Skessuhorn


Skessuhorn - 16.02.2022, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 16.02.2022, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2022 15 Atvinna RARIK - febrúar 2022: Skessuhorn - 151x208mm RARIK - Febrúar 2019: 167x214mm Rafvirki Borgarnesi RARIK ohf auglýsir eftir rafvirkja til starfa á starfsstöð fyrirtækisins í Borgarnesi. Hér er um fjölbreytt starf að ræða í öflugum vinnuflokki sem vinnur við dreifikerfi RARIK á Vesturlandi. Við hvetjum bæði konur og karla til að sækja um. Nánari upplýsingar veitir Hreiðar Gunnarsson, deildarstjóri framkvæmdasviðs á Vesturlandi eða starfsmannastjóri RARIK í síma 528 9000. Umsóknarfrestur er til 28. febrúar 2022 og skal skila umsóknum með ferilskrá á vef RARIK, rarik.is/atvinna. RARIK ohf. er rekið sem opinbert hlutafélag í eigu ríkisins. Hlutverk RARIK er að dreifa raforku auk þess að afla, dreifa og annast sölu á heitu vatni. Starfsmenn RARIK eru um 200 á 20 starfsstöðvum sem eru dreifðar vítt og breitt um landið. • Viðhald á dreifikerfi RARIK • Eftirlit með tækjum og búnaði • Viðgerðir • Nýframkvæmdir • Vinna samkvæmt öryggisreglum Helstu verkefni Hæfniskröfur • Sveinspróf í rafvirkjun • Reynsla af rafveitustörfum • Öryggisvitund • Almenn tölvukunnátta • Drifkraftur og geta til að vinna sjálfstætt • Bílpróf RARIK ohf. | www.rarik.is/atvinna STARF Í BOÐI HJÁ RARIK Atvinna Klafi ehf óskar hér með eftir starfsmönnum til afleysinga í sumar. Starfið felst einkum í þjónustu við Elkem Ísland, Norðurál, Grundartangahöfn og fleiri fyrirtæki á Grundartanga. Unnið er á vöktum skv. vaktakerfi Klafa ehf. Umsækjendur þurfa að hafa náð a.m.k. 18 ára aldri og hafa til að bera ríka öryggisvitund og þjónustulund. Starfið krefst vinnuvélaréttinda á lyftara yfir 10 tonnum (Stóra vinnuvélaprófið). Fyrirtækið getur verið viðkomandi innanhandar með slíkt nám ef þörf krefur. Umsóknir skulu hafa borist skrifstofu Klafa, á netfang smari@klafi.is í síðasta lagi þriðjudaginn 25. febrúar n.k. Nánari upplýsingar um starfið veitir Smári Guðjónsson, framkv.stjóri í síma 8997380. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf í byrjun maí og áætla má að afleysingatímabilinu ljúki ca ágúst/september. Veitur hófu í vikunni uppsetningu snjallmæla hjá viðskiptavinum sín­ um en áformað er að setja upp um 160 þúsund slíka mæla á næstu árum og tengja við hugbúnaðar­ kerfi. Fyrsta hverfið til að fá snjall­ mæla á starfssvæði Veitna er í póst­ númerinu 103 í Reykjavík, Háaleit­ is­ og Bústaðahverfi. Gert er ráð fyrir að það taki yfir þrjú ár að setja upp snjallmæla hjá öllum við­ skiptavinum en Veitur reka hita­ veitur fyrir um 65% landsmanna og dreifa rafmagni til um 60% þeirra. Að mælaskiptunum loknum verð­ ur því meirihluti heimila og fyrir­ tækja á Íslandi komin með snjall­ mæla. Kostnaður við þetta verkefni er ríflega fimm milljarðar króna. Samkvæmt korti á vefnum snjall­ mælar.is má sjá að fyrirhugað er að hefja uppsetningu snjallmæla í hús í Stykkishólmi og Grundarfirði í maí 2024 og á Akranesi og Borgar­ byggð í júlí 2024. Mikill ávinningur Snjallmælar eru eðlilegt og jákvætt skref í þróun veitukerfa og hafa stjórnvöld víða um heim gert kröfu um uppsetningu slíkra mæla og verið er að hætta framleiðslu eldri gerða mæla. Ávinningur af snjall­ mælum fyrir viðskiptavini og sam­ félagið í heild er mikill. Allur álestur af mælum verður með snjallmælum rafrænn og viðskiptavinir Veitna fá mánaðarlega uppgjörsreikn­ inga í stað áætlunarreikninga ellefu mánuði ársins og árlegs uppgjörs­ reiknings. Mánaðar legir reikningar verða þá eftir uppsetningu snjall­ mælis byggðir á raunnotkun. Því fylgir að viðskiptavinir geta átt von á árstíðarbundnum sveiflum í orku­ útgjöldum, sér í lagi vegna hita­ veitunotkunar. Á móti kemur að viðskiptavinir greiða einungis fyr­ ir það sem notað er, ekki áætlaða notkun. Snjallmælar munu því leiða fyrr í ljós en áður ef bilanir verða t.d. í hitaveitugrindum í húsum, eins og dæmi eru um. Slíkar bilan­ ir hafa stundum uppgötvast seint með miklum fjárútlátum fyrir hús­ eigendur. Eftir snjallmælavæð­ inguna geta viðskiptavinir feng­ ið aðgang að ítarlegum notkunar­ upplýsingum á Mínum síðum á vef Veitna og verður þannig kleift að fylgjast betur með, breyta notk­ un sinni og fá þannig tækifæri til að nýta raforkuna og varmann á hag­ kvæmari hátt. Í framtíðinni verður hægt að tengja rafmagnsmælana við snjöll húskerfi. mm Snjallmælavæðing hafin hjá Veitum Lið Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi og Fjölbrautaskólans í Garðabæ mættust í annarri umferð í átta liða úrslitum Gettu betur á föstudaginn. Garðbæingar hófu leik og fengu 11 stig eftir fyrsta hluta keppninnar sem var hraðaspurn­ ingar. Skagamönnum gekk ekki vel í þeim og náðu aðeins í þrjú stig þar. Eftir staðreyndavilluspurningar var komið að tólf bjölluspurningum og þar náði FG að svara sex spurn­ ingum rétt en FVA aðeins tveim­ ur. Staðan var því 23­7 fyrir FG áður en vísbendingaspurningarnar hófust og þar náði FG tveimur stig­ um í viðbót en keppninni lauk síðan með Þríþrautinni. Þar svöruðu bæði lið rangt, lokastaðan 25­7 fyrir Fjöl­ brautaskólann í Garðabæ og FVA er úr leik þetta árið í Gettu betur. Skemmtiatriði FVA í Gettu bet­ ur var söngur þeirra Mörtu Jörg­ ensdóttur og Heklu Kristleifs­ dóttur sem sungu lagið Litli fing­ ur úr söngleiknum Fun Home sem er byggt á teiknimyndamyndasögu eftir Alison Bechdel. Leiklista­ klúbburinn Melló, sem er skipað­ ur nemendum úr FVA, stefnir á að frumsýna söngleikinn sem nefn­ ist Útfjör á íslensku 25. mars næst­ komandi í Bíóhöllinni á Akranesi. vaks Lið FVA tapaði í Gettu betur

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.