Skessuhorn


Skessuhorn - 09.02.2022, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 09.02.2022, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 202222 Ertu hjátrúafull(ur)?? Spurning vikunnar (Spurt á Akranesi) Ingibjörg Ösp Júlíusdóttir „Nei, sný ekki við þó ég mæti svörtum ketti, geng undir stiga og hendi yfirhöfnum á rúm annarra.“ Kristinn Jens Kristinsson „Nei, alls ekki.“ Ragnar Valgeir Jónsson „Nei, engan veginn.“ Erla Dís Sigurjónsdóttir „Já, aðeins.“ Nanna Þóra Áskelsdóttir „Já, en fer eftir aðstæðum.“ Hefur áhuga á öllu sem er skemmtilegt Íþróttamaður vikunnar Borgnesingurinn Einar Þ. Eyjólfs­ son hefur verið ráðinn fjármála­ og rekstrarstjóri Ungmennafélags Ís­ lands, UMFÍ, og hefur hann haf­ ið störf. Einar þekkir vel til ung­ mennafélagshreyfingarinnar. Hann er íþróttakennari og viðskipta­ fræðingur að mennt en undanfar­ in ár hefur hann starfað sem sér­ fræðingur hjá Húsnæðis­ og mann­ virkjastofnun. Eins og Borgnesinga er siður æfði Einar knattspyrnu en hann hefur samhliða öðrum störf­ um starfað sem knattspyrnuþjálfari hjá hinum ýmsu félögum, m.a. hjá heimafélaginu Skallagrími. Ein­ ar er fæddur árið 1975 og er gift­ ur Maj­Britt Briem lögmanni. Þau eiga þrjár dætur; Herdísi Maríu, Þóru Guðrúnu og Valý Karen sem allar stunda knattspyrnu hjá Þrótti R. Hans helstu áhugamál eru sam­ verustundir með fjölskyldunni, ferðalög, eldamennska og að sjálf­ sögðu íþróttir. Starf Einars felur í sér umsjón með fjármálum og almennum rekstri UMFÍ. Hann mun einnig koma að ýmsum öðrum verkefnum eins og stefnumörkun, skýrslugerð og úrvinnslu gagna, upplýsinga­ gjöf til stjórnenda auk þess að sinna ýmsum tilfallandi verkefnum. „Söfnun gagna og úrvinnsla þeirra er mikilvægur liður í skil­ virku starfi UMFÍ og þjónustu við sambandsaðilana og íþróttafélög­ in. Slík vinna mun hjálpa UMFÍ til þess að vera betur í stakk búið til þess að takast á við ný verkefni og nýjar áskoranir í framtíðinni og stuðla að því að félagið geti ver­ ið leiðandi afl á sínu sviði í sam­ félaginu. Annars sé ég fyrir mér og bind vonir við að framundan verði skemmtilegt og líflegt íþróttasumar þar sem hægt verði að skipuleggja og halda íþróttamót án nokkurra Covid­áhrifa,“ segir Einar og bætir því við að einn af styrkleikum Ung­ mennafélags Íslands og ungmenna­ félagshreyfingarinnar allrar liggi í öflugu grasrótarstarfi sem hef­ ur gert það verkum að félagið hef­ ur ávallt náð að aðlaga sig að þeim breytingum sem hafa orðið í samfé­ laginu hverju sinni. „En UMFÍ, líkt og önnur félagasamtök, þarf stöð­ ugt að minna á samfélagslegt hlut­ verk sitt og sýna þau víðtæku og já­ kvæðu áhrif sem starfsemi slíkra fé­ laga hefur á samfélagið,“ segir Ein­ ar að lokum. mm Þrátt fyrir tíðar viðvaranir vegna veðurs í upphafi vikunnar þá var sannkölluð rjómablíða á Hamars­ velli í Borgarnesi í liðinni viku. Síðastliðinn fimmtudag var troð­ in ný gönguskíðabraut með spori á vellinum. Þetta var að frumkvæði Golfklúbbs Borgarness og Hótel Hamars. Fljótt flaug fiskisagan og tóku þó nokkrir hring á brautinni fyrir og um helgina. Brautin er 2,5 kílómetrar að lengd og leyndi sér ekki ánægjan hjá skíðagörpunum með framtakið þegar blaðamann Skessuhorns bar að garði. glh Íþróttamaður vikunnar er nýlegur liður hjá Skessuhorni. Þar leggjum við fyrir tíu spurningar til íþrótta­ manna úr alls konar íþróttum á öll­ um aldri á Vesturlandi. Íþróttamað­ ur vikunnar að þessu sinni er glímu­ konan Jóhanna Vigdís frá Búðardal. Nafn: Jóhanna Vigdís Pálmadóttir, en alltaf kölluð Jódí. Fjölskylduhagir? Bý með mömmu, pabba og tveimur yngri bræðrum. Hver eru þín helstu áhuga- mál? Ég hef áhuga á öllu sem er skemmtilegt, t.d. íþróttum, björg­ unarsveit, útivist og almennu fé­ lagslífi. Hvernig er venjulegur dagur hjá þér um þessar mundir? Ég fer í ræktina fyrir skóla, en það er mis­ munandi hvort ég fari beint heim eða beint á æfingu eftir skóla. Hverjir eru þínir helstu kostir og gallar? Mínir helstu kostir eru hvað ég er jákvæð og metnaðargjörn en minn helsti galli er alveg örugglega hvað ég er tapsár. (Ég fæ óþægilega oft að heyra það.) Hversu oft æfir þú í viku? Átta sinnum (Þrjár skipulagðar æfingar og fimm aukaæfingar) Hver er þín fyrirmynd í íþrótt- um? Svana Hrönn, systir pabba. Af hverju valdir þú glímu? Systur pabba voru í glímu og afi að þjálfa, ætli þetta hafi ekki verið það sem ýtti mér út í glímuna. Hver er fyndnastur af þeim sem þú þekkir? Ooo, ég þekki svo mik­ ið af drep fyndnu fólki en ef ég þyrfti að velja væri það örugglega Rúna eða Einar íþróttakennari. Hvað er skemmtilegast og leiðin- legast við þína íþrótt? Það sem er skemmtilegast við glímu er klár­ lega fólkið sem er að stunda hana og þegar það gengur vel. Það sem er leiðinlegast við hana er að tapa. Einar ráðinn í starf fjármálastjóra UMFÍ Einar Þ Eyjólfsson fjármálastjóri UMFÍ. Ljósm. umfí. Gönguskíðabraut á Hamarsvelli Ottó Ólafsson og Linda Björk Sveinsdóttir á lokametrunum að klára hringinn á Hamarsvelli. Hér má sjá endann á gönguskíðabrautinni. Flestir golfarar kannast við þetta svæði sem fyrstu braut á Hamarsvelli. Hamarslandið getur verið sannkölluð vetrarparadís á þessum tíma árs.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.