Skessuhorn - 09.02.2022, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 202210
Fj.áa Fædd
lömb
Til
nytja
Kg. e.
kind Fj.áa Fædd
lömb
Til
nytja
Kg. e.
kind
Fall-
þungi Gerð Fita Sláturaldur
Hellur ehf. Hellum 161 2.13 1.91 38.9 46 1.42 1.07 21.9 35.1 19.7 12.0 7.1 161.9
Sigvaldi og Björg María Hægindi 185 2.07 1.85 37.9 53 1.53 0.91 18.3 33.5 19.4 10.8 7.4 162.8
Guðbjörg og Sigurður Oddur Oddsstöðum 1 178 2.11 1.86 35.4 46 1.35 0.93 17.1 31.6 18.9 11.1 6.6 152.4
Baldvin Björnsson Skorholt 616 1.99 1.77 33.5 151 1.19 0.87 14.7 29.8 18.0 9.8 7.0 149.8
Félagsbúið Deildartungu 1 253 1.97 1.78 32.5 61 1.59 1.03 18.8 29.8 17.8 9.5 6.4 148.2
Sindri og Kristín Bakkakoti 325 2.14 1.85 35.4 72 1.41 0.94 16.8 32.0 18.7 9.9 7.2 145.2
Ingibjörg Daníelsdóttir Fróðastöðum 129 1.98 1.80 31.9 0 0.00 0.00 0.0 31.9 17.4 9.1 7.3 146.6
Guðjón Kjartansson Síðumúlaveggjum 146 1.97 1.78 33.7 25 1.38 1.13 17.8 31.4 18.4 10.0 7.7 141.9
Grétar Þór Reynisson Höll 279 1.98 1.79 34.5 60 1.13 0.83 16.6 31.3 18.9 10.5 7.2 146.2
Þórir og Guðmundur Hóll 98 1.83 1.62 31.7 2 0.00 0.00 0.0 31.1 19.6 10.0 8.2 134.7
Gaularbúið ehf. Gaul 210 2.01 1.80 33.3 42 1.34 0.93 17.5 30.7 18.2 10.9 7.2 141.4
Herborg ehf Bjarnarhöfn 323 1.86 1.69 33.1 82 1.20 0.88 17.1 29.9 19.1 10.8 7.5 146.3
Friðgeir K Karlsson Knörr 198 1.88 1.76 34.0 30 0.07 0.07 1.2 29.7 19.3 10.9 7.6 159.5
Sigurður Hallbjörnsson Krossholti 639 2.00 1.86 33.3 177 1.18 0.88 14.8 29.3 17.5 9.5 6.5 150.2
Fjárbúið Hjarðarfelli 2 Hjarðarfelli 2 357 1.79 1.64 31.1 50 1.14 0.58 11.4 28.7 18.7 10.9 6.6 145.5
Birgir Baldursson Bæ 109 1.97 1.79 34.8 19 1.16 0.95 18.6 32.4 19.3 10.5 7.4 152.0
Eyjólfur og Lóa Ásgarði 322 1.98 1.89 36.0 74 1.16 0.84 16.0 32.3 18.7 11.4 6.8 135.3
Finnur og Guðrún Háafelli 229 2.08 1.83 36.9 79 1.30 0.93 17.5 31.9 19.6 10.2 7.3 146.6
Hermann Karlsson Klifmýri 971 2.01 1.83 33.4 158 1.45 1.20 19.7 31.5 17.7 9.9 6.9 148.9
Bryndís Karlsdóttir Geirmundarstöðum 357 2.06 1.88 35.3 83 1.44 0.87 15.2 31.5 18.4 10.5 6.5 143.2D
al
ir
Kjötmat
Bo
rg
ar
fja
rð
ar
-
sý
sl
a
M
ýr
as
ýs
la
Sn
æ
fe
lls
ne
s
Eigandi Býli
Fullorðnar ær Veturgamlar ær
Kg
. e
. a
lla
r æ
r
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðar
ins tekur árlega saman niðurstöðu
skýrslu halds í sauðfjárrækt í landinu.
Eyjólfur Ingvi Bjarnason ráðunautur
tók saman fyrir Skessuhorn niður
stöðu fimm hæstu búa á Vesturlandi,
flokkað eftir sýslum.
