Skessuhorn


Skessuhorn - 09.02.2022, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 09.02.2022, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2022 7 S K E S S U H O R N 2 02 2 Helstu verkefni og ábyrgðarsvið: Skipulagsfulltrúi hefur yfirumsjón með skipulagsmálum sveitarfélagsins, þjónustar íbúa Hvalfjarðarsveitar á því málefnasviði og er ráðgefandi fyrir sveitarstjórn og umhverfis,- skipulags- og náttúruverndarnefnd og vinnur skv. samþykktum þeirra. Eftirfarandi heyrir m.a. undir verkefna- og ábyrgðarsvið skipulagsfulltrúa Hvalfjarðarsveitar: • Yfirumsjón skipulagsmála í sveitarfélaginu. • Málsmeðferð skipulagsmála. • Skipulagsgerð, undirbúningur og verkstjórn. • Útgáfa framkvæmdaleyfa. • Umsagnir leyfisumsókna, samráð við opinbera aðila, almenning og aðra hagsmunaaðila. • Eftirlit með að framkvæmdir séu í samræmi við skipulag og útgefin leyfi. • Kynningar og auglýsingar á lýsingum og skipulagstillögum auk yfirferðar ábendinga og athugasemda. • Undirbúningur nefndarfunda, lögformleg afgreiðsla erinda og eftirfylgni mála. • Gerð starfs- rekstrar-, og framkvæmdaáætlana fyrir þá málaflokka sem undir hann heyra. Skipulagsfulltrúi ber ábyrgð á meðferð, skráningu og varðveislu gagna, úrvinnslu og upplýsingagjöf, stefnumótun, þróun verklags og þjónustugæða. Skipulagsfulltrúi er starfsmaður umhverfis,- skipulags,- og náttúruverndarnefndar. Almennt stjórnunarsvið: Skipulagsfulltrúi starfar og stjórnar í samræmi við lög og reglugerðir sem gilda um skipulagsmál sveitarfélaga. Einnig eftir lögum er varða opinbera þjónustu og stjórnsýslu, samkvæmt markmiðum sveitarstjórnar og í samræmi við fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar á hverjum tíma. Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun og viðeigandi réttindi til að annast skipulagsgerð skv. 7. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er skilyrði. • Þekking og reynsla af skipulagsmálum er skilyrði. • Reynsla af störfum í opinberri stjórnsýslu er skilyrði. • Reynsla af þátttöku í stefnumótandi áætlanagerð og gerð rekstrar- og fjárhagsáætlana er æskileg. • Reynsla af stjórnun, rekstri og þróunarstarfi er kostur. • Færni í mannlegum samskiptum auk forystu- og skipulagshæfileika. • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum. • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti. Kjör: Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningum viðkomandi stéttarfélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar 2022. Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umsóknir skal senda á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, Innrimel 3, 301 Akranes eða á netfangið hvalfjardarsveit@hvalfjardarsveit.is Nánari upplýsingar um starfið veitir Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri í síma 433-8500 og á netfanginu linda@hvalfjardarsveit.is Hvalfjarðarsveit er öflugt sveitarfélag með um 690 íbúa. Náttúrufegurð er mikil og möguleikar til að njóta fjölbreyttrar útiveru eru óþrjótandi. Hvalfjarðarsveit er dreifbýlt sveitarfélag með litlum íbúakjörnum. Þar er nægt lóðaframboð, fjölbreytt atvinnutækifæri, öflugur landbúnaður, vaxandi ferðaþjónusta og metnaðarfullt skólastarf. Mikil uppbygging hefur átt sér stað á atvinnusvæðinu við Grundartanga með fjölbreyttum fyrirtækjum. Hvalfjarðarsveit er í nálægð við þéttbýli og í góðu samstarfi við nágrannasveitarfélög. Nánari upplýsingar má finna á www.hvalfjardarsveit.is Skipulagsfulltrúi Laust er til umsóknar starf skipulagsfulltrúa Hvalfjarðarsveitar. Um er að ræða 60% starf innan stjórnsýslu sveitarfélagsins. Leitað er að metnaðarfullum aðila til að stýra fjölbreyttum verkefnum í skipulagsmálum sveitarfélagsins. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. SK ES SU H O R N 2 02 2 Grundarfjarðarbær Endurnýjun þakklæðningar á Samkomuhúsi Grundarfjarðar Grundarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í verkið „Endurnýjun þakklæðningar, Samkomuhús Grundarfjarðar“. Um er að ræða endurnýjun á efra þaki hússins. Verkinu skal að fullu lokið fyrir 14. júlí 2022. Nánari upplýsingar gefur Fannar Þór Þorfinnsson í síma 430-8500 eða í gegnum netfangið fannar@grundarfjordur.is. Útboðsgögn eru aðgengileg á heimasíðu Grundarfjarðar www.grundarfjordur.is Tilboðum skal skila inn á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar, Borgarbraut 16, 350 Grundarfirði eða í tölvupósti á netfangið fannar@grundarfjordur.is merkt „ Endurnýjun þakklæðningar, Samkomuhús Grundarfjarðar“ fyrir kl. 11:00 mánudaginn 28. febrúar 2022. Tilboð verða opnuð kl. 11 að viðstöddum bjóðendum eða fulltrúum þeirra og verða niðurstöður opnunar sendar bjóðendum samdægurs. Byggingarfulltrúi Grundarfjarðarbæjar Fannar Þór Þorfinnsson Helstu niðurstöður vinnumarkaðs­ rannsóknar Hagstofu Íslands fyr­ ir fjórða ársfjórðung nýliðins árs sýna að staða vinnuafls á íslenskum vinnumarkaði hefur batnað nokk­ uð frá árinu áður. Það má til dæm­ is sjá á því að hlutfall starfandi hef­ ur hækkað og atvinnuleysi minnkað en um leið sést enn töluverð fjar­ vera frá vinnu. Hlutfall mannfjölda 16 til 74 ára á vinnumarkaði, eða atvinnuþátt­ taka, mældist 78,6% á fjórða árs­ fjórðungi 2021 sem er aukning um 2,5 prósentustig frá sama ársfjórð­ ungi 2020. Fjöldi starfandi á fjórða ársfjórðungi 2021 var 200.500 manns og var hlutfall starfandi af mannfjölda 75,1%. Frá fjórða árs­ fjórðungi 2020 til fjórða ársfjórð­ ungs 2021 fjölgaði starfandi fólki um 16.100 manns og hlutfall þess af mannfjölda hækkaði um 4,8 pró­ sentustig. Hlutfall starfandi kvenna var 72,1 % og starfandi karla 77,9%. Starfandi konum fjölgaði um 7.200 og körlum um 8.900. Hlutfall starfandi fólks á höfuð­ borgarsvæðinu var 75,8% og utan höfuðborgarsvæðis 73,8%. Til samanburðar voru 184.400 starfandi á fjórða ársfjórðungi 2020 og hlutfall af mannfjölda 70,3%. Hlutfall starfandi kvenna var þá 67,7% og starfandi karla 72,7%. Þá var hlutfall starfandi fólks á höf­ uðborgarsvæðinu 70,6% og 69,8% utan höfuðborgarsvæðisins. mm Atvinnuþátttaka fólks á aldrinum 16-74 ára er nú 78,6%. Myndin er frá hús- byggingu í Stykkishólmi. Ljósm. úr safni/sá. Vinnumarkaðurinn samanstendur af 200.500 manns

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.