæjarins tengist að hluta, þar sem margir félagsmenn okkar nýta sér það sem þar er í boði og höfum við hug á að vera í samstarfi með ýmislegt sem þjónar báðum aðilum. Við komum líka til með að samnýta hluta húsnæðisins eins og til dæmis kaffiaðstöðuna.“ Fjölbreytt félagsstarf Hvað er það aðallega sem þið eruð að gera í ykkar starfi? „Í íþrótta­ starfinu erum við með í boði leik­ fimi, boccia, línudans, pútt og keilu. Við höfum afnot af íþrótta­ mannvirkjum bæjarins þegar þau eru laus en nánast allt fer fram hér á Dalbrautinni nema sundleikfim­ in, púttið og keilan. Síðan erum við með bókmenntaklúbb þar sem bók er valin til samlesturs og lesin sem framhaldssaga. Einnig er ýmis­ legt annað efni á boðstólum eins og smásögur, ljóð og fróðleikur af ýmsu tagi. Síðan er farið í ferða­ lög sem tengjast oftast sögusviði framhaldssögunnar. Þá er einnig farið í leikhúsferðir. Svo erum við með félagsvist, bridds og frjáls spil. Skemmtinefndin sér um opin hús einu sinni í mánuði eins og til dæm­ is bingó, þorrablót, sviðaveislu og alls kyns uppákomur. Svo má alls ekki gleyma Hljómi, samkór eldri borgara, sem er stór og öflugur kór sem æfir einu sinni í viku.“ Allir geti fundið ein- hvern til að spjalla við Í aðalstjórn eldri borgara á Akra­ nesi eru auk Ragnheiðar þau Guðmundur Kristjánsson vara­ formaður, Rögnvaldur Einarsson gjaldkeri, Sigurbjörg Ragnars­ dóttir ritari og Jóna Adolfsdótt­ ir meðstjórnandi. Ragnheiður segir að það sem hafi til dæmis breyst er að áður var skrifstofan opin einu sinni í viku milli tvö og fjögur en er núna opin alla virka daga kl. 14 ­ 16 nema föstudaga. „Mín áhersla í starfinu hefur ver­ ið fólkið sjálft, að vera til staðar og taka á móti því. Að þeir sem eru að koma inn nýir geti alltaf fundið einhvern til að spjalla við. Ég hef gefið mikið af mínum tíma í það að vera til staðar. Það hef­ ur líka verið í mörg horn að líta á þessu starfsári og stundum er eins og maður sé í fullu starfi á köfl­ um en maður verður að gefa sig í þetta með fullum huga því það gerist ekkert af sjálfu sér. Það er engin spurning að það skipt­ ir miklu máli að fólk haldi sér gangandi og virku bæði andlega og líkamlega lengur og viðhaldi þannig og auki lífsgæði sín. Skyn­ samir bæjar fulltrúar átta sig von­ andi á því að með því að hlúa vel að starfsemi eldri borgara þá mun það spara samfélaginu á ýmsan hátt. Fólk verður að hafa eitt­ hvað fyrir stafni og hlakka til ein­ hvers á morgnana, það er það sem skiptir máli,“ segir Ragnheiður að lokum. vaks Keppnislið FEBAN í boccia sem varð Vesturlandsmeistari 2019. Ljósm. úr safni Skessuhorns. „Fólk verður að hafa eitthvað fyrir stafni“ Tekið hús á formanni FEBAN og rætt um nýja félagsaðstöðu og fjölbreytta starfsemi Ragnheiður Hjálmarsdóttir er formaður eldri borgara á Akranesi. Morgunganga hjá nokkrum félögum betri borgaranna. Guðlaug Bergþórsdóttir og Hulda Sigurðardóttir að undirbúa kaffið. Það var dansað í síðasta leikfimitímanum fyrir jól. Félagsvistin er alltaf vinsæl.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.