Skessuhorn - 09.02.2022, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2022 23
Hið unga og efnilega lið Aþenu
UMFK sem leikur heimaleiki sína
í 1. deild kvenna í körfuknattleik á
Akranesi mætti liði Hamars/Þórs á
laugardagskvöldið í íþróttahúsinu
við Vesturgötu. Aþena hafði unnið
sína síðustu fimm leiki í deildinni
og var á góðu skriði. Það má með
sanni segja að fyrsti leikhluti leiks
ins hafi orðið Aþenu að falli í þess
um leik. Gestirnir komust í 0:7 í
byrjun leiks og eftir rúmar sjö mín
útur var staðan 7:20 Hamri/Þór í
vil. Lítið gekk hjá Aþenu að minnka
muninn og staðan 12:27 eftir fyrsta
leikhluta. Mikið jafnræði var með
liðunum í öðrum leikhluta og
munurinn milli liðanna hafði því
breyst lítið þegar flautað var til
hálfleiks, staðan 28:42 fyrir gestina.
Því miður fyrir Aþenu var þetta á
svipuðum nótum í þriðja og fjórða
leikhluta. Hamar/Þór hélt þeim
ávallt í öruggri fjarlægð og for
skot þeirra aldrei minna en tíu stig.
Gestirnir uppskáru því sanngjarnan
sigur en svekkjandi tap Aþenu stað
reynd og þeirra fyrsta í sex leikjum
í deildinni, lokastaðan 72:83.
Stigahæst hjá Aþenu eins og oft
áður var Violet Morrow með 36
stig og 15 fráköst, Elektra Mjöll
Kubrzeniecka var með 13 stig og
Tanja Ósk Brynjarsdóttir með 12
stig. Hjá Hamri/Þór var Asta
ja Tyghter með 35 stig og 11 frá
köst, Julia Demirer með 16 stig og
14 fráköst og Gígja Rut Gautadótt
ir með 12 stig.
Ármann er í efsta sæti deildarinn
ar með 24 stig, ÍR í öðru sæti með
20 stig, Þór Akureyri í því þriðja og
Snæfell og Aþena jöfn í fjórða og
fimmta sæti með 16 stig. Neðst eru
Fjölnir B og Vestri frá Ísafirði með
4 stig. Næsti leikur Aþenu er gegn
ÍR laugardaginn 12. febrúar í Hell
inum í Breiðholti og hefst klukkan
18.
vaks
Um síðustu helgi fór fram GK
mótið í hópfimleikum og Haust
mótið í stökkfimi í fimleikahús
inu við Vesturgötu á Akranesi.
Meistara flokkur kvenna hjá Fim
leikafélagi Akraness náði góðum
árangri á mótinu. Þær urðu í fyrsta
sæti í gólfæfingum og á dýnu og
lentu í öðru sæti í samanlögðum ár
angri á eftir Gerplu úr Kópavogi.
Þá lenti 2. flokkur kvenna frá ÍA í
sjötta sæti af átta liðum í hópfim
leikum en sigurvegarari þar var lið
Stjörnunnar 1, Grótta var í öðru
sæti og Gerpla í því þriðja. Lið ÍA
í 2. flokki kvenna sigraði öll áhöld
í stökkfimi og endaði í fyrsta sæti í
sameiginlegum árangri.
vaks
ÍA lék gegn Haukum úr Hafnar
firði í 1. deild karla á föstudaginn
og fór leikurinn fram á Akranesi.
Staða liðanna fyrir leik var ansi
ólík, Haukar í öðru sæti deildar
innar með 26 stig eftir 15 leiki og
ÍA með tvö stig eftir 18 leiki. Það
sást fljótlega munurinn á milli lið
anna og í hvað stefndi strax í byrjun
leiks því staðan eftir rúmlega fimm
mínútur var 7:20 gestunum í vil og
eftir fyrsta fjórðung 14:29. Í öðr
um fjórðungi var þetta á svipuðum
nótum og munurinn orðinn 20 stig
þegar flautað var til hálfleiks, 36:56
fyrir gestunum.