Afurðahæsta sauðfjárbúið á
Vestur landi er búið á Hellum í Bæj
arsveit í Borgarfirði. Þar skilar hver
á að meðaltali 35,1 kg. kjöts þegar
teknar eru saman afurðir fullorðinna
og veturgamalla áa. Þar af leiðandi er
búið einnig hæst í Borgarfjarðarsýslu.
Í Dölum er bú Birgis Baldurssonar
á Bæ afurðahæst með 32,4 kg. eftir
hverja á, hundrað grömmum meira
en bú Eyjólfs Ingva og Lóu í Ásgarði.
Í Mýrasýslu er bú þeirra Sigurgeirs
Sindra og Kristínar í Bakkakoti hæst
með 32 kg eftir hverja á. Í Snæfells
nessýslu er Gaularbúið afurðahæst
með 30,7 kg eftir hverja á.
Nokkur stór sauðfjárbú kom
ast á listann, eins og sjá má. Hjá
bændum á Klifmýri á Skarðsströnd
í Dölum er t.d. 1.129 skýrslufærð
ar ær en þær gefa af sér að meðal
tali 31,5 kíló sem verður að teljast
býsna góður árangur og skilar búinu
í fjórða sæti yfir afurðir í Dalasýslu.
Sömu sögu má segja víðar. Í Skor
holti í Melasveit eru t.d. 767 skýr
slufærðar ær sem skila að meðal
tali 29,8 kílóum kjöts. Hjá Sigurði
Hallbjörnssyni í Krossholti eru 816
skýrslufærðar ær sem skiluðu 29,3
kílóum að meðaltali.
Ef skoðuð er frjósemi áa í lands
hlutanum er hún mest á Bakkakots
búinu í Stafholtstungum, eða 2,14
lömb eftir hverja á og á Hellnabú
inu í Bæjarsveit er hún 2,13 lömb.
Sláturfallþungi er mestur á Helln
um 19,7 kíló að meðaltali og hjá
bræðrunum Þóri og Guðmundi
Finnssonum frá Hóli var hann 19,6
kg. Fyrir gerð, þ.e. skrokkgæði,
trónir búið á Hellnum í langefsta
sæti með 12,0. mm
Afurðahæstu sauðfjárbúin á Vesturlandi
Innviðasjóður styrkir tækjakaup vís
indamanna við Landbúnaðarháskóla
Íslands. Hlutverk sjóðsins er að fjár
magna kaup á rannsóknartækjum,
uppbyggingu rannsóknarinnviða og
aðgangs að þeim. Sjóðurinn er ætl
aður háskólum, opinberum rann
sóknastofnununum og fyrirtækjum.
Að þessu sinni hlutu tvö verkefni vís
indamanna innan Landbúnaðarhá
skólans styrki.
Sjálfvirk veðurstöð
Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarhá
skóla Íslands (LbhÍ) í samstarfi við
Veðurstofu Íslands og Hvanneyrar
búið hlaut styrk til uppsetningar á
nýrri sjálfvirkri veðurstöð á Hvann
eyri. Upplýsingar sem fást úr veður
stöðvum eru mikilvægar rannsókn
um sem stundaðar eru m.a. í jarð
rækt. Núverandi veðurstöð sem stað
sett er miðsvæðis í þorpinu, er úr sér
gengin. Þar eru mælitæki orðin göm
ul og einhver hafa eyðilagst. Að auki
nýtist gamla stöðin illa við búveður
rannsóknir vegna staðsetningar sinn
ar innan þéttbýlisins og vöntun á sér
tækum búveðurmælingum, þ.e. mæl
ingar á öðrum þáttum sem hafa bein
áhrif á vöxt og afkomu planta.
Mikil uppbygging hefur átt sér
stað í jarðræktarrannsóknum við
Landbúnaðarháskóla Íslands undan
farið og með hlýnandi loftslagi er
mikil þörf á að auka rannsóknir á
nytjaplöntum svo hægt sé að efla
fæðuöryggi á Íslandi. Landbúnaðar
háskólinn, í samstarfi við Veður
stofu Íslands stefna að þessi búveður
stöð við Jarðræktarmiðstöð Lbhí á
Hvanneyri verði sú fullkomnasta á Ís
landi. Búveðurstöðin mun auka hag
nýtingu rannsóknarniðurstaðna LbhÍ
fyrir landbúnaðinn og auka rann
sóknamöguleika landbúnaðarvísinda
manna ásamt annarra fræðimanna
í sviði umhverfisvísinda. Það er mat
stofnanna tveggja að ný búveður
stöð af þeirri gerð sem lagt er upp
með muni að auki bæta veðurspár á
Vesturlandi sem og vöktun veðurs og
loftslagsbreytinga á Íslandi.
