Skessuhorn


Skessuhorn - 09.02.2022, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 09.02.2022, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2022 9 hagvangur.is Umsjónarmaður í eignaumsýslu Hefur þú þekkingu og reynslu af umsýslu fasteigna og/eða byggingaframkvæmda? Öflugt teymi leigufélagsins Bríetar í Borgarnesi ætlar nú að bæta við aðila sem býr yfir útsjónarsemi og hefur ánægju af því að vera í samskiptum við mismunandi aðila í fjölbreyttum verkefnum í eignaumsýslu félagsins. Starfssvið og helstu verkefni • Umsjón með ferlum, umsýslu, útleigu og viðhaldi fasteigna Bríetar • Umsjón með vinnslu á ástandsmati og viðhaldi, og kostnaðaráætlunum • Eftirfylgni með framgangi og kostnaðarmati framkvæmda vegna eigna Bríetar • Samskipti við umsjónarmenn félagsins, leigjendur og meðeigendur • Aðkoma að húsfundum og viðhaldsverkefnum húsfélaga og árlegri vinnslu framkvæmdaáætlana • Dagleg umsýsla vegna umsjónar eigna Bríetar ásamt öðrum tilfallandi verkefnum að beiðni verkefnastjóra og framkvæmdastjóra Upplýsingar veitir Gyða Kristjánsdóttir, gyda@hagvangur.is Umsóknarfrestur er til og með 14. febrúar nk. Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is Skannaðu kóðann fyrir nánari upplýsingar Leigufélagið Bríet býður einstaklingum og fjölskyldum upp á traust og hagkvæmt eigið húsnæði á landsbyggðinni með því að stuðla að auknu framboði í samstarfi við sveitarfélögin og aðra hagaðila. Þannig er félagið virkur þátttakandi í að auka húsnæðisöryggi, örva atvinnulíf og styðja við íbúaþróun. Nánari upplýsingar á briet.is. • Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS Sími: 860-0708 • bv.sprautun@gmail.com Vinnum fyrir öll tryggingafélög Dagana 24. til 28. janúar síðast­ liðna safnaði Jóhanna María Sig­ mundsdóttir, íbúi og verkefnastjóri í Dalabyggð, saman upplýsingum um fjarskiptasamband meðal íbúa í sveitarfélaginu, þ.e. GSM­ og Tetra samband og sambandsleysi í héraðinu. Hún óskaði eftir upplýs­ ingum frá íbúum í gegnum Face­ book og voru margir sem sendu henni ábendingar. Hún setti saman meðfylgjandi mynd þar sem rauðu punktarnir sýna þau svæði sem íbú­ ar tilkynntu um að væri slitrótt eða ekkert farsímasamband. Þá sótti hún mælingar frá Póst­ og fjar­ skiptastofnun á styrk merkja fyr­ ir GSM, 3G og 4G sem sýna hvar samband gæti rofnað, er lítið eða ekkert og eru þær mælingar merkt­ ar með gulu á myndinni, þess ber þó að geta að þessar mælingar voru gerðar á árunum 2015­2017. Að lokum tók hún saman þau svæði þar sem Tetra samband er lítið eða ekkert og er það merkt með græn­ um kössum á myndinni. Þá bend­ ir hún á að ekki séu tekin inn þau svæði sem eru utan byggðar eða vegarkafla en eru með lélegt eða ekkert símasamband. Þetta eru svæði sem nýtt eru af bændum, úti­ vistarfólki og ferðamönnum. Geta ekki notað rafræn skilríki Í samtali við Skessuhorn segist Jó­ hanna María hafa ákveðið að taka þetta saman í ljósi þess að íbúar hafa mikið kvartað yfir lélegu síma­ sambandi víða í Dölum en ekki fengið viðbrögð frá þeim sem geta bætt úr ástandinu. Þá bendir hún á að rafmagn hafi ítrekað verið að fara af á sumum svæðum og þá hafi símamöstur einnig verið að detta út. Jóhanna María segir einnig að með upplýsingunum sem hún safn­ aði hafi ótal sögur fylgt af atburð­ um, þar sem fólk hafi verið í hættu vegna sambandsleysis, m.a. í bílum í ófærð