Í þeim þriðja bættu Haukar enn í
og við forystuna, ÍA alltaf að elta og
staðan ekki góð fyrir heimamenn.
Þegar þriðja fjórðungnum lauk var
forskot Hauka komið yfir 30 stig og
aðeins spurning hve sigurinn yrði
stór, staðan 53:84 fyrir lokafjórð
unginn. ÍA hafði betur stigalega séð
í honum og náði að minnka mun
inn aðeins en sigur gestanna aldrei
í hættu, lokastaðan 82:107 fyrir
Hauka.
Í liði ÍA var Lucien Christofis
stigahæstur með 24 stig, Cristopher
Clover með 16 stig og Aron Elvar
Dagsson með 14 stig. Hjá Hauk
um var Jeremy Smith með 29 stig,
Shemar Bute með 17 stig og 15 frá
köst og Jose Aldana með 16 stig.
Næsti leikur ÍA er gegn Hruna
mönnum föstudaginn 11. febrúar á
Flúðum og hefst klukkan 19.15.
vaks
Álftanes og Skallagrímur mættust á
fimmtudaginn í 1. deild karla í körfu
knattleik og fór leikurinn fram í For
setahöllinni syðra. Jafnt var á flest
um tölum í fyrsta leikhluta, Álftanes
náði þó sjö stiga forystu þegar
tæpar tvær mínútur voru eftir en
Skallagrímur náði að minnka mun
inn í þrjú stig, staðan 20:17. Svip
uð staða var þegar komið var fram
í miðjan annan leikhluta, 29:29, en
þá tóku heimamenn góðan sprett,
skoruðu tíu stig gegn engu gest
anna og héldu því forskoti fram að
hálfleik, staðan 48:39 fyrir Álftanes.
Í þriðja leikhluta gekk lítið hjá
Skallagrími að saxa á forskotið,
Álftanesingar bættu bara í og voru
komnir með 21 stigs forystu eftir
rúman fimm mínútna leik, 66:45.
Skallagrímur náði síðan að koma
aðeins til baka seinni hlutann og
staðan fyrir fjórða leikhluta, 72:60
fyrir Álftanesi. Í fjórða leikhluta
náði Skallagrímur aldrei að ógna
heimamönnum að einhverju ráði.
Álftanes hafði öll völd á vellinum
og Skallagrímur þurfti að lokum
að sætta sig við 17 stiga tap, loka
staðan 97:80 fyrir Álftanes.
Stigahæstir hjá Skallagrími í
leiknum voru þeir Arnar Smári
Bjarnason með 17 stig, Marinó Þór
Pálmason með 16 stig og Bryan
Battle með 15 stig. Hjá Álftanesi
var Sinisa Bilic með 27 stig, Cedrick
Bowen með 22 stig og 10 fráköst og
Friðrik Anton Jónsson með 17 stig.
Næsti leikur Skallagríms er
gegn Fjölni föstudaginn 11. febrú
ar í Fjósinu í Borgarnesi og hefst
klukkan 19.15. vaks
Víða um vestanvert landið var
veðrið gott á sunnudaginn, þegar
fólk hálfpartinn beið með öndina í
hálsinum vegna válegrar veðurspár.
Það var rólegt yfir Grundarfirðing
um þennan dag. Veðrið var ljúft og
nýttu bæjarbúar tækifærið til ýmis
konar útiveru þar sem ekki var lík
legt að það gæfist færi á því dagana
sem fylgdu í kjölfarið. tfk
Meistaraflokkur kvenna frumsýndi nýja búninga á mótinu. Ljósm. FSÍ.
Fjör í fimleikum á Akranesi um helgina
Skallagrímur fékk skell gegn Álftanesi
Skagamenn ekki á flugi
gegn Haukum
Aþena tapaði eftir
fimm sigurleiki í röð
Sjöfn Sverrisdóttir spókaði sig um á þessum glæsilega sleða og rann léttilega eftir
götum bæjarins.
Fyrir storminn
Mæðginin Erna Sigurðardóttir og Haukur Orri Heiðarsson nýttu góða veðrið til að
skreppa í smá útreiðartúr.