Skessuhorn


Skessuhorn - 09.02.2022, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 09.02.2022, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 20226 Dósamóttakan opnuð að nýju AKRANES: Endur­ vinnslumóttaka Fjöliðjunn­ ar að Smiðjuvöllum 9 hef­ ur verið opnuð að nýju eft­ ir tímabundna lokun vegna Covid­19. Opnunartími er alla virka daga frá klukkan 9 til 11:45 og frá klukkan 13 til 15:30. -vaks Aðalfundur Knattspyrnufé- lags ÍA AKRANES: Aðalfundur Knattspyrnufélags ÍA verð­ ur haldinn á Jaðarsbökk­ um fimmtudaginn 17. febrú­ ar næstkomandi klukkan 20. Dagskrá fundarins er sam­ kvæmt 8. grein laga félags­ ins sem finna má á heimsíð­ unni kfia.is. Tillögur um laga­ breytingar skulu berast skrif­ stofu félagsins eigi síðar en 10. febrúar nk. -fréttatilk. Sorprit AKRANES: MTH útgáfa á Akranesi gefur út hljóðbók­ ina „Sorprit ­ og fleiri sög­ ur,“ smásögur eftir Kristján Kristjánsson, í lestri Kristjáns Franklín Magnúsar. Verkið samanstendur af sögum sem Kristján Kristjánsson samdi á síðasta áratug síðustu aldar. Þær eiga það flestar sameigin­ legt að fjalla um einfara, suma hverja sem standa á jaðri sam­ félagsins og rata í ófyrirséð­ ar aðstæður. Stórar áskoranir jafnt sem hversdagslegustu at­ vik geta vakið upp spurningar um hvernig best sé að halda áfram. Sorprit er aðgengilegt á Storytel. -mm Slasaðist á fæti STYKKISHÓLMUR: Á föstudagsmorguninn síðasta varð slys á Silfurgötu þegar farþegi í bíl var að fara út úr bifreið og rann til í hálkunni. Klemmdi hann fótinn á milli gangstéttarkants og bifreiðar­ innar og slasaðist á fæti. Þar sem aðeins einn sjúkraflutn­ ingsmaður var á sjúkrabíln­ um þurfti lögreglan að aka sjúkrabifreiðinni á HVE í Stykkishólmi meðan hlúð var að hinum slasaða. -vaks Ók próflaus í yfir 20 ár HVALFJ.SVEIT: Við al­ mennt umferðareftirlit Lög­ reglunnar á Vesturlandi síð­ asta föstudagskvöld var öku­ maður bifreiðar stöðvaður á Vesturlandsvegi við Hval­ fjarðargöng. Þá kom í ljós að hann var ekki með gild öku­ réttindi og síðan kom í ljós við nánari eftirgrennslan að öku­ maðurinn hafði verið svipt­ ur ökuleyfi um síðustu alda­ mót en aldrei verið stöðvað­ ur af lögreglu þau rúmlega 20 ár sem síðan eru liðin. Þar sem sviptingin var fallin úr gildi var hann ekkert að flýta sér að endurnýja leyfið. Viðkomandi þarf að taka ökuprófið aftur, vilji hann aka bíl, og á von á himinhárri sekt. -vak Cessna flugvélin TF­ABB sem saknað var á fimmtudaginn með flugmann og þrjá farþega um borð, fannst seint á föstudags­ kvöld í Ölfus vatnsvík, syðst í Þing­ vallavatni. Fjölmennasta og um­ fangsmesta leitaraðgerð síðari ára hafði þá staðið yfir að vélinni í hálf­ an annan sólarhring. Meðal annarra tók þátt í leitinni björgunarsveitar­ fólk víðs vegar af landinu auk þess sem leitað var úr lofti. Vélin fannst á um 50 metra dýpi í vatninu og verður viðamikið og flókið verk­ efni að ná henni upp. Til þess þarf meðal annars eins til tveggja daga stillt veður. Vélin fannst með því að sendur var neðansjávar smákafbát­ ur til leitar í vatninu og var þannig hægt að staðsetja flak vélarinnar. Áður hafði olíubrák sést á vatninu á svipuðum slóðum. Á sunnudaginn hófst að nýju leit í Þingvallavatni eftir að í ljós kom að enginn var um borð í flugvélarflak­ inu. Allt kapp var lagt á leit þann dag, því veðurútlit er slæmt dag­ ana á eftir. Lík mannanna fjögurra fannst svo síðdegis á sunnudaginn. Beðið er lags þar til veður geng­ ur niður að ná þeim upp. Íslenskur flugmaður, Haraldur Díegó, fórst í slysinu. Farþegar með honum í vélinni voru erlendir ferðamenn á aldrinum 22­32 ára. Þeir voru frá Hollandi, Belgíu og Ameríku. mm Þessa mynd af Dóru, 107 ára, tók Áskell sonur hennar. Í bakgrunninum er skrán- ing fæðingar og skírnar í prestsþjónustubók Grenivíkurprestakalls. Dóra Ólafsdóttir, sem var elst allra Íslendinga, lést á hjúkrunarheim­ ilinu Skjólvangi í Reykjavík föstu­ daginn 4. febrúar á 110. aldursári. Dóra átti lögheimili á Ægissíðu í Hvalfjarðarsveit, þar sem sonur­ inn Áskell og Vilborg tengdadótt­ ir hennar búa, en dvaldi á hjúkr­ unarheimilinu síðustu æviárin. Fram undir það síðasta fylgdist Dóra vel með þjóðmálum, íþrótt­ um og mannlífinu, las blöðin og var viðræðugóð. Hún var vel ern en aðeins var þó sjón og heyrn far­ in að gefa eftir undir lokin. Aðeins einn Íslendingur hef­ ur náð hærri aldri en Dóra. Það er Guðrún Björg Björnsdóttir sem var á fjórða aldursári þegar hún flutti með foreldrum sínum frá Vopnafirði til Vesturheims og var orðin 109 ára og 310 daga þegar hún lést, í ágúst 1998, á dvalarheimilinu Betel í Gimli í Manitoba í Kanada. Dóru vant­ aði því rúma þrjá mánuði til að ná sama aldri og Guðrún Björg. Eigin maður Dóru var Þórir Ás­ kelsson sjómaður og seglasaum­ ari en hann lést árið 2000. Sonur þeirra er Áskell fyrrverandi rit­ stjóri Bændablaðsins og eldri dótt­ ir Dóru er Ása Drexler sem búsett er í Bandaríkjunum. Dóra sagði í fréttaviðtölum að á æskuheimilinu hafi hún alltaf fengið hollan mat og að nýmeti hafi oft verið á borðum. Dóra taldi að langt líf væri ekki síst að þakka reglulegri hreyfingu en hún gekk alltaf milli heimilis og vinnustaðar á Akureyri og fór reglulega í sund. Þá brúkaði hún hvorki áfengi né tóbak. mm And lát: Dóra Ólafsdóttir Fjórir létu lífið í flugslysi á Þingvallavatni

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.