eða/og vondum veðrum. Fólk lætur í ljós mikið öryggisleysi og telur að stundum hafi munað litlu að illa færi. „Við höfum vakið athygli á þessu og sveitarstjórn ályktað um þetta en það er engin hreyfing og einu viðbrögðin sem við þó fáum eru bara að tryggja neyðarþjónustu. En það þarf símasamband fyrir fleira en að hringja í 112,“ segir Jóhanna María og bendir á að til dæmis þýði þetta að erfitt sé að ná í for­ eldra barna ef eitthvað kemur fyr­ ir í skóla eða leikskóla, símaviðtöl við lækna geti verið erfið og aðr­ ir hversdagslegir hlutir. „Þetta hef­ ur líka meiri áhrif en bara á daglegt líf fólks, þetta kemur líka niður á fólki sem er að reka fyrirtæki eða í atvinnurekstri á þessum svæðum. Fólk fær ekki tilkynningar um bil­ anir frá tækjabúnaði sem notast við farsímasamband og svo getur fólk ekki notast við heimabanka því það getur ekki notað rafræn skilríki,“ segir Jóhanna María og bendir á að samhliða þessu vandamáli sé nú verið að loka útibúi Arion banka í Búðardal. „Fólk sem kemst ekki á heimabankann sinn getur ekki einu sinni bjargað sér með að fara í bankann,“ segir hún. Bíðum ekki eftir harmleik Jóhanna María sendi samantekt sína á alla þingmenn í Norðvestur­ kjördæmi og segist hafa fengið góð viðbrögð. Lilja Rannveig Sigur­ geirsdóttir þingkona Framsóknar­ flokksins tók málið fyrir í ræðu á þingfundi síðastliðinn miðviku­ dag, 2. febrúar. Þar sem hún m.a. hvatti ráðherra fjarskiptamála, Ás­ laugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, til að beita sér fyrir því að bæta ör­ yggi íbúa í dreifðari byggðum. „Ég vona að stjórnvöld fari að gera úr­ bætur í þessum málum í stað þess að hugsa bara um að hoppa frá 3G­ 4G og nú 5G en um leið er lág­ marks símasamband ekki tryggt um allt land,“ segir Jóhanna María. Þá bendir hún á að þegar koparinn var tekinn úr jörðu hafi margir íbú­ ar orðið hálfpartinn allslausir hvað fjarskipti varðar, þó hún segi að vissulega sé ljósleiðarinn góð við­ bót. „En það dugar ekki, það þarf að vera nothæft símasamband líka. Maður hélt að það væri kannski bara sjálfsagður hlutur svona árið 2022, að það væri lágmarks grunn­ þjónusta til staðar fyrir alla íbúa landsins. Á meðan stjórnvöld vilja færa allt yfir á rafrænt form þar sem notuð eru rafræn skilríki þá hefði maður haldið að fyrst þyrfti að tryggja símasamband,“ seg­ ir hún. „Þau fyrirtæki sem reka fjarsímakerfið segja kostnaðinn of mikinn til að bæta þjónustuna fyrir svona fáa íbúa. Er þá ekki komið að stjórnvöldum að stíga inn í og sjá til þess að öllum íbúum í landinu sé tryggt viðunandi fjarskiptasam­ band?“ Fleiri íbúar hafa tjáð sig í kjöl­ far þessarar samantektar og fólki er mikið niðri fyrir. Jóhanna Mar­ ía segir í færslu sem hún skrifaði um málið á íbúasíðu í Dalabyggð: „Bíðum ekki eftir harmleik áður en gengið er til verka!“ Hún tekur þannig undir ákall íbúa um úrbæt­ ur stjórnvalda tafarlaust; „því all­ ir íbúar þessa lands eiga að skipta máli.“ bj/arg Íbúar í Dölum hafa fengið nóg af lélegu farsímasambandi Rauðu punktarnir sýna þau svæði sem íbúar tilkynntu um að væri slitrótt eða ekkert farsímasamband, gulir hvar samband gæti rofnað og grænir kassar þar sem Tetra samband er lítið eða ekkert. Jóhanna María er verkefnastjóri atvinnu-, markaðs- og ferðamála hjá Dalabyggð. Ljósm. úr safni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.