Mælingar á losun
gróður húsalofttegunda
Þá fékkst styrkur til kaupa á sérhæfð
um færanlegum gasgreini til mæl
inga á metani (CH4), sem er næst
mikilvægasta gróðurhúsalofttegund
in í andrúmsloftinu þegar kemur að
hlýnun jarðar. Hingað til hafa mjög
litlar rannsóknir farið fram á Íslandi
á áhrifum búrekstrar og landnýtingar
á losun og bindingu metans og þetta
tæki eflir því til muna rannsóknagetu
LbhÍ á þessu sviði. Tækið mun nýt
ast vel við ýmsar langtíma rannsókn
ir sem nú þegar eru í gangi við skól
ann eins og áhrif hlýnunar jarðvegs
á hálendi Íslands sem og votlendis
rannsóknir.
Kaup á þessu mælitæki er liður í
eflingu náttúru og umhverfisrann
sókna við Landbúnaðarháskólann
þar sem meðal annars eru skoðuð
áhrif landnýtingar og búfjárhalds á
loftslagið. Í því sambandi má nefna
að samstarfsverkefni við umhverfis,
orku og loftslagsráðuneytið kom ný
lega að eflingu rannsókna á iðragerj
un og losun gróðurhúsalofttegunda
búfjár og verið er að koma upp öðr
um skyldum mælitækjum sem eru
sérhönnuð fyrir mælingar á gróður
húsalofttegundum innanhúss í því
sambandi. Efling á þessum sviðum
mun því veita okkur betri skilning á
raunverulegri losun gróðurhúsaloft
tegunda vegna landnýtingar og bú
fjárhalds á Íslandi og stuðla að því að
landbúnaðurinn leiki lykilhlutverk
þegar kemur að skuldbindingum Ís
lands um að landið verði kolefnis
hlutlaust árið 2040.
-fréttatilkynning
Óheimilt er að segja fólki upp störf
um sökum aldurs, samkvæmt nýjum
úrskurði kærunefndar jafnréttis
mála sem féll í máli manns sem sagt
var upp hjá Isavia á þeim grund
velli að hann hefði náð 67 ára aldri.
„Úrskurðurinn er sá fyrsti sinn
ar tegundar og má í vissum skiln
ingi tala um grundvallarniðurstöðu
í vinnuréttar og jafnréttismál
um. Viðbúið er að áhrif úrskurðar
ins muni verða verulega áþreifan
leg á íslenskum vinnumarkaði um
ókomna tíð,“ segir í tilkynningu frá
Alþýðusambandi Íslands.
Úrskurður kærunefndar jafn
réttismála kemur til í máli Þorgríms
Baldurssonar sem kærði starfs
lok sín hjá Isavia á þeim grundvelli
að þau hefðu komið til eingöngu
vegna aldurs. Kærunefnd mat mál
ið svo að Isavia hefði einvörðungu
horft til aldurs Þorgríms þegar
ákvörðun var tekin um starfslok
hans, sem er óheimilt samkvæmt
lögum um jafna meðferð á vinnu
markaði. Isavia gat ekki fært nein
málefnaleg rök fram um að tildrög
uppsagnarinnar væru önnur en að
maðurinn hefði náð 67 ára aldri,
sem felur í sér mismunun sam
kvæmt lögunum. Var félagið því
dæmt brotlegt. Isavia var í dómnum
talið hafa brotið gegn 1. mgr. 8. gr.,
sbr. 1. mgr. 1. gr. laga nr. 86/2018
um jafna meðferð á vinnumarkaði
við starfslok Þorgríms Baldursson
ar. Isavia var gert að greiða Þor
grími 150.000 kr. í málskostnað.
mm
Uppsagnir sökum
aldurs óheimilar
Efla rannsóknir á sviði jarð-
ræktar og umhverfisvísinda