Skessuhorn


Skessuhorn - 16.02.2022, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 16.02.2022, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2022 17 Tvö störf flokkstjóra við þjónustustöðina í Borgarnesi eru laus til umsóknar. Um 100% störf er að ræða. ÖRYGGI FRAMSÝNI ÞJÓNUSTA FAGMENNSKA Starfssvið • Almenn dagleg þjónusta á vegakerfinu á starfssvæði Vegagerðarinnar í Borgarnesi. • Viðhald á t.d. vegstikum, umferðamerkjum og öðrum vegbúnaði. • Ýmis vinna í starfsstöð. • Annað starfið krefst mikillar fjarveru frá heimili á sumrin þar sem unnið er á málningarbíl Vegagerðarinnar sem sér um vegmerkingar út um allt land. Menntunar- og hæfniskröfur • Almennt grunnnám. • Almenn ökuréttindi og meirapróf • Vinnuvélaréttindi • Reynsla af ámóta störfum æskileg • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum • Frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í hóp • Góð kunnátta í íslensku Umsóknarfrestur er til og með 22. febrúar 2022. Áhugasamir eru beðnir að sækja um starfið á www.vegagerdin.is Umsókn skal fylgja ferilskrá þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um færni viðkomandi til að gegna starfinu. Nánari upplýsingar um starfið veitir Pétur B. Guðmundsson yfirverkstjóri í síma 860 5630 og Kristinn Lyngmo deildarstjóri þjónustudeildar í síma 522 1000. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi ríkisins og SGS. Tekið skal fram að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Öllum umsóknum um starfið verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. SK ES SU H O R N 2 02 2 FLOKKSTJÓRI BORGARNESI Starf flokkstjóra við þjónustustöðina í Ólafsvík laust til umsóknar. Um 100% starf er að ræða. ÖRYGGI FRAMSÝNI ÞJÓNUSTA FAGMENNSKA Starfssvið • Almenn dagleg þjónusta á vegakerfinu á starfssvæði Vegagerðarinnar í Ólafsvík. • Viðhald á t.d. vegstikum, umferðamerkjum og öðrum vegbúnaði. • Ýmis vinna í starfsstöð. Menntunar- og hæfniskröfur • Almennt grunnnám. • Almenn ökuréttindi og meirapróf • Vinnuvélaréttindi • Reynsla af ámóta störfum æskileg • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum • Frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í hóp • Góð kunnátta í íslensku Umsóknarfrestur er til og með 22. febrúar 2022. Áhugasamir eru beðnir að sækja um starfið á www.vegagerdin.is Umsókn skal fylgja ferilskrá þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um færni viðkomandi til að gegna starfinu. Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðjón H. Björnsson verkstjóri í síma 894 3611 og Kristinn Lyngmo deildarstjóri þjónustudeildar í síma 522 1000. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi ríkisins og SGS. Tekið skal fram að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Öllum umsóknum um starfið verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. SK ES SU H O R N 2 02 2 FLOKKSTJÓRI ÓLAFSVÍK Á fimmtudaginn í liðinni viku rakst fréttaritari á tvo ljósmyndara frá Búlgaríu þar sem þeir voru að mynda Kirkjufell á Snæfellsnesi. Þegar þeir voru spurðir af hverju þeir væru með svona gamaldags myndavél, hlógu þeir dátt, en sögðu að myndavélin væri hreint ekki gömul, en þetta er filmuvél og þannig vildu þeir hafa það. Sögðust þeir vera búnir að koma reglulega til landsins undanfarin tíu ár til að mynda og skoða sig um. þa Mynduðu Kirkjufellið með filmuvél Félag fréttamanna, sem er fag­ og stéttarfélag fréttamanna á fréttastofu RUV, lýs­ ir yfir áhyggj­ um og undrun yfir því að lög­ reglan á Norður­ landi skuli kalla blaða­ og frétta­ menn til yfir­ heyrslu og veita þeim stöðu sak­ borninga vegna starfa þeirra við blaðamennsku. Yfirlýsingin er svohljóð­ andi: „Málavextir eru enn óljós­ ir, en lögreglan hefur tilkynnt að minnsta kosti fjórum blaðamönn­ um, þeim Þóru Arnórsdóttur rit­ stjóra Kveiks á Ríkisútvarpinu, Aðal steini Kjartanssyni blaðamanni á Stundinni, Arnari Þór Ingólfs­ syni blaðamanni Kjarnans og Þórði Snæ Júlíussyni ritstjóra Kjarnans, að þau séu grunuð um brot gegn friðhelgi einkalífsins, vegna þess að þau hafi skrifað fréttir unnar upp úr gögnum sem sýndu samskipti fólks tengdu Samherja, sem sjálft kallaði sig skæruliðadeild. Dómar Hæstaréttar og Mann­ réttindadómstóls Evrópu hafa á undanförnum árum staðfest rétt íslenskra blaðamanna og nauðsyn þess að þeir vinni fréttir úr gögnum sem þeim berast, eigi þau erindi við almannahagsmuni. Þá ber blaða­ mönnum ótvíræð lagaleg skylda til að vernda heimildarmenn sína, hvort sem þeir hafa veitt upplýs­ ingar með lögmætum eða ólög­ mætum hætti. Blaða­ og fréttamenn víða um heim búa við síauknar ógn­ anir og ofsókn­ ir, bæði af völd­ um stjórnvalda, skipulagðra glæpa­ samtaka og stór­ fyrirtækja. Tve­ ir blaðamenn hlutu á síðasta ári friðarverð­ laun Nóbels, fyrir baráttu sína fyrir fjölmiðlafrelsi í lönd­ um sínum. Í rökstuðningi dóm­ nefndarinnar kom fram, að frelsi fjölmiðla til að miðla staðreynd­ um og réttum upplýsingum væri forsenda lýðræðis og friðar í ríkjum heims. Ísland hefur á undanförnum árum fallið niður lista samtakanna Reporters Without Borders vegna bágrar stöðu fjölmiðla hér, nú síð­ ast niður í 16. sæti, meðal annars vegna þess að Samherji „skipulagði herferð árið 2020 til að varpa rýrð á blaðamenn sem fjallað höfðu um fréttamálið (um athæfi fyrirtækisins í Namibíu)“. Nú hefur lögreglan á Norður­ landi boðað blaða­ og fréttamenn til yfirheyrslu fyrir að fjalla um þessa sömu herferð. Félag frétta­ manna lýsir yfir stuðningi við þessa blaða­ og fréttamenn, og lýs­ ir áhyggjum og undrun yfir því að þeir skuli hafa réttarstöðu grunaðra fyrir það eitt að sinna störfum sín­ um.“ mm Yfirlýsing frá Félagi frétta- manna um lögreglurannsókn Giljaböð á Húsafelli hafa verið út­ nefnd af bókunarvefnum Culture Trip sem ein besta ferðaupplifun fyrir árið 2022, eða; „The World’s Greatest Travel Experiences for 2022.“ Er þetta mikill gæðastimp­ ill fyrir böðin þar sem aðeins 14 staðir í heiminum fá þessa útnefn­ ingu hverju sinni og það eru sér­ fræðingar í ferðaþjónustu sem sjá um að velja staðina. Culture Trip er með nærri sjö milljónir fylgjenda á Facebook og því margir sem koma til með að sjá útnefninguna. Í frétt á vef Culture Trip er sagt hvernig hægt er að slaka á í Giljaböðum og um leið njóta fegurðarinnar þar í kring en áhersla er lögð á að böð­ in og aðstaðan falli vel inn í um­ hverfið. arg Giljaböðin í hópi 14 bestu ferðaupplifana í heimi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.