Skessuhorn


Skessuhorn - 09.02.2022, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 09.02.2022, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2022 13 Þau Justyna Jakubowska og Szymon Bartkowiak eru frá Środa Wielkopolska (Justyna) og Jarocin (Szymon) í Póllandi, en hafa búið í Búðardal í næstum fjögur ár. Þau eru glaðlega og elskulega parið sem býður góðan daginn í Dalakoti. Fréttaritari Skessuhorns settist nið­ ur með þeim til að spjalla aðeins um þau sjálf og hvernig þau upplifa sig í Dölunum. Þeirra heimabæir eru smábæir, um 20 þúsund manns búa í hvorum. Þau líkja búsetu þar við að búa á Akranesi, þar sem fólk sækir mikið vinnu til næstu borg­ ar, sem í þeirra tilfelli er PoznaŚ, þar sem býr rúmlega hálf millj­ ón manna. Justyna stundaði nám þar í hagfræði og Szymon vann hjá prentfyrirtæki og þau ferðuð­ ust daglega með lest inn til borgar­ innar. Þau dreymdi um að gera eitt­ hvað ævintýralegt í lífinu áður en þau yrðu ráðsett og drifu sig þess vegna út í heim. Lítið og náið samfélag „Ísland var alls ekki staðurinn sem okkur langaði til að fara til, heldur Bandaríkin. En eftir að hafa stað­ ið í stappi í marga mánuði til að fá landvistarleyfi, þá ákváðum við að hætta við,“ segja þau. Þótt Justyna gæti fengið námsmannaleyfi til lengri tíma, þá gat Szymon að­ eins fengið ferðamannaleyfi til sex mánaða. „Okkur fannst það ekki góð lausn.“ Vinir þeirra bentu þeim á Noreg og Ísland og ákváðu þau að skoða þá kosti. Alveg frá byrjun horfðu þau til landsbyggðarinnar á Íslandi, þar sem lífið yrði rólegt. Þau langaði að flytja í lítið og náið samfélag. Fyrstu tvö árin áttu þau aðeins erfitt með að venjast lífinu í fjarlægu landi. „Fuglarnir syngja hástöfum á nóttinni á sumrin og hvíla sig aldrei,“ segir Szymon hálft í hvoru pirraður, en samt brosandi. „Það er bjart allan sólarhringinn og einhvern veginn vill maður aldrei fara að sofa, en þarf þess samt svo maður geti mætt í vinnuna. Fyrsti veturinn var líka svolítið þungur, erfitt að vakna í myrkri og kannski vorum við með D vítamínskort, en eftir þennan fyrsta vetur hafa hinir bara verið fínir. Fólkið hér virðist lifa sama takti og náttúran; að vera mjög virk á sumrin, en meira út af fyrir sig á veturna,“ segja þau. Heim í Búðardal En hvernig kunna þau við Ís­ lendinga, já eða Dalamenn? „Það eru allir svo afslappaðir og vina­ legir. „Þetta reddast“ er frábært. Til dæmis var ekkert mál fyrir okk­ ur að fá að skreppa heim til Pól­ lands í brúðkaup með örfárra daga fyrirvara þegar við vorum nýkom­ in hingað og hefðum átt að vera á vakt. Fólkið í kringum okkar er sveigjanlegt og skemmtilegt og við erum hægt og rólega að kynnast fleirum, eftir því sem tíminn líður,“ segir Justyna. En hvað hefur verið erfiðast við að setjast að á Íslandi? „Ja, eigin­ lega ekkert. Við erum ekkert mik­ ið að velta fyrir okkur vandamál­ um. Það er hugsanlegt að við höf­ um ekki fulla sýn á öll vandamál samfélagsins, því við erum aðeins til hliðar og kannski kynnumst við erfiðari hliðum samfélagsins betur með tímanum. Þegar við komum, tókum við meðvitaða ákvörðun um að um­ kringja okkur ekki Pólverjum. Okkur langaði ekki til að vera of þétt lokuð í samfélagi Pólverja á Ís­ landi, eins og hefði kannski gerst ef við hefðum búið í Reykjavík, held­ ur langaði okkur að verða hluti af litlu nánu íslensku samfélagi. Núna er staðan sú að þegar við erum á ferðalagi í Póllandi, tölum við um að fara heim til Íslands og heim í Búðardal. Við höfum fest rætur hér og viljum að vinir og ættingjar komi og heimsæki okk­ ur heim til okkar á Íslandi. Ekki væri heldur verra ef okkar nánustu yrðu eftir hjá okkur hérna. Það er orðið þó nokkuð síðan við hætt­ um að hugsa um að byggja okkur líf annars staðar, hættum að leggja fyrir peninga til að fara með til Pól­ lands og við lítum ekki beinlínis á það land lengur sem „heima“.“ Ísland er landið Úti í Póllandi hafði Szymon að­ eins verið að aðstoða vin sinn við að gera pizzur fyrir viðburði, með­ fram prentverkinu, og Justyna vann í þjónustu við fólk sem þurfti félags­ lega eða lögfræðilega aðstoð, sam­ hliða því að stunda nám. Hún lærði hagfræði, en hefur ekki unnið við það fag. Hér fást þau við fólk og mat og kunna vel við það. Þau vilja vinna mikið á veturna og taka síðan íslenska sumarið með trompi; ferð­ ast og njóta lífsins eins og kostur er. Þau hafa farið um allt land, eiga orðið uppáhalds staði sem þau hafa heimsótt oft. Þau elska að fara í gönguferðir og njóta þess að sjá landið við ólík skilyrði, í mismun­ andi veðri og birtu. „En ansi oft er þó hvasst,“ segir Justyna kím­ in. Szymon er mikið að taka ljós­ myndir á ferðum þeirra. Hann er að viða að sér faglegri þekkingu í ljós­ myndun og eftir vinnslu ljósmynda. Draumurinn er að geta haft tekjur af ljósmyndun og hann sér fyrir sér þörfina fyrir góðar ljósmyndir fyrir fyrirtæki til dæmis. Þegar myndirn­ ar hans eru skoðaðar áttar maður sig á því að hann er flinkur í að draga fram stemningu og fanga landið. Lík vinnumenning „Vinnumenningin á Íslandi virð­ ist henta Pólverjum vel, að minnsta kosti þykir okkur gaman að vinna og það virðist vera eins með Íslendinga. Við erum alin upp af harðduglegu fólki og þannig heyrist okkur líka vera með margt af því fólki sem við höfum kynnst hér,“ segir Justyna. Þau eru bæði búin að taka nokkra áfanga í íslensku og eru alveg rabb­ fær, en Justynu langar að verða betri. Geta skrifað og lesið sér til gagns og ánægju. „Líka ef við eignumst börn, þá skiptir þetta máli. Ekki kannski fyrir sjálf börnin, því þau læra eins og svampar, en ég stæði betur að vígi,“ segir Justyna. „Þetta með ís­ lenskuna. Það tekur tíma að ná tök­ um á henni. Flestir eru duglegir að tala málið við okkur, en oftast skipt­ ir fólk yfir í ensku þegar á að ræða eitthvað flóknara. Kannski af því fólk vill einfalda málin fyrir okk­ ur, eða kannski fyrir sjálft sig. Ís­ lenskukennarinn okkar hefur verið að hvetja okkur til að byrja á ein­ faldara máli, eins og Krakkafrétt­ um, eða lesa unglingabækur, til að æfa okkur. Við viljum alla vega ekki enda þannig að hafa verið hér í ára­ tug og geta ekki talað málið,“ segir Justyna og hlær. bj Íslenska sumarið tekið með trompi. Fuglarnir hvíla sig aldrei Rætt við ungt pólskt par sem búsett hefur sig í Búðardal Szymon er aldrei langt frá myndavélinni á ferðalögum. Justyna er bara frekar sátt við veturinn á Íslandi. og vildu breyta til, þó ekki þreytt­ ir hvor á öðrum enda hefur ávallt verið góður vinskapur okkar á milli og mun verða um ókomna tíð. Úr varð að Ísólfur kaupir mig, Birki og Valdimar út úr fyrirtækinu um síð­ ustu áramót og tók hann við keflinu og mun ásamt sínu fólki reka stað­ inn áfram. Ég vil nota tækifærið og þakka bæði starfsfólki og viðskipta­ vinum fyrir tímann í Gamla kaup­ félaginu sem var virkilega skemmti­ legur og lærdómsríkur því án þeirra hefði þetta ekki verið hægt.“ Kominn heim seinnipartinn Á þessum tímamótum sótti Gunni um starf hjá Múlakaffi og fékk strax viðbrögð frá staðnum um að mæta í viðtal. „Ég var ráðinn til þeirra til að sjá um eldhúsið hjá Elkem á Grundartanga en Múlakaffi hef­ ur rekið það undanfarin ár. Ég hef kunnað vel mig þennan stutta tíma sem ég hef starfað þar. Mestu við­ brigðin fyrir mig eru þau að nú á ég loksins frí um helgar og vinn dag­ vinnu og kominn heim um miðjan dag.“ Það er ekki úr vegi að spyrja Gunnar út í eftir um tuttugu ára starfsferil sem matreiðslumaður hvað það sé sem fólki fellur best við að fá að borða. „Það fyrsta sem kemur upp í hugann er steikt­ ur fiskur með lauksmjöri og all­ ur heimilismatur. Þetta sama gilti einnig til sjós. Það var aldrei borð­ að betur en þegar það var steikt­ ur fiskur í matinn. Einnig eru það kótilettur, fiskibollur og kjötbollur sem slá í gegn. Í veislum er lamba­ kjötið og kalkúnn alltaf ofarlega á blaði. Það er eitthvað sem allir borða. Þegar ég er beðinn um að sjá t.d. um fermingarveislur þá finnst mér alltaf skemmtilegt þegar ferm­ ingarbarnið fær að taka þátt í hvað það vill í matinn. Dóttir mín til dæmis vildi fá andabringur og ára­ mótakartöflur sem hún kallar, sem eru kartöfluteningar steiktir upp úr feitinni af andarbringunni. En ég náði að sannfæra hana að hafa lambalæri líka, því það eru ekki allir sem borða andabringur, og til gam­ ans má segja frá því að næsta ferm­ ingarbarnið mitt vill hafa kakósúpu og spurning hvort hægt sé að plata hana til að hafa lambalæri með líka?“ Þau Gunnar og Kristín Björg eiga saman þrjú börn. Þau eru Aníta Sól sem er 17 ára, Linda Kristey sem er 12 ára og svo Hafsteinn Orri átta ára. Kristín Björg er með masters­ gráðu í vinnu­ og félagssálfræði og starfar sem ráðgjafi hjá Virk á Akra­ nesi. Við þökkum Gunna Hó fyrir spjallið. se Börn Gunnars og Kristínar Bjargar. Aníta Sól, Hafsteinn Orri og Linda Kristey.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.