Skessuhorn


Skessuhorn - 16.02.2022, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 16.02.2022, Blaðsíða 1
arionbanki.is Engin lántökugjöld á 100% rafmagnsbílum Kynntu þér græna bílafjármögnun Arion banka. FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 7. tbl. 25. árg. 16. febrúar 2022 - kr. 950 í lausasölu Opið alla daga ársins Miklar annir voru í sjúkraflutning­ um á Vesturlandi á mánudaginn og átti veður og færð eftir að hafa veruleg áhrif á störf sjúkraflutn­ ingafólks. Þórður Guðnason yfir­ maður sjúkraflutninga hjá HVE segir í samtali við Skessuhorn að verkefnin hafi byrjað snemma dags, en klukkan fjögur um nóttina þurfti að sækja sjúkling í Rif í „stjörnu­ vitlausu veðri,“ eins og Þórður orðaði það. Síðar um daginn var sjúkrabíll á leið í útkall í Svínadal í Hvalfjarðarsveit, en þar þurfti auk þess að ræsa út snjóruðnings­ tæki til að ryðja veginn. Í kjölfarið kom svo útkall á annan stað í Svína­ dal. Ekki vildi betur til en svo að sá bíll fauk út af veginum við Akrafjall á leið sinni í Svínadal. Engan sak­ aði og minniháttar skemmdir urðu á bílnum, að sögn Þórðar. Í kjölfar beggja þessara útkalla kom svo for­ gangsútkall innanbæjar á Akranesi. Síðdegis var búið að loka vegin­ um um Kjalarnes vegna hvassviðr­ is. Þá þurfti að kalla til þyrlu vegna alvarlegra veikinda. Um sexleytið um kvöldið lenti TF­GNÁ á þyrlu­ pallinum á Akranesi og flutti sjúk­ linginn til Reykjavíkur. En annasömum degi var ekki lokið. Vegna hvassviðris seint um kvöldið þurftu sjúkraflutninga­ menn að kalla út aðstoð Björg­ unarfélags Akraness. Ljóst var að vegna hvassviðris var ekki hægt að fara á sjúkrabíl fyrir Hafnar­ fjall þegar flytja þurfti sjúkling frá Stykkishólmi á Akranes. Brynvar­ inn óveðurs bíll björgunarfélags­ ins, „Talibaninn,“ var því ræstur og sendur í Borgarnes til móts við sjúkrabílinn og flutti sjúklinginn á Akranes. Í leiðinni var farið með Covid sýni áleiðis til greiningar. „Þetta var mjög annasamur dag­ ur hjá okkur í öllu tilliti, burtséð frá því að veðrið setti nokkrum sinnum verulegt strik í reikninginn,“ segir Þórður. Hann upplýsir einnig að mikil aukning hafi á síðasta ári ver­ ið í sjúkraflutningum í landshlut­ anum. Mest aukning, eða 66,7% var á Hólmavík, 28,5% aukning var á Akranesi en 16,3% aukning á starfssvæði Heilbrigðisstofnunar Vesturlands í heild. mm Annasamur dagur í sjúkraflutningum Á sjöunda tímanum á mánudagskvöldið sótti þyrlan TF-GNÁ alvarlega veikan einstakling á Akranes þar sem ófært var um Kjalarnes. Lenti þyrlan á Þyrlu- pallinum við Jaðarsbakka. Hér er hún að taka á loft að nýju til flugs rakleiðis til Reykjavíkur. Ljósm. mm. Horft inn í sjúkrabílaskýli í Borgarnesi eftir miðnætti aðfararnótt þriðjudags. Talibaninn beið þess að taka við flutningi sjúklings úr Stykkishólmi og á Akranes. Ljósm. þg. Fáðu næsta pakka á N1 ALLA LEIÐ 440 1000 n1